17.3.2012 | 13:13
Sjálfumglaðir Sjallar
Svo virðist sem Sjallarnir geri sér ekki minnstu grein fyrir ábyrgð af neinu tagi, hvorki formannsnefnan né aðrir forystusauðir þessa gamla flokks braskara og valdamanna.
Ólöf Nordal virðist vera gjörsamlega án ábyrgðar þegar hún slær um sig á kostnað annarra og gerir grín að alkunnum sannindum. Hagvöxturinn er eins og hvert annað mannanna verk sem ekki hefur alltaf leitt okkur neitt fram á við annað en sívaxandi græðgi sem Sjallarnir virðast enn vera of uppteknir af.
Endamörk hagvaxtarins hafa lengi verið kunn bæði meðal hagfræðinga og heimspekinga. En blaðurskjóður eru alltaf tilbúnar að gera lítið úr þegar gróðavonin er annars vegar og unnt að skara eld að sinni köku.
Vonandi sjá sem flestir landsmenn gegnum þetta glamur og bull. Nóg er að lenda einu sinni í banka- og efnahagshruni í boði Sjálfstæðisflokksins!
Góðar stundir en án fulltrúa braskara og bullara!
Sjálfstæðismenn byrjaðir í baráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Það sem þú segir er rangt en gefur okkur andartak að þetta sé rétt hjá þér. Hvað viltu þá í staðinn? Snillingana sem nú stjórna og eru að koma hér öllu á vonarvöl? Af hverju ætti íslenskur sósíalismi að vera öðru vísi en sá sósíalismi sem rústaði öllu í A-Evrópu og víða í S-Ameríku? Geta vinstri menn ekki lært af sögunni? Eru þeir alveg ólmir í að gera sömu mistökin aftur og aftur?
Hefur þú aldrei hugleitt hvaðan allt þetta lánsfé sem bankarnir gátu lánað hérlendis kom? Ekki vex það á trjám en það er algert lykilatriði að átta sig á því hvaðan allt þetta fé kom. Slóðin endar á einum stað. Veistu hvar?
Kapítalismi virkar og hann virkar best þegar stjórnmálamenn eru ekki að skipta sér að markaðinum eins og gerðist mikið í kringum hrunið. Seðlabankinn átti ekki að bjarga bönkunum.
Hérlendis var engin frjálshyggja ríkjandi á árunum fyrir hrun þó Steingrímur hafi logið því að þjóðinni. Ríkisbáknið þandist út um þriðjung á árunum 1999-2007 og það er ekki frjálshyggja heldur sósíalismi. Þetta sýnir vel hve illa Steingrímur er að sér og hvers konar stjórnmálamaður hann er, hann getur ekki farið rétt með einföld hugtök.
Menn eins og ég erum í algerri kjörþröng, hér er bara hægt að velja á milli sósíalista flokka, þeir eru bara mismunandi sósíalískir. Þar liggur vandi okkar. Sjallarnir eru ekki hægri flokkur á meðan þeir sjá ekkert athugavert við það að ríkið veiti fé til stjórnmálaflokka og einstakir þingmenn þar vilja heimila forvirkar rannsóknarheimildir. Þú, GSJ, styrkir starfsemi Sjallanna hvort sem þér líkar það betur eða verr. Sama á við um mig :-(, ræfill eins og ég þarf að standa straum af starfsemi stjórnmálaflokka sem ég fyrirlít.
Helgi (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 10:09
Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú mikla áherslu á að bæta hag heimilanna. Ég velti því þá fyrir mér hversvegna hann lagði heimili landsins fyrst í rúst.
Óskar, 18.3.2012 kl. 13:02
Helgi: Enginn heilvita maður vill fá hryllinginn sem kommúnisminn í Austur Evrópu leiddi yfir þjóðir. En kapítalisminn á sér mjöf slæmar hliðar. Það er því miður nokkur lenska að einfalda hlutina og setja upp tvo kosti: óheftan kapítalisma eða kommúnisma. Af þessu leiðir ýmiskonar hræðaluáróður.
En við eigum fleiri kosti. Við státum okkur af því að búa við svonefnt blandað hagkerfi sem sneiðir frá göllum hvors kerfis en kappkostar að þræða leið kostanna.
Óskar: mikil er trú þín á Sjálfstæðisflokknum. Mæli með að þú kynnir þér rannsóknir Stefáns Ólafssonar á tekjuskiptingu þjóðarinnar þar sem svonefndur Gini stuðull kemur við sögu áður en þú setur fram vafasamar fullyrðingar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrst og fremst þá stefnu að bæta hagsmuni atvinnurekenda, eignamanna, fjármálamanna og braskara. Það sem þeir setja fram um að bæta hag heimilanna er aðeins að grafa undan ríkisstjórninni. Þeir meina ekkert með þessum áróðri.
Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2012 kl. 17:54
Sæll.
Vandinn við þetta blandaða hagkerfi sem nú nefnir er að hið opinbera þenst alltaf út. Því stærri sem opinberi geirinn er þeim mun verri eru lífskjör fólks því stór opinber geiri þarfnast hárra skatta sem aftur lama allt athafnalíf og halda niðri launum í einkageiranum sem skapar verðmæti. Grikkland er fínt dæmi um þetta. Störf verða ekki til þar sem opinberi geirinn er stór og skattar háir. Hvert einasta starf í opinbera geiranum er á kostnað starfs í einkageiranum. Þess vegna veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður heyrir stjórnmálamenn tala um að skapa störf. Vanþekking þeirra á efnahagsmálum er hrópleg og þjóðinni dýr - þar undanskil ég ekki þingmenn Sjallanna.
Ég myndi vilja sjá lög samþykkt sem takmarka stærð hins opinber við minna en 20% (jafnvel minna) af GDP.
Kapítalisminn gaf ekki af sér neitt slæmt, ríkisafskipti gera það. Hvaða batterí víða um heim hljóp til og bjargaði bönkum svo dæmi sé tekið? Þeir vita að þeim verður bjargað og hegða sér því óábyrgt. Svona afskipti veikja bankakerfið með því að halda lífi í bönkum og stjórnendum sem vita ekki hvað þeir eru að gera og eiga að fara á hausinn/atvinnuleysisbætur. Hvað hefur t.d. evrópski seðlabankinn gert í desember á síðasta ári og svo nú nýlega? Hann lánaði bönkum í Evrópu á spottprís og hélt þeim gangandi, bönkum sem ættu að fara á hausinn vegna þess að þeir voru illa reknir. Þetta er t.d. ekki kapítalismi þó sumir segi svo. Seðlabankar nútímans eru afkvæmi Karl Marx. Vissir þú það?
Ef stjórnmálaflokkur bætir hag atvinnurekenda, er það ekki bara gott fyrir launamenn líka? Geta þá ekki atvinnurekendur hækkað laun starfsmanna sinna eða bætt við fleiri? Er það svona slæmt? Ef engir fjármálamenn væru yrði ansi erfitt að koma fyrirtæki af stað því það kostar oftar en ekki fjármagn. Annars ætla ég ekki að fara að verja sósíalistaflokk.
Svo er merkilegt að heyra þig vitna í svokallaðar rannsóknir Stefáns Ólafssonar. Hannes girti niður um hann og þessar rannsóknir, hann sleppti þætti sem aðrir gerðu ekki til að fá útkomu sem honum hentaði. Ég bar einu sinni virðingu fyrir Stefáni Ól en geri það ekki lengur vegna þessara vinnubragða hans.
Helgi (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 18:13
Mér finnst margar mótsagnir vera í þessu hjá þér Helgi. Seðlabankar komu fram langt áður en Karl Marx kom til sögunnar t.d. Englandsbanki á 17. öld. Í meginatriðum hefur hlutverk þeirra ekkert breyst frá upphafi: að halda utan um peningamál viðkomandi lands og það er mjög ámælisvert að klína einhverju á löngu dauðan kall sem kemur okkur lítið við. Má ekki kannski kenna Bretum um kommúnismann þar sem Karl Marx fékk að starfa þar án nokkurs eftirlits yfirvalda? Og Lenín líka en báðir voru þeir þrásetnir á breska þjóðbókasafninu, British Library.
Mér finnst að þú þurfir að skoða sitt hvað fleira og endurskoða þekkingu þína sem virðist öll ganga út á að snúa staðreyndum meira og minna á haus.
Góðar stundir áfram undir stjórn Jóhönnu og Steingríms!
Guðjón Sigþór Jensson, 19.3.2012 kl. 15:57
Sæll.
Ég sagði að Seðlabankar nútímans væru afkvæmi Karl Marx.
Þú misskilur það sem ég sagði. Þú snýrð úr úr hinu sem ég segi en það hefur þú gert við fleiri en mig á þessu ágæta bloggi þínu. Öðru svarar þú ekki, hvers vegna?
Þú hefur ekki svarað spurningu sem ég hef sett fram á þessu ágæta bloggi þínu: Hvaðan kom obbinn af þeim fjármunum sem íslensku bankarnir lánuðu hér? Hefur þú virkilega aldrei leitt hugann að því?
Lenín dvaldist einnig talsverðan tíma í Þýskalandi og voru það Þjóðverjar sem gerðu hann út af örkinni til að koma Rússum út úr stríðinu.
Þeim fer fækkandi sem eiga góðar stundir undir stjórn Jóhönnu og Steingríms. Ég átta mig hins vegar á því tjóni sem þau tvö og meðreiðarsveinar þeirra eru að vinna á okkar þjóðfélagi. Hvenær ætli þú áttir þig á þeim skaða sem þau tvö eru að valda landinu og hafa reynt ítrekað (Icesave)?
Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.