Hagsýni í fyrirrúmi

Hvað á 300.000 manna þjóð að blása út Stjórnarráðið? Því miður var mörgum ráðuneytum nánast splundrað vegna stjórnarmyndana Framsóknarflokksins og SJálfgstæðisflokksins. Í stað þess að hafa tiltölulega fá ráðuneyti var stefnan að hafa þau mörg og jafnvel dreifa málaflokkum á fleiri en eitt ráðuneyti, allt til þess að helmingaskiptafyrirkomulag við stjórnarmyndun Framsóknar og Sjálfstæðisflokks yrðu auðveldari. Með dreifingu á málefnum varð oft til árekstur og erfitt fyrir þá sem hagsmuni höfðu að fá mál afgreidd. Allt varð óþarflega flókið.

Eiginlega væri alveg nóg að hafa ráðherra 3-4, í mesta lagi 5. Við erum það fámenn þjóð að við eigum ekki að spila okkur eins og við séum meiri en við erum. Útþynning valds hefur aldrei átt góðri lukku að stýra. Betra er að hafa fáa ráðamenn sem bera ábyrgð og hana raunverulega en marga sem vísa öllu meira og minna frá sér, sérstaklega þegar þeir þurfa að standa reikningsskap gerða sinna eins og einn fyrrverandi hefur þurft að gera frammi fyrir Landsdómi.

Góðar stundir undir hagsýnni stjórn Jóhönnu og Steingríms!


mbl.is Fækkun ráðuneyta samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú  útskírt fyrir skattborgurum "hagsýni" og "ráðdeildarsemi" ráðherra VG í sambandi við Lanbúnaðarháskólannn? 300 m.kr framúrkeirsla og skuld upp á 700 m.kr!

Almenningur (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 19:15

2 identicon

Góðar stundir undir hagsýnni stjórn Jóhönnu og Steingríms!???????????????? Hvar hefur þú verið??

casado (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 19:46

3 Smámynd: Axel Guðmundsson

Samkvæmt spássíunni átt þú að vera sæmilega menntaður Guðjón. En pólitísk trú þín er eitthvað brengluð.

Axel Guðmundsson, 21.3.2012 kl. 20:35

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er eingöngu gert vegna umsóknar um inngöngu í ESB og ekkert annað...

Yfirbyggingin var of stór eftir lögum ESB og þess vegna var þessi fækkun gerð... 

Að halda því fram að það sé önnur ástæða er fyrra og bara sögð til þess að slá þyrnum í augu almennings sem var látin halda það að það væri bara verið að fara í viðræður og ekkert annað...

Óheiðarleiki út í eitt einkennir núverandi Ríkisstjórn og það eru allir sammála um því miður fyrir þig Guðjón Sigþór...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:45

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver svo sem þú ert sem nefnir þig „Almenning“ þá ættirðu að fletta Fréttablaðinu í dag bls. 8. Þar segja stjórnendur Landbúnaðarháskólans að „heimanmundur skólans við stofnun hafi verið 115 milljóna króna halli frá árinu 2004..“. Þá eru þessar skuldir og halli tengdur millifærslum. Sjónarmið stjórnenda eru studd af Ríkisendurskoðun. Hvernig þú tengir þetta við núverandi ríkisstjórn átta eg mig ekki á.

Casado: hef verið hér á landi en þú? Fór hrunið og afleiðingar þess fram hjá þér? Ríkisstjórnin hefur gert margt gott þó svo ýms mistök  hafi verið gerð. 

Axel: Hverjum og einum er frjálst að hafa sína skoðun. Á eg að líta á að þeir sem hafa andsæðar skoðanir en mína að þeir séu brenglaðir? Sjálfsagt er að virða skoðanir þeirra en hvort eg eða þeir hafi rétt fyrir sér verður tíminn að leiða í ljós.

Ingibjörg: auðvitað var kominn ofvöxtur í stjórnarráðið. Hvað á 300.000 manna þjóð að gera við alla þessa yfirbyggingu. Þó aðrir hafi  aðra skoðun þá tel eg að ríkisstjórnin sé á réttri leið. Og þetta kemur umsókninni að EBE ekki neitt við. Skilyrði Maasticht eru skýr: Skynsamlegur og hallalaus rekstur ríkisins, verðbólga hófleg og skuldir ríkisins sömuleiðis. Hvernig rekstri ríkisins er háttað skiptir EBE engu.

Áfram góðar stundir undir stjórn Jóhönnu og Steingríms!

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2012 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband