20.3.2012 | 08:31
Einkennileg staða
Elliði bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur uppi vangaveltur að flytja út sorp. Annar bæjarstjóri, Árni Sigfússon virðist hafa uppi hugmyndir um að flytja inn sorp frá Bandaríkjunum til að brenna í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Eitthvað er þetta einkennilegt.
Lengi hefur verið vandamál að farga sorpi. Sjálfur er eg það gamall að muna eftir öskuhaugunum vestur á Eiðisgranda og í Grafarvogi. Þar var rusli ekið á opið svæði og kveikt í öllu saman, m.a. til að koma í veg fyrir mikla fjölgun á rottum sem þangað sóttu eðlilega. Mátti sjá reyk liðast hátt upp í loftið á góðviðrisdögum upp af sorphaugunum.
Síðan var farið að finna aðrar leiðir til að eyða sorpi m.a. að þróa aðferðir að brenna það. En þá komu eiturefna sérfræðingar til sögunnar og uppgötvuðu þá hræðilegu staðreynd að þegar plastefnum er brennt við ófullnægjandi aðstæður, þá myndast dioxín eiturgufur sem valda auknu tíðni krabbameins sem enginn kærir sig um.
Auðvitað nær það engri átt að flytja sorp með ærum tilkostnaði um langan veg. Sú leið sem höfuðborgarbúar hafa farið er sennilega ein sú skásta: með flokkun sorps og endurvinnslu er kappkostað að draga sem mest úr magni og urða það sem ekki er unnt að nýta.
Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri ber fyrir sig að enn hvíli lán á sorpbrennslu þorpsins og spyr hvað verði um þau lán. Auðvitað þarf að skoða þessi mál en það er engin lausn í því að taka upp sorpbrennslu að nýju vitandi um þá hættu sem er samfara þeirri starfsemi. Þar verður að leggja ofurkapp á flokkun sorps og draga sem mest úr sorpmagni og urða það sem ekki verður ráðstafað á annan hátt.
Góðar stundir!
„Allt verðlaust“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins með fiskinn. Raðir fiskflutningabíla mætast á Holtavörðuheiði, önnur röðin að flytja fisk suður og hin norður. Öfgar virðast vera okkar ær og kýr. Það er eins og lausnirnar séu ekki til nema þær séu sóttar yfir lækinn.
Það er einkennilegt að Elliði skuli ekki geta brennt íslenskt rusl mengunarlaust í Eyjum þegar Árni segist geta brennt kanaúrgang vandræðalaust í Keflavík. En auðvitað er allt best, sem frá Ameríku kemur, líka ruslið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2012 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.