13.1.2012 | 20:59
Ferðaþjónustan blómgast
Segja má að ferðaþjónusta á Íslandi er vöxtulegasti atvinnuvegurinn í dag. Við getum tekið sífellt á móti fleiri ferðamönnum með hverju árinu sem líður. Fjárfesting í þessari grein er mun ódýrari bak við hvert starf en í stóriðju kostar það hundruði milljóna fjárfestingar. Við getum á okkar forsendum aukið ferðaþjónustuna og sniðið okkar þjónustu að þörfum og væntingum ferðamanna.
Nú er svo komið að stærsta fyrirtækið í ferðabransanum, Flugleiðir, verður að fjölga starfsfólki sínu um allt að 400 manns. Þetta er áþekkur fjöldi og starfar í álbræðslu! Nú hlýtur álbræðsluáhugamönnum að verða fátt um svör þegar þeir eru að hjala seint og snemma um að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Víðar eru hjól atvinnulífsins að snúast en í álbræðslunum, spurning hvort þau snúist jafnvel ekki hraðar í ferðaþjónustunni?
Spurning er hvenær hingað koma 1.000.000 ferðamenn árlega. Má jafnvel reikna með því að ekki líða mörg ár að það verði staðreynd.
Ferðaþjónustan er skemmtilegt og gefandi starf. Miðað við vinnu í álbræðslu er það hollt og sálarlífgandi andstætt við sálarlaust álver.
Erlendir ferðamenn aldrei fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Nú veit ég ekki hvort þú ert ESB sinni en ef við göngum í ESB og tökum upp evru mun ferðamannaiðnaðurinn hljóta af því skaða. Evran er t.d. ekki að virka fyrir ferðamannaiðnaðinn í Grikklandi.
Til að auka hag okkar Íslendinga þarf að gæta þess að hafa ekki öll egginn í sömu körfunni. Það er hætt við að illa fari hér ef við reiðum okkur nánast alfarið á einn atvinnuveg. Þess vegna er gott að ferðaþjónustan er í vexti, hún myndi vaxa enn hraðar ef gjaldeyrishöftunum væri aflétt. Nú þurfa núverandi stjórnvöld bara að lækka skatta verulega á ferðaþjónustuna og aðra atvinnustarfsemi og þá mun störfum fjölga enn frekar. Verst að núverandi stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir fjölgun starfa, bæði í ferðaþjónustunni og í öðrum geirum. Sorglegt var að fylgjast með stjórnvöldum jarða hugmyndir um að fá hingað útlendinga og veita þeim læknisþjónustu, það átti að vera á Suðurnesjum en verður nú hvergi þökk sé yfirvöldum.
Áliðnaðurinn er fínn og ég skil ekki af hverju þú ert að hnýta í hann. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar af útflutningi áls námu 225 milljörðum króna í fyrra. Það er engin smá summa en vel hægt að auka hana og fá tekjur af vistvænu orkunni okkar, rafmagni. 2000 manns vinna við íslenska áliðnaðinn. Hann hefur einnig valdið því að raforkuverð til heimila hefur lækkað.
Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 23:09
Þakka þér aths. Helgi. Áttu ekki við ferðaþjónustu? „Ferðamannaiðnaður“ í merkinunni ferðaþjónusta er orðskrýpi nema átt sé við framleiðslustarfsemi t.d. minjagripagerð eða e-ð í þá áttina.
Eg held að þó evran sé á brauðfótum sem stendur þá muni hún rétta úr kútnum. Nú er meginútflutningur okkar og innflutningur í evrum þannig að það á ekki að skipta máli fyrir ferðaþjónjustuna þó tekjurnar séu að mestu leyti í evrum.
Verðum við ekki að vona að Eyjólfur hressist?
Kv.
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2012 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.