Hvers konar hugrekki?

Allt þrasið um Icesave var meira og minna leiksýning, leiksýning til þess gerð að slá ríkisstjórnina út af laginu. Þegar við fyrra samkomulagið var ljóst að eignir þrotabúsins voru vanmetnar og við seinna samkomulagið var fullljóst að eignir yrðu nægar til að fullljúka skuldum.

Þessar staðreyndir hentuðu ekki bóndanum á Bessastöðum. Hann vildi ásamt fjölda andstæðinga ríkisstjórnarinnar grafa undan ríkisstjórninni. Lagt var upp í herferð sem einkenndist af mjög hæpnum og vafasömum áróðri að ríkisstjórnin væri að svíkja þjóðina og fara með allt til andskotans!

Ólafur Ragnar varði doktorsritgerð sína við háskólann í Manchester á Englandi. Hún fjallar um valdið á Íslandi, hvernig framkvæmdavaldið þróaðist og hvernig Reykjavík verður miðstöð valdsins á Íslandi.

Ljóst er að framkvæmdavaldið var alltaf sterkara en dómsvaldið og löggjafarvaldið. Þangað kemur að hruninu. Allt í einu dregur úr umsvifum framkvæmdavaldsins og þá er það sem Ólafur Ragnar vilji snúast á sveif með fjölmiðlavaldinu og veita ráðþrota stjórnarandstöðunni nokkurt liðsinni. Þar með er hann að breyta ímynd forsetaembættisins sem alltaf hefur verið álitið vera hafið yfir pólitískt þras á Íslandi. Nú er Ólafur Ragnar allt í einu orðinn jafnvel valdameiri en húsráðendur Stjórnarráðsins, alla vega í ýmsum veigamiklum málum. Honum hefur tekist sem enginn forvera hans að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og er það áhugaverð staðreynd í ljósi sögunnar. Allt í einu er forsetinn sem ætíð hefur verið nánast valdalaus, tekið fram fyrir hendurnar á meirihluta Alþingis og framkvæmdavaldinu.

Það er því áleitin spurning hugrekki hvers er um að ræða?

Hefði Icesave verið afgreitt á sínum tíma, hefði það mál þegar verið leyst. Nú fer það sína leið gegnum dómstóla þar sem Bretar og Hollendingar munu að öllum líkindum gera ítarlegustu kröfur til að fá sem mest fyrir sinn snúð. Sú leið kemur að öllum líkindum til að verða mun dýrari en samningaleiðin.

Mörgum finnst þessi mál vera skýrt dæmi um hvernig menn geta látið tilfinningar og hroka draga sig á tálar og neita að horfast í augu við augljósar staðreyndir.

Í mínum augum er Ólafur Ragnar nokkuð þröngsýnn og skammsýnn maður sem hefur fallið í þá gryfju að vilja leika sér að valdinu.

Góðar stundir!


mbl.is Íslendingar sýndu hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tek undir þetta.

þessi svikabrigsl eru eitthvað það lákúrulegasta og aumingjalegasta sem nokkur hefur komið fram með í pólitík. þessi áróður og vitleysishjal hefur grafið gífurlega undan Íslandi og veikt land og þar með þjóð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2012 kl. 14:26

2 identicon

OMG! Þú blogghöfundur ert lifandi sönnun þess að endalaust er hægt að loka augunum fyrir því að aðrir en maður sjálfur hafi haft á réttu að standa og að sumir geta hreinlega ekki viðurkennt mistök sín. Gott er að muna að það að viðurkenna mistök sín færir hvern mann nær því að læra af þeim og þá eru minni líkur á að sá hinn sami geri sömu mistökin aftur. Það hlýtur alltaf að vera gott að geta lært af mistökum sínum.

assa (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 16:33

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Já 60% af landanum eru þröngsýnir og skammsýnir líka samkvæmt því sem þú segir (það var kosið manstu).

Og ég verð að taka undir þetta með þér, ef þetta væri ekki rétt hjá þér hefði sitjandi ríkisstjórn aldrei fengið meirihluta.

Teitur Haraldsson, 27.2.2012 kl. 19:28

4 identicon

Sæll.

Mér finnst varla heil brú í þínum málflutningi. Hér er ástandið hreinasta paradís miðað við það sem væri ef við hefðum samtþykkt Icesave. Við erum nú fjórða skuldugasta þjóð heims en Icesave hefði einfaldlega sökkt okkur í kaf.

Hvers vegna á almenningur að bera ábyrgð á starfsemi einkafyrirtækis? Icesave deilan snerist í raun um það. Ef við eigum að redda þessum banka ættum við þá ekki allt eins að redda öðrum fyrirtækjum sem fara á hausinn ef við ætlum okkur að vera sjálfum okkur samkvæm?

Helgi (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:13

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til glöggvunar:

Þegar einhver stofnar til skuldar, þá standa eignir viðkomandi til fullnustu þeirra. Gildir einu hvort um einstakling eða fyrirtæki sé að ræða. Þannig standa innistæður og eignir þrotabús gamla Landsbankans fyrir skuldunum og í ljós hefur komið að eignir eru umfram skuldir.

Það er því með öllu óskiljanlegt að einhverjum detti það gagnstæða í hug og mjög mikil skammsýni að ætla að Icesave skuldin sé á vegum skattborgara.

Hins vegar töldu fagmenn, þ. á m. þorri lögfræðinga, viðskiptafræðinga og meira að segja meirihluti Alþingis að hagstæðara væri að ljúka þessu máli með samningum en að eiga á hættu að fá á sig óhagstæðri dóm.

Þess vegna leyfi eg mér að vísa gagnkvæmum sjónarmiðum til föðurhúsanna enda standast þau ekki.

Því miður tók Ólafur Ragnar sína umdeildu ákvörðun meira á tilfinningalegum rökum fremur en ískaldri skynsemi. Og hann virðist hafa nánast „heilaþvegið“ allt of marga. Var hann að gangast fyrir að afla sér aukinna vinsælda? Var hann að grafa undan ríkisstjórninni og koma reikulli og ráðvilltri stjórnarandstöðu til aðstoðar?

Eg vil benda fólki á þá hættu sem fellst í lýðskrumi. Sjónarmið ÓRG jaðrar við það fyrirbæri.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2012 kl. 23:01

6 Smámynd: Landfari

Hvernig í veröldinni getur maður með BA í bókasafns og upplýsingafræði verið svona illa upplýstur um mál sem hafa tvisvar farið í þjóðaratkvæaðgreislu. Kynntirðu þér virkilega ekkert hvað Icesave samningarnir snerist um áður en þú greiddir atkvæði.

Eða hlýddir þú kanski Jóhönnu í blindni og greiddir ekkert atkvæði?

Eða er kennslan í Háskóla Íslands bara almennt komin á svona lágt plan í öllum greinum? Ekki bara viðskiptafræðinni og hagfræðinni samanber þessa hámenntuðu menn sem stjórnuðu bönkunum og "kúpu norðursins"

Landfari, 27.2.2012 kl. 23:02

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Landfari: Hvaða huldumaður ert þú sem leyfir þér að setja fram móðgandi ummæli undir dulnefni?

Það voru skussar sem stjórnuðu bönkunum sem höfðu kannski meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Englandi en að reka bankafyrirtæki. Allir voru þeir meira og minna að hygla sér og sínum. En þeim yfirsást að koma eignunum í vörslum annarra banka á Bretlandi undan. Þar komu kannski aðgerðir ríkisstjórnar George Brown okkur að gagni þar sem allt var fryst. Þessar innistæður hafa reynst drýgri en Icesaveskuldirnar og það er því tómt mál að snúa út úr þessu.

Gagnrýni þín Landvari er hvorki málefnaleg né styðst við rök. Hún byggist á óvönduðum sleggjudómum sem hæfir fyrst og fremst óhefluðum götustrákum.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2012 kl. 23:12

8 identicon

Guðjón, ef þú veifar þessu rugli þínu, er mjög eðlilegt að fólk geri athugasemdir við aðra faglega nálgun hjá þér.

Hvað hefur þú fyrir þér að meirihluti lögfræðinga og viðskiptafræðinga hafi talið eitt umfram annað?

Mikill meirihluti lögfræðinga, veit ekki um viðskiptafræðinga, þekkir gjaldþrotalög, þau gjaldþrotalög sem eiga við um skipti á LÍ, og vita að vextir á kröfum teljast ekki til forgangskrafna. Þeir vita líka að innistæðutryggingasjóður nýtur ekki ríkisábyrgðar, enda um tryggingar á einkabanka að ræða, og skv. íslenskri stjórnarskrá er óheimild að ríkið gangist í ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki, nema með samþykki Alþingis. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir. Þess utan er slík ríkisábyrgð á bankastarfsemi óheimil skv. tilskipunum ESB, þar sem ábyrgð er ígildi ríkisaðstoðar, og til þess fallin að skekkja samkeppnisstöðu.

Þá má benda á einfalda staðreynd, ekkert, nákvæmlega ekki neitt af heimsendaspám um afleiðingar Icesave neitunar þjóðarinnar hafa ræst. Sú staðreynd að nákvæmlega ekkert hafi gerst, sýnir umfram allt annað, að þetta kjaftæði þitt á ekki við nein rök að styðjast. En stekasta vísbendingin, sem þú ættir að hafa náð, án þess að þér sé bent á það á þínu eigin bloggi, er að Bretar og Hollendingar hafa EKKI farið í mál við Ísland. Sú málshöfðum er grundvöllur þess að fá dæmdar skaðabætur. Þetta vita líka allir lögfræðingar, og sennilega flestir viðskiptafræðingar. Kemur ekkert á óvart að meirihlutinn á Alþingi skilji það ekki, enda þekktur fyrir það að setja í sífellu lög sem brjóta stjórnarskrá Íslands.

Nú, til þess að ég þurfi ekki að svara þér aftur, enda leiðingjarnt að benda ykkur Icesave/ESB aðdáendum á staðreyndir, þá ætla ég að taka það fram að niðurstaða EFTA dómstólasins hefur ekki í för með sér neinar skuldbindingar í för með sér, aðrar en þær, að ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ef kröfur ESB, Breta og Hollendinga séu rétthærri stjórnarskránni, ber Alþingi að fella á brott samninginn um EES, enda gengur hann þá í berghögg við stjórnarskrá Íslands.

Eftir sem áður, yrðu Bretar og Hollendingar að fara í skaðabótamál fyrir íslenskum dómstólum, og það yrði ekki ferð til fjár, þar sem bæði gjaldþrotalög og stjórnarskrá eru ákaflega skýr varðandi öll "ágreiningsmálin".

Og svona í þeiðinni, þar sem þú hefur nákvæmlega engan skilning á stjórnskipun Íslands, eða stjórnarskrá, þá hefur Ólafur Ragnar hvergi tekið völdin af Jóhönnu og co. Rétt er að hann fól þjóðinni það að kjósa um málið, með þeim rétti sem kveðið er á um í stjórnarskrá. Sagan segir okkur að sú ákvörðun var rétt. Ef það þýðir að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar, að leyfa meirihlutanum að ráða, þá vona ég að þjóðin beri til þess gæfu að hafa ávallt forseta sem það gerir.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 11:43

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Icesave er ekki skuld heldur deila. Deilan er um hvort um skuld sé að ræða.

Það er fjarstæða að í upphafi deilunnar, eða við seinna samkomulagið, hafi legið fyrir hvert væri raunvirði eigna þrotabúsins.

Orsök andstöðunnar var að almenningur treysti ekki ríkisstjórninni til að fara með málið.

Allt þetta hlýtur að vera hverjum bærilega skynugum og heiðarlegum manni ljóst.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2012 kl. 17:02

10 Smámynd: Landfari

Til þess að þú getir Guðjón glöggvað þig á bullinu í þér vil ég benda þér á eftirfarandi:

Þú segir:

"Þannig standa innistæður og eignir þrotabús gamla Landsbankans fyrir skuldunum og í ljós hefur komið að eignir eru umfram skuldir."

Þetta er nú svo lagt frá lagi að það er með ólíkindum að háskólamenntaður maður skuli halda slíku fram. Ef svo væri hefði Landsbankinn ekkert farið á hausinn. Menn fara á hausinn þegar menn eiga ekki fyrir og geta ekki greitt skuldir sínar.

Neyðarlög Geirs Haarde gerðu innistæður að forgangskröfum í þrotabúið. Það gerði Icesave kröfurnar að forgangskröfum sem þær hefðu annars ekki verið. Það stefnir í að eignir þrotabúsins dugi fyrir forgangskröfum en það er langur vegur frá að þær dugi fyrir almennum kröfum. Það eru bara einhver örfá prósent sem þær ná upp í þær ef þær ná einhverju.

Icesave samningurinn gerði ráð fyrir að við greiddum fulla vexti (okurvexti samkv. Icesave I) af allri innistæðunni þar til hún yri greidd og að mig minnir ár aftur í tímann líka. Þessar vaxtagreiðslur námu í heildina tugum ef ekki hundrað milljörðum, allt eftir því hvenær tekst að ljúka geislum úr þrotabúinu. Það er ekki búið enn, bara að greiða 1 áfanga að ég held. Þessir milljarðar hefðu komið beint úr vasa skattgreiðenda á Íslandi og aldrei fengist greiddir úr þrotabúinu.  Til þess að svo mætti verða hefði fyrst þurft að greiða allar almennar kröfur því vextir eru aldrei greiddir af þrotabúum á kröfur í búið.

Icesave samningurinn hans Svavars gerði líka ráð fyrir að við greidum fleiri hundruð milljóna ef ekki miljarða kostnað Breta af þessu máli öllu. Við áttum að greiða allan þeirra lögfræðikostnað og kostnað við þeirra samninganefndir og allan þeirra útlagað kostnað. Það eru líka upphæðir sem skattgreiðendur hér á landi hefðu þurft a greiða og hefðu aldrei fengið til baka, jafnvel þótt landsbankinn hefði getað greitt allar sínar skuldir því þetta eru bara alls ekki skuldir Landsbankans heldur bara gjöf frá íslenska ríkinu til þess breska.

Ég held að þú gerir þér enga grein fyrir hvað þetta eru háar upphæðir sem okkur var ætlað að greiða, sérstakelga samkvæmt Icesace I sem þú vildir ólmur að við greiddum.  Nýi landsspítalinn er bara skiptimynt miðað við þessar greiðslur sem við áttum að greiða og hefðu aldrei fengið krónu í til baka. Auk þess sme okkur var ætlað að ábyrgjast allt það sem uppá vantaði að þrotabúið gæti greitt höfuðstólinn sem þá var algerlega óljost um hvort yrði.

Ekki veit ég af hverju þér er svoan í nöp við Ólaf Ragnar fyrir það eitt að leifa þjóðinni að ráða sínum ráðum þegar vilji alingis gekk svo greinilega í berhögg við vilja almennings. Það var jú almenningi sem var ætlað að greiða þessar klyfjar sem þingið vildi setja á okkur. Ekki ætluð alþingimenn að taka þetta neitt sérstaklega á sig.

Þú verður bara að viðurkenna að þú varst algerlega heilaþveginn af Steigrími J. Það var ekki að ástæðulaus sem hann vildi að þingið samþykkti þennan samning óséðan því hann vissi sem var að það myndi enginn heilvita maður ganaga að þessum "díl" nema eitthvað annað héngi á spítunni sem félli óvart í viðkomandi eigin vasa.

Og svona þér til fekari uppýsingar um annað óskylt mál þá er ég ekki maðurinn hennar huldu. Ég á bara mitt nafn eins og hver annar og hef það fyrir mig og aðra þá sem kunna að lesa. 

Landfari, 28.2.2012 kl. 22:20

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hilmar: Mjög margir lögfræðingar tjáðu sig um málið og er rétt hjá þér að lesa þær forsendur sem þeir töldu að væru haldbærar. Bankarekstri fylgja réttindi og skyldur, þ. á m. að innistæðueigendur gætu treyst viðkomandi banka. Því standa eignir bankans fyrir skuldum svo lengi sem þær duga. Bretar og Hollendingar fara fremur í endurheimtumál en ekki skaðabótamál. Íslenska ríkið hefur tæplega bakað sér skáðabótaábyrgð eða finnst þér það?

Þorsteinn: Er þessi deila ekki fremur della?

Til Landfara: Mér finnst þú sýna mikið hugleysi að þora ekki að skrifa undir þínu rétta nafni.Þér finnst sjálfsagt að bera þungar ávirðingar á samborgara þína, jafnvel þá sem hafa verið að taka til eftir frjálshyggjupartíið og skildu allt eftir í verstu óreiðu.

Mér finnst ríkisstjórnin hafa yfirleitt staðið sig vel en stjórnarandstaðan gerir allt til þess að grafa undan og dregur lappirnar við að koma skikki á allt svínaríið.

Af þessum ástæðum leyfi eg mér að líta á allar vafasamar fullyrðingar þínar sem órökstuddan þvætting.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.2.2012 kl. 08:22

12 Smámynd: Landfari

Hver er það nú sem er að neita staðreyndum. Þú værir maður að meiri Guðjón ef þú viðrukenndir bara mitök þín og misskilning. Ef það er eina afsökun þín til að geta neitað staðreyndum að þú sérð ekki nafn mitt á þini bloggsíðu þá er þér bara ekki við bjargandi. Mér finnst nefnilega ekkert að því að hafa mitt nafn á minni síðu og þitt nafn á þinni síðu.

Þótt þú sért með háskólagráðu og gumir af henni hér (þót það geti miðað við skrif þín hér verið bæði háskólanum og sjálfum þér til háðungar) gætirðu lært af Jóni Hrak sem var nú ekki hátt skrifaður í þjófélaginu á sínum tíma. En hann hugði sannleik ei hóti betri, hafðan eftir Sankti Pétir, heldur en sú hendig tækist, að húsgangurinn á hann rækist.

Þessi athugasemd þín hérá #11er sorglegt dæami um hvernig jafnvel fólk sem þjóðfélagið er búiðað kosta milljónum til mennta getur hegðað sér eins og strúturinn og stungið bara hausnum í sandinn til að sjá ekki það sem það vill ekki sjá. Bara af því að það passar ekki við það sem foringinn sagði og fólk sem trúir honum í blindini getur ekki hugsað þá hugsun til enda að hann hafi rangt fyrir sér.

Að þú af öllum skulir leifa þér að tala um heilaþvott annara er nokkuð sem ég veit eki alveg hvort maður á að gráta eða hlæga yfir.

Landfari, 29.2.2012 kl. 09:19

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað hef eg misskilið í ruglinu í þér?

Ef þú telur þig hafa rétt umfram aðra að vaða uppi með skömmum á samborgara þína og vafasömum yfirlýsingum undir dulnefni ertu siðferðislega á alvarlegum villugötum. Nenni ekki að þrasa við einhvern huldumann.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.2.2012 kl. 10:00

14 Smámynd: Landfari

Það sem þú misskilur er að þú heldur að staðreyndirnar sem ég er að benda þér á séu rugl. Ruglið er aftur í þér þegar þú segir að þrotabúið greiði allt sem við hefðu greitt ef við hefðum samþykkt Icesv samningana.

Þegar stareyndir eru lagðar á borð fyrir þig Guðjón þá eru það stareyndir sama hvort þú lest þær undir bloggnanfi mínu eða skírnarnafni. Stareyndirnar breytast ekki við það. Prófaðu bara sjálfur. Lestu skírnarnafn mitt á minni síðu og lestu svo aftur það sem ég skrifa hér og sjáðu hvort það hafi nokkuð breyst.

Ég er ekkert að vaða hér uppi með skömmum á samborgara mína. Ég er bara að benda þér á að þú og þínir líkar voruð næstum búnir að kosta okkur skattgreiðendur í þessu landi ómælda milljarða. Ég hef fullan rétt á að benda á það því til þess eru vítin að varast þau. Þú getur ekki lengur haft það þér til afsökunar að þú bara viisr ekki betur því það eru margir búnir að benda þér á villu þíns vegar. 

Landfari, 1.3.2012 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 243412

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband