Hefur hluti þjóðar fylgt í blindni?

„Blindur leiðir blindan“ segir gamalt orðatiltæki og er það ágætt eins langt og það nær. Hins vegar er afar slæmt þegar blindur maður á raunveraleikann dregur hluta þjóðar sinnar áfram í blekkingum.

Ákvörðun forseta um að skjóta Icesave tvívegis í þjóðaratkvæði var ekki byggt á hyggindum né réttu mati á raunverulegri stöðu mála. Ákvörðunin var byggð meira á tilfinningalegum rökum fremur en ískaldri raunsæi.

Að ákveða að sitja sem fastast bendir til að Ólafur Ragnar hafi gaman af valdinu. Hann er sennilega einn fremsti fræðimaðurinn í valdinu, hvernig það þróaðist og hvaða möguleikar það hefur fyrir þá sem það hafa.

Hæsti punktur á ferli Ólafsr Ragnars er að baki. Erfitt kann að vera fyrir hann að taka ákvarðanir í samræmi við það sem á undan er gengið. Hyggst hann halda áfram að leiða stjórnarandstöðuna gegn meirihluta þingsins? Eða hyggst hann sitja á strák sínum þegar kemur til erfiðra mála?

Hyggllegra hefði verið að hætta leik þegar hann stendur sem hæst.

Góðar stundir!


mbl.is Forsetinn: Þjóðin hefur fylgt mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Guðjón er það ekki "Haltur leiðir blindan" það hefi ég bara heyrt !!!!!7Kveðja

Haraldur Haraldsson, 4.3.2012 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jú þú hefur rétt fyrir þér enda þetta orðatiltæki eldra og rótgrónara. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að tveir blindir rati saman og leiði hvorn annan. Spurning hvort þeir sjái allar hindranir og geri sér grein fyrir öllum hættum, það er auðvitað spurningin. Og þegar tveir siðblindir aðilar taka sig saman, er þá von á góðu?

Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband