Sigumundur bullar

Sigumundur Davíð er greinilega búinn að gleyma hvaða stjórnmálaflokkur lofaði 110% lánum í aðdraganda hrunsins. Hann virðist einnig hafa gelymt því að sami stjórnmálaflokkur strengdi þess dýran eið að Ísland skyldi verða laust við eiturlyf um aldamótin síðustu. Sami flokkur vildi 20% flatan niðurskurð á öll lán hvort sem í hlut áttu skuldarar sem sýndu aðsjálni og skulduðu ekki mikið og geta verið í skilum. Skussarnir og braskaranir hefðu hagnast mest á þessari 20% leið Framsóknarflokksins.

Sami flokkur vildi draga sem mest lappirnar að viðurkenna að setja stjórnmálaflokkum verklagsreglur um fjármál sín þar sem þeir skyldu gera opinberlega grein fyrir uppruna sem notum fjár þess sem þeir hafa undir höndum. Þessi flokkur skilar að jafnaði allra síðast ársreikningum.

Með góðum og gildum rökum má því segja að Framsóknarflokkurinn sé samansafn af bullukollum, með einni undantekningu: Eygló Harðardóttir ber eins af öðrum og ætti hún eiginlega að vera fremur í Samfylkingu fremur en þessum einkennilega stjórnmálaflokki sem svo margir braskarar tengjast.

Sigmundur bullar og bullar. Skiljanlegt er að Steingrími J. hafi þótt nóg komið af svo góðu nú á dögunum þegar hann átti orðaskak við Sigmund: Þegiðu!

Þó svo að Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu er það engin skömm fyrir ríkisstjórnina. Hún hefur verið að taka til eftir frjálshyggjufylliríið og þessi lagasetning sem á reyndi var liður í þeirri hreingerningu.

Góðar stundir!


mbl.is Sigmundur: Hæstiréttur dæmir ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

„Liðir í hreingerningu“ mega ekki byggjast á ólögum og órétti. Gengistryggðu lánin voru ólögleg, eins og staðfesting fékkst á fyrir Hæstarétti. Í slíkum tilvikum er ekki nema rétt að sá sem brotlegur er sé látinn bera skaðann. Engin tæk rök voru fyrir því að endurreikna lán af þessu tagi miðað við nýjar forsendur. Helzt var nefnt að þeir sem skulduðu gengistryggð lán mættu ekki standa betur en þeir sem tekið höfðu verðtryggð lán! Ef til vill þarf að jafna stöðu þessara tveggja hópa, en það má ekki gera með því að ganga á rétt annars þeirra sérstaklega.

Birnuson, 15.2.2012 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ósköp og skelfing er þetta nú ómálefnalegt blogg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2012 kl. 23:41

3 Smámynd: Árni Halldórsson

Afsakaði, en hvar bullar Sigmundur? Ekki er skömm að lagasetningu ríkisstjórnar sem brýtur í bága við stjórnarskránna? Mikið ætla menn að fyrirgefa þessum trúðum :)

Árni Halldórsson, 16.2.2012 kl. 01:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert að þessum lögum. Eftir þeim var einfaldlega ekkert farið.

Þar brugðust bankarnir, eftirlitið, og yfirmaður þess: viðskiptaráðherra.

Hæstiréttur staðfesti í dag einfaldlega réttan lögskilning.

Ekki við löggjafann að sakast, hann gaf okkur lögin sem dæmt var eftir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 02:41

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ljóst er að endurreisn íslensks samfélags eftir óreiðu einkavæðingar bankanna er ekki einfalt. Ýmsir stjórnmálamenn öfluðu sér vinsælda með því að fara gjörsamlega fram úr sér og draga fólk á asnaeyrunum. Hverjir vildu 110% lán? Var það skynsamlegt með hliðsjón af því að ekkert var aðhafst til að hemja gróðabrallarana sem stýrðu bönkunum? Fjármálaeftirlitið var gert nánast valdalaust svo ekki væri verið að trufla þessa dáaðdrengi. Seðlabankinn undir stjórn Davíðs jós gríðarlegu fé í bankana án viðhlítandi trygginga. Talið er að hann hafi verið tæknilega gjaldþrota þegar hrunið var staðreynd. Þetta tjón samfélagsins mun vera töluvert meira en allt Icesafe ruglið og er þá mikið sagt.

Ætli sé ekki nauðsynlegt að huga betur að afleiðingum þegar verið er að taka umdeildar og glannalegar ákvarðanir?

Þetta eiga íhaldsmenn og allt of margir Framsóknarmenn erfitt með að skilja. Hér er sem oftar verið að hengja bakara fyrir smið, með því að ráðast með látum á þá sem eru að taka til eftir Frjálshyggjuna sem aldrei hefði átt að festa hér rætur, eins afdrifarík mistök í fjármálastjórn og agaleysi í fjármálum sem hún leiddi af sér.

Það er greinilegt að þeir sem fylgja hrunmönnum að málum og vilja verja þá til síðasta blóðdropa eigi erfitt með að sætta sig við staðreyndir.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.2.2012 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband