8.3.2012 | 16:46
Lykilatriði
Þegar stjórnendur Landsbankans sjá fram á þrot, bresk yfirvöld vilja leggja íslenskum stjórnvöldum lið að draga saman bankakerfið, þá virðist þáverndi ríkisstjórn hunsa allt slíkt. Af hverju var ekki tækifærið gripið og starfsemi Landsbankans vegna Icesave komið í dótturfyrirtæki undir eftirliti breska fjármálaeftirlitisins?
Geir og félagar velja hins vegar þann kost að gefa breskum yfirvöldum loðin svör. Hvernig má reikna með að viðbrögð Breta verða? Þeir átta sig á því að íslenska ríkisstjórnin ætli ekkert að gera og þá hafi undirbúningur Breta að tryggja hagsmuni sína hafist. Þeir grípa tækifærið þegar Geir setur neyðarlögin og allt fór fjandans til.
Nauðsynlegt er að fá sem vitni Breta þá sem höfðu með þessi mál að gera. Hvaða augum þeir litu á þessi mál en svo virðist eins og okkar lið hafi hagað sér eins og börn.
Landsbankinn bað um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það versta er samt að hluti innbyggjara hérna er stoltur af framferði Íslands. Að einmitt svona hafi þeir átta að haga sér. Plata og svíkja vonda útlendinga sitt á hvað.
En elmennt séð er ég sammála ábendingu þinni Framferði stjórnvalda virkar sem yfirmáta barnalegt og lýsir, að mínu mati, jafnframt skilningsleysi á eðli og tilgangi ríkisvalds í siðmentuðum ríkjum.
Ennfremur er svo að skilja stundum á frásögn manna, að Ísland hafi ætlað að kúga eða þvinga Breta til að redda þessum útibúamálum fyrir sig. Að planið var þá að Bretar mundu líta svo á, að betra væri fyrir þá að bjarga þessu fyrir íslendingana heldur en að allt færi að lokum í hönk. þ.e.a.s. að ef þetta færi bara fram af bjargbrúninni mundu því fylgja einhverjar afleiður eða keðjuverkun til skaða fyrir Breta og jafnvel fleiri - og Bretar mundu því á síðustu stundu bjarga málum. það er engu líkara en þetta hafi í raun verið svoldið planið hjá íslandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2012 kl. 17:24
Guðjón, hvernig máttu íslensk stjórnvöld skipta sér af einkafyrirtæki erlendis? Bretarnir höfðu áhyggjur af framferði Landsbankans en hann var í þeirra lögsögu og starfaði að heimild breskra og þeir hefðu sjálfir - og einir - getað gert eitthvað í málinu.
Sem mér skilst reyndar að þeir hafi gert bak við tjöldin á síðustu metrunum því margir Icesave kúnnar Landsbankans hafi fært innstæðurnar til írsku bankanna sem buðu jafngóða eða betri ávöxtun en Landsbankinn.
Og við vitum hver borgar þann brúsa!
Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 18:27
Satt best að segja hefi eg ekkert vit á bankamálum og er því ekki dómbær á neitt sem bankastarfsemi tengist. Hins vegar tel eg að allir bankar og öll bankastarfsemi verður að lúta lögum þess lands þar sem hún er stunduð. Þess vegna höfðu Bretar, Hollendingar eða hver sú þjóð þar sem bankaútibú var rekið frá íslenska bankanum lögsögu um þessi mál. Mér finnst því allt að því barnalegt þegar menn sem voru forsvarsmenn íslensku þjóðarinnar hafi gefið „loðnar“ yfirlýsingingar. Það kann að virka „töff“ gagnvart klappliðinu innlenda en það hefur farið illa í þá sem lásu þessar léttlyndu yfirlýsingar. Því er mjög mikilvægt að fá á hreint hvaða skilaboð fóru þarna á milli og hvaða augum Bretar litu á þessi viðbrögð íslenskra stjórnvalda.
Í Bretlandi eru viðskipti og samskipti tekin mjög alvarlega. Þar á enginn að komasti upp með eitthvert kæruleysi hvað þá í Þýskalandi þar sem ætlast er að menn fremur þegi en láta frá sér einhverja vitleysu.
Mjög líklegt er að þarna hafi illilega komið okkur í koll vanþekking á viðhorfum og venjum viðkomandi aðila sem hafa vilja hafa þessa hluti í góðu lagi.
Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 21:32
Guðjón, af hverju ætli bretarnir hafi leitað eftir "loðnum" yfirlýsingum frá íslenskum stjórnvöldum. Vegna þess að þeim hafi skilist að þeim íslensku mætti, í fáfræði sinni, telja trú um að ábyrgðin væri þeirra ef illa færi?
Og okkar fulltrúar, uppblásnir af vegsemd útrásarliðsins, litu aldrei í eigin barm til þess að meta eigin þekkingu og verðleika.
Þú hefur rétt fyrir þér; vanþekking og trúgirni þeirra hefur heldur betur komið okkur í koll.
Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 22:31
Bretar létu ekki íslensk yfirvöld blekkja sig með loðnum yfirlýsingum. Þeir urðu enn tortryggnari og hugsuðu um það eitt að tryggja sem best hagsmuni sína. Með beitingu hryðjuverkalaganna frystu þeir allar eigur bankanna og færðu á sérstakan reikning í vörslum Englandsbanka. Þar voru afborganir og vextir af útistandandi lánum sem enn eru að streyma inn enda voru útistandandi skuldir Landsbankans umtalsverðar. Icesave samningarnir gengu út á það að losa um þetta fé sem yrði notað til uppgjörs á Icesave reikningunum.
Andstæðingar Icesave samninganna vildu ALDREI minnast á þetta heldur völdu að grípa til fullyrðinga um að við ÆTTUM að borga sjálf þessar skuldir!
Því miðiur er enn verið að róa á þessum blekkingavef. Hvenær rennur upp fyrir þjóiðinni að hún hafi verið freklega blekkt með tilfinningaríkum áróðri verður spennandi. En tilgangurinn var augljós: það átti að beita öllum tiltækum ráðum að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu. Meðulin skiptu engu máli. Tilgangurinn var augljós og forsetinn gegndi gríðarlegu veigamiklu hlutverki í þessu. Og nú ætlar hann að bjóða sig enn fram! Þurfum við á svona forseta að halda?
Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2012 kl. 10:27
Guðjón, ég er nú þeirrar skoðunar að uppgjör einkabankanna sé best komið eins og er; í höndum skiptastjórnar gjaldþrotabúanna. Sú er venjan hér á landi.
Þessir aurar Landsbankans þarna úti verða - eða ættu að verða, til ráðstöfunar við uppgjör þrotabúsins. Því hefur margoft verið lýst yfir að þrotabúið muni greiða Icesave að fullu. Varla áttu við að breskir ætli einnig að hirða þá fjármuni?
Einnig var gullforði íslenska ríkisins (sem er algjörlega óviðkomandi einkabönkunum) frystur af bretum með hryðjuverkalögunum. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann endurheimtist.
Kolbrún Hilmars, 9.3.2012 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.