2.3.2012 | 15:29
Málaflækjur og mannréttindi
Ljóst er að Baldur naut mun betri aðstöðu til upplýsinga en venjulegir fjárfestar sem ráðuneytisstjóri. Hann er í innsta hring þeirrar klíku sem stýrði landinu skömmu fyrir bankahrunið, valdaklíkunnar sem gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir kollsteypuna miklu. Eftir leynifund Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum í febrúar 2008 var ekkert aðhafst til að bjarga því sem bjargað var í almanna þágu. hins vegar kepptust þeir sem höfðu aðgang að upplýsingum að koma eignum sínum í skjól.
Einn þessara aðila er Baldur Guðlaugsson sem seldi hlutabréf sín í Landsbankanum um miðjan september 2008. Honum hefur væntanlega verið fullljóst að bréfin yrðu honum einskis virði. En hvaða upplýsingar hafði sá sem keypti hlutabréfin af Baldri hafa um raunverulega stöðu mála? Hefði verið líklegt að einhver hefði keypt fyrir um 200 milljónir hlutabréf sem yrðu einskis virði nokkrum dögum síuðar? Var það kannski lífeyrissjóður sem var kaupandinn en lífeyrissjóðir töpuðu sem alkunna er gríðarlegu fé í hruninu.
Vel kann það að vera að unnt sé að flækja mál með ýmsu móti. En staðreyndin er fullkomlega ljós: Innherjaviðskipti fóru fram í þessu máli. Það verður væntanlega vandræðalegur málflutningur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að fara fram á að maður sem beitt hefur klókindum í viðskiptum, hafi betri og meiri rétt en aðrir.
Það er skömm af þessu og lýsir vel hugarfari þeirra sem ábyrgð eiga að bera á hruninu. Engin iðrun, engin yfirbót, engin samúð með þeim sem töpuðu sínu sparifé í hruninu.
Auðvitað hefði verið karlmannlegt af Baldri að sætta sig við orðinn hlut og taka út dóm sinn.
Kærir til Mannréttindadómstóls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessari greiningu þinni Guðjón.
hilmar jónsson, 2.3.2012 kl. 15:34
Er kallinn genginn af göflunum. Fyrir svona borðleggjandi innherjaviðskipti hefði Baldur fengið allt í 10 ár í flestum ríkjum Evrópu og allt í 20 ár í US. Hann má prísa sig sælan fyrir aðeins 2 ár.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 15:41
Baldur ræfillinn og lögfræðingar hans eru löngu hættir að halda því fram að hann sé saklaus af innherjaviðskiptum. Með málflutningi sínum hafa þeir eiginlega viðurkennt afbrot Baldurs, enda komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu. Og nú skal reyna að fara tæknilega kringum anda laganna. En það argument sem er efst í kollinum á þessum gaurum er eftirfarandi:
Baldur er innvígður og innmúraður Sjalli og því ofar lögunum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 16:22
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóllinn vísi þessu máli frá enda ekki ljóst hvernig unnt sé að breyta nokkru þó svo „hálmstráið“ í vörninni hafi verið brett sjónarmið: fyrst var ákveðið að falla frá kæru, en hins vegar málið tekið upp að nýju.
Ekki hefur komið fram hvers vegna ákveðið var að fella niður málið en líklegt er, að saksóknari hafi talið mörg önnur mál vera þarfari að rannsaka. Hins vegar voru allar upplýsingar borðleggjandi og því tiltölulega auðvelt að færa fullkomnar sannanir fyrir broti Baldurs.
Varðandi seinni aths. þína Haukur þá finnst mér að við eigum að spara stóru orðin. Auðvitað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gríðarleg ítök í íslensku samfélagi og þau ekki öll góð. En eigum við ekki að sýna hófsemi í orðavali?
Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2012 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.