Næsta tilefni til sundrungar

Sagt hefur það veri að varla sé til í gjörvallri heimsbyggðinni jafnsundruð þjóð og við Íslendingar. Í stað þess að sýna skynsemi og temja okkur að vera meira jafnlyndari, þá er rokið upp til handa og fóta að finna nýja möguleika til að koma einhverju nýju að til að hægst sé að þrasa um.

Nú virðast ýmsir vilja skríða fyrir öðrum þjóðum eins og Bandaríkjunum og Kínverjum. Menn leggja jafnvel á sig mikla fyrirhöfn að biðja þá um að vera svo væna að koma með sitt hafurtask hingað með nokkra dollara í vasanum til fjárfestinga. Má því þykja kynlegt að þeir sláist ekki í hóp þrasara og biðja um bandaríska dali eða kínverskan juan.

Þetta Icesave mál gekk alveg fram af mér sem mörgum. Í stað þess að leysa þann hnút var lagt af stað með endalausa þvælu þar sem aðalatriði þess máls voru þögguð vegna þess að grafa átti sem hraðast undan ríkisstjórninni. Þar hljóp jafnvel forsetinn á sig og vildi heldur ekki sjá hlutina í ísköldu ljósi. Það er nefnilega svo, að nægir fjármunir eru til fyrir Icesave vitleysunni, ekki á Íslandi né vösum landsmanna, heldur Englandsbanka þar sem eignir fallna Landsbankans var stýrt með bresku hryðjuverkalögunum. Þetta fé er aðallega afborganir og vextir þeirra útistandandi lána sem útibú Landsbankans veittu á Bretlandi en fjármögnuðu fyrst með lánsfé á lágum vöxtum en síðar innistæðum kenndum við Icesave. Þessi reikningur er frystur en eyrnamerktur Landsbanka en ber ENGA vexti! Að skoða þetta mál í raunsæju ljósi hentaði ekki þrasgjörnum löndum okkar. Það þurfti að æsa þjóðina upp gegn sjálfri sér svo hefja mætti þrasið upp í æðra veldi.

Forsetinn tók sér meira að segja alræðisvald í þessu máli, jafnvel þó svo 70% meirhluti þingsins var kominn að þeirri niðurstöðu að Icesave málið væri hagkvæmast leyst með frjálsum samningum. Með þessari umdeildu ákvörðun sinni, vék forseti tveim meginstoðum ríkisvaldsins til hliðar af þrem: framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Sennilega á dómsvaldið eftir að taka afstöðu til þessa eldfima máls síðar.

Valdið er eitt viðkvæmasta tæki til að stjórna með valdi land og lýð. Það má misnota eins og við horfum upp á í einræðislöndum þar sem þrásetnir valdaglaðir menn vilja þrásitja. 

Góðar raunsæjis stundir!


mbl.is Segir sænsku krónuna vænlegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband