Fær fólk frí til að fara út að labba?

Einkennilegt er að fólk fái frí til þess að fara í þessar svitastöðvar. Eg hefi aldrei skilið það hvers vegna þessar svonefndu „heilsuræktarstöðvar“, ganga eða hlaupa á færibandi, lyfta einhverju lóðadóti svo dæmi sé nefnt.

Sama gagn og jafnvel hollara er að fara út og ganga. Þórbergur Þórðarson er sennilega einn frægasti „labbari“ Reykjavíkur allra tíma. Í samtalsbók Matthíasar Jóhannsen við Þórberg, „Í kompaníi við allífið“ segir Þórbergur frá heilsubótargöngum sínum. Sjálfur man eg eftir Þórbergi í Hljómskálagarðinum kringum 1970 þegar eg starfaði þar sumarlangt í Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Á nákvæmlega sama tíma birtist Þórbergur og studdist við staf sinn. Öðru hvoru stoppaði hann og tók upp vasaúrið því greinilegt var að hann vildi „halda áætlun“ á ferðum sínum um bæinn. Venjulega gekk hann 2 klukkutíma og jafnvel lengur.

Mættu aðrir taka sér Þórberg sér til fyrirmyndar. Og kosturinn er augljós: Kostar ekkert nema nýja skósóla öðru hvoru og engin svitalykt af næsta manni.

Eg hvet sem flesta vinnustaði að gefa fólki frí öðru hvoru til að labba. Það mætti ganga saman um bæinn,hafa með sér sögufróðan mann og t.d. lesa hús í leiðinni.

En sleppum svitalyktaslömmunum. Það er unnt að byggja upp góða heilsu án þeirra!

Góðar stundir! 


mbl.is Sumir fá frí til að fara í ræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 243981

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband