Einkennileg fullyrðing

Geir Jón fyrrverandi yfirlögregluþjónn og nú frambjóðandi sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög áberandi í liði lögreglunnar í mótmælunum. Hann hafði yfirleitt alltaf mjög ljúflega framkomu, ræddi gjarnan við mótmælendur og oft ræddum við saman, hann sem embættismaður en eg sem mótmælandi. Þessi samtöl voru mjög kurteisleg af okkar beggja hálfu og aldrei hafði eg hugmynd um að nokkur hefði skipulagt þessi mótmæli nema ef vera skyldi Hörður Torfason sem ætíð lagði áherslu á friðsamleg mótmæli enda tilgangurinn ekki annar.

Nú virðist sem Geir Jón tengi þessi mótmæli við n.k. fyrirmæli eða skipun frá einhverjum huldumanni sem situr á Alþingi Íslendinga. Enginn kannast við annað en að hafa mætt á Austurvöll eða annan stað nema á frjálsum og fúsum vilja. Það er því eðlilegt að flestir verði klumsa að ekki sé meira sagt. Hafa sumir jafnvel tengt þessa yfirlýsingu fyrrum yfirlögregluþjónsins við væntanlega valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi fer vonandi minnkandi með hverjum kosningum sem líður enda ábyrgð þess flokks ærin á því erfiða ástandi sem nú er við að glíma.

Ein hlið þessa máls snýr að því hvort embæðttismaðurinn fyrrverandi sé að taka þessa skýrslu saman á launum og að skipun æðri embættismanns, t.d. lögreglustjóra eða einhvers stjórnmálamanns sem vill fá „stimpil“ á andstæðing sinn.

Sjálfur hefi eg tekið þátt í mótmælum árum saman, allt frá því að ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar skók íslenskt samfélag og allt þangað til að búið var að hreinsa til í Seðlabankanum með afsögn stjórnar hans síðla vetrar 2008-9. Á jólaföstunni 2002 hélt eg þrumandi ávarp á Austurvelli, því miður fyrir allt of fáum áheyrendum í kalsaveðri. Þar lagði eg upp af kvæðabálki Jóhannesar úr Kötlum, Sóleyjarkvæði en þá voru rétt hálf öld liðin frá útkomu þess merka kvæðabálks.

Eftir bankahrunið hefi eg ekki fengið neina atvinnu og hefi því frjálslegan tíma. Ef lögreglustjórinn í Reykjavík eða sá sem hefur pantað skýrsluna frá Geir Jón, óskar eftir, þá get eg tekið saman fróðleik fyrir embætti hans um mótmæli undanfarins áratugs, embætti Lögreglustjórans í Reykjavík algjörlega að kostnaðarlausu. Mjög æskilegt er að gagnstæð sjónarmið fái að njóta sín enda munu sagnfræðingar og aðrir fræðimenn framtíðarinnar velta mikið yfir hvað raunverulega gerðist á þessum árum. Þeir eru meira að segja byrjaðir að grafast fyrir orsakir og hafa komist nokkurn veginn að þeirri niðurstöðu að mikið kæruleysi ríkti í landstjórninni á þessum árum, m.a. var fjárhagslegur styrkur landsmanna gróflega ofmetinn og allt gert til þess að trufla ekki vildarvini Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að koma ár sinni betur fyrir borð. Slegið var á alla þá sem höfðu athugasemdir við einkavæðingu bankanna, brask með kvóta og hlutabréf og þar fram eftir götunum. Meira að segja kepptust eftirlitsaðilar að leggjast í „þyrnirósarsvefn“ svo athafnamennirnir fengju að vera í friði með sín brösk.

Upp úr sauð í byrjun október 2008 og þá var allt orðið um seinan eins og öll heimsbyggðin veit um kæruleysi þáverandi yfirvalda.

Við yfirlögregluþjóninn vil eg segja að lokum: Fremur væri meiri þörf á að færa í letur æviminningar en að setja á blað einhverjar getgátur um eitthvað. Við Íslendingar erum bókstaflega sólgnir í vel ritaðar minningar en viljum gjarna hafa þurrar skýrslur og annað þvílíkt til að hafa handhægt á náttborðinu til að grípa til ef okkur gengur illa að sofna á kvöldin.

Góðar stundir!


mbl.is Ekki um rannsókn að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er með hreinum ólíkindum að Geir Jón skuli leyfa sér aðrar eins yfirlýsingar og fram komu í viðtalinu við hann, ekki síst í ljósi þess að formleg rannsókn er ekki í gangi og þessi svokallaða skýrsla Jóns hefur hvergi verið birt.

hilmar jónsson, 27.2.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst einhver pólitískur óþefur vera af þessu. Geir Jón er vænsti maður en í mínum augum „féllu“ hlutabréfin við þessar yfirlýsingar.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2012 kl. 12:50

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru svona vinnubrögð sem eru eitrið í samfélaginu, sama hvern um er að ræða. Að þetta skuli koma frá þessum manni, og frá þessum flokki og á þessum tíma, segir allt sem segja þarf um vinnubrögðin sem viðgengist hafa í rúmlega 50 ár.

Lögregluyfirvöld misstu einn af sínum spillingar-varnarskjöldum gömlu svikaklíkunnar við þetta útspil.

Þetta útspil skal ekki fá að skapa þann ófrið sem vænst var af siðblindum skipuleggjendum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2012 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband