Landsdómsmálið

Eitt erfiðasta mál íslenskrar stjórnsýslu er hafið: rannsókn í Landsdómi vegna meintra brota Geirs Haarde fyrrum forsætisráðherra. Greinilegt er að í þessu máli er kappkostað að vanda sem mest til þessa máls og sýnir í hvaða farveg þetta mál er. Þeir sem koma fyrir Landsdóm svara eftir bestu vitund, eru þaulspurðir af saksóknara, verjanda og dómendum. Vel ígrundaðar spurningar eru lagðar fyrir ákærða og vitni á mjög faglegan hátt. Allir sýna stillingu og allt fer fram eins og best má vera. Athygli mína vekur að ekki fer mikið fyrir tilfinningum heldur eru spurningar lagðar fram mjög faglega og sarað með hliðsjón af því.

Ljóst er, að þetta mál fyrir Landsdómi er einsdæmi í sögu landsins.  Sagnfræðingar telja þetta mál fyrir Landsdómi hafa mjög mikla þýðingu enda koma þar fram nánari upplýsingar, skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis til fyllingar, staðfestingar og áréttingar.

Í þessu máli reynir á lögfræðilegt fyrirbæri: hvað myndi „bonus pater familias“ eða hinn góði heimilisfaðir hafa gert í sporum Geirs? Nú er hann ákærður fyrir aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Hvaða möguleika hafði hann til að koma í veg fyrir kollsteypunja og afstýra þar með bankahruninu?

Nú hefur komið fram að Bretum voru gefin loðin svör og þeim sendar „loðnar“ yfirlýsingar þegar þeir vildu veita aðstoð sína að draga úr umsvifum bankanna. Fram að þessu höfum við einungis vitnisburði Geirs sjálfs og lykilvitna eins og Davíðs Oddssonar.

Spurning er hvort kalla þurfi fulltrúa breskra yfirvalda fyrir Landsdóm? Einhvern veginn finnst mér að framboðinni aðstoð þeirra hafi verið hafnað, rétt eins og þegar skipsstjóri nauðstadds skips er í nauðum neitar aðstoð af því að það kostar. Oft er kallað til aðstoðar þegar það er orðið of seint.  

Niðurstaða þessa máls verður ábyggilega mjög mikilvægt í íslenskum dómapraxís og skiptir mestu hvernig dómjurinn verður rökstuddur.

Góðar stundir.


mbl.is Embættismenn vitna í Landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband