9.3.2012 | 17:56
Man einhver eftir Letigarðinum?
Sú var tíðin að tukthúsið að Litla Hrauni var nefnt Vinnuheimilið á Litla Hrauni. Margir nefndu það Letigarðinn enda kom það fyrir að fátæklingar á Kreppuárunum stælu einhverju smáræði í þeirri von að komast í frítt fæði og húsnæði þar eystra. Fyrsti forstöðumaðurinn, Sigurður Heiðdal, ritaði forvitnilega bók: Örlög á Lítla-Hrauni þar sem komið er inn á margt spaugilegt en einnig margt ákaflega dapurlegt.
Nú er ljóst, að fangar í afplánun eru margir hverjir mjög illa farnir af ýmsum ástæðum. Áður var það brennivínið en nú er langvarandi misnotkun eiturlyfja meginástæða þess að þeir eru kannski ekki nógu burðugir og hraustir, andlega sem líkamlega.
Frummarkmið refsivistar er að betra þann sem er í afplánun. Fangelsið, áður nefnt betrunarhús á að vera staður þar sem viðkomandi á að læra að feta sig áfram vandrataða veginn til góðs sem því miður gerist allt of sjaldan. Innan fangelsisins eru yfirleitt vondar fyrirmyndir, og þarna er talað um að sé einhver versta gróðrarstía ómenningar og mannfyrirlitningar þar sem fangar koma yfirleitt aftur í samfélagið jafn illa staddir andlega sem siðferðislega og þeir voru sendir þangað.
Þeir sem hafa fengið fangelsisdóm hafa valdið öðrum misjafnlega mikinn miska og tjón. Sumir eru verstu mannfýlur meðan aðrir iðrast og vilja sýna í verki að þeim hefur orðið á í messunni og vilja bæta sig. Þetta eru fyrirmyndarfangarnir sem vonandi aldrei aftur lenda aftur í þeirri aðstöðu að valda öðrum tjóni og miska.
Nú eru margir fangar vinnufærir og spurning er hvernig samfélagið geti notið einhvers góðs af vinnu þeirra. Verkefnin eru nánast óþrjótandi: Í DV í dag er m.a. fjallað um gríðarlega mengun í Heiðarfjalli þar sem var radarstöð bandaríska hersins en allt var skilið eftir í verstu óreiðu. Þarna væri verk að vinna: hreinsun og að bæta landið. Þarna mætti dreifa skít og gróðursetja tré, helst af nógu harðgerðu kvæmi að þau hafi möguleika á að gera það gagn sem til væri ætlast.
Á Reyðarfirði eru vinnubúðir frá byggingu álbræðslunnar þar eystra. Þessar vinnubúðir mætti flytja að Heiðarfjalli til nota fyrir fangavinnu. Þarna er það afskekkt að engum heilvita manni dytti í hug að reyna strok. Vinnu fanganna mætti reikna þeim til tekna sem færu til greiðslu þess kostnaðar og að einhverju leyti bóta fyrir þann skaða sem þeir hafa veitt öðrum. Þarna gæfi þeim tækifæri að sýna í verki að gera samfélaginu meira gagn en ógagn.
Víða um land mætti auk þess bæta land. Við búum í erfiðu landi þar sem vindar og vond veður hafa mikil áhrif á daglegt líf.
Á ýmsum stöðum er varasamt að fara um vegna storma. Nægir að nefna undir Hafnarfjalli í Melasveit, á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem vindsveipur veldur oft tjóni. Við þurfum að hefja samgönguskógrækt til að bæta úr. Fangavinna við undirbúning væri kjörin. Víða er góð nálægð við landbúnað þar sem sækja mætti húsdýraáburð. Grafa þyrfi tæpan metra, setja gott lag af skít og þekja yfir t.d. 20-25 cm. Eftir 2-3 ár eru þessi svæði tilbúin til útplöntunar og í þessum beltum vex skógur til skjóls og prýðis auk þess mikla öryggis sem af skóginum verður eftir því sem hann vex og dafnar.
Legg eg til að þegar Pólverjarnir verði væntanlega sendir í afplánun, sé þeim gert sem öðrum kostur á að vinna störf sem þessi. Sama má segja um þá sem verða ákærðir og taldir sekir vegna bankahrunsins.
Góðar stundir!
Verða framseldir til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.