20.3.2012 | 08:01
Margt að varast
Ferðaþjónusta er atvinnuvegur. Hún er vandasöm og ekki allra að sinna henni. Frumskilyrði er að þeir sem vilja stunda ferðaþjónustu verði að vera vel inn í væntingum og þörfum ferðafólks. Mörg mistök hafa verið gerð og er það miður.
Eitt sem betur mætti fara er að tryggja ytri aðstæður gististaða betur og sjá fyrir nauðsynlegum þörfum. Oft hefi eg sem leiðsögumaður þurft t.d. að sækja farþega á gististaði þar sem ekki hefur verið séð fyrir aðkomu hópflutningabíla. Dæmi um þetta eru þessi fremur litlu gistihús sem víða eru í miðbænum og gamla austurbænum. Þannig er eins og Hótel Frón á Laugavegi 24 en ekki er heimilt að aka stórri rútu niður Laugaveginn. Rútuna þarf að stoppa í næstu hliðargötu meðan farþegar eru sóttir. Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg er litlu betra. Þarna þarf rútan að stoppa, að vísu er það unnt beint fyrir utan dyrnar en það getur valdið öðrum vegfarendum vandræðum og jafnvel skapað hættu. Í gamla Laugavegsapóteki, Laugavegi 16 er einnig eitt af þessum gistihúsum þar sem ekki er heldur unnt að aka og stoppa rútu. Mörg önnur slæm dæmi er áþekk og allstaðar svipuð vandræði. Svo voru einhverjir braskarar að gæla við hugmynd að byggja tiltölulega stórt hótel í húsasundi neðst á Laugavegi. Má þakka guðunum fyrir að komið var í veg fyrir þau slæmu áform.
Allir gististaðir verða að hafa góðar ytri aðstæður. Þar þarf aðkoma fyrir aðföng, farþega og þjónustu að vera ásættanleg. Annars eiga þessi gistihús einungis að vera einföld og fyrir fólk sem helst er með engan farangur, kannski bakpoka.
Mig langar að nota tækifærið og benda á velritaða grein í Fréttablaðinu í dag eftir Auði Sigurjónsdóttur og Helga Pétursson: Ferðaþjónusta: atvinnugrein eða móttökunefnd. Þar er vikið einkum að því hversu við Íslendingar erum eftirbátar margra annarra þjóða hvað ferðaþjónustu varðar.
Góðar stundir!
Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góð grein í Fréttablaðinu. Ég er svo sannarlega sömu skoðunar og greinarhöfundar.
Mörg tækifæri.
Stefán Júlíusson, 20.3.2012 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.