Hvers vegna var Pétur Blöndal ekki agndofa yfir einkavæðingu bankanna?

Pétur H. Blöndal er að mörgu leyti hinn besti maður en oft er hann seinheppinn með yfirlýsingar sínar eins og þessa. Hvað sagði hann um kvótakerfið og þegar Halldór Ásgrímsson og fleiri heimiluðu að gera það að féþúfu? Hvað sagði Pétur H. Blöndal um einkavæðingu bankanna en bæði þessi mál marka stefnuna beint í glötunina sem framkallaðist í bankahruninu mikla!

Núverandi stjórnarandstaða hefur verið seinþreytt til vandræða að finna allt til foráttu sem núverandi ríkisstjórn hefur breytt til batnaðar. Auðvitað hefði mörgu mátt breyta á betri veg eins og að koma í veg fyrir að vogunarsjóðir og braskarar yfirtóku bankana og fjármunafyrirtækin eins og Atorku. Hvar var Pétur H. Blöndal staddur þá? Var hann kannski í boði einhverra braskara, kannski í aflandsnýlendum þar sem gríðarmiklu fé var komið undan? Er hann að einhverju leyti meðvirkur í braskinu sem leiddi af sér bankahrunið mikla og skildi sparifjáreigendur sem lögðu fé í hlutafé, varð einskis virði?

Oft eru menn og meira að segja alþingismenn að hlaupa á sig. Oft ættu þeir sömu að sitja á strák sínum fremur að hlaupa upp milli handa og fóta með einhverjar yfirlýsingar sem eru ekkert annað en vindhögg!

Einkavæðing bankanna var meginmistök ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þar var meira kapp en forsjá þar sem öll ríkisstjórnin steinsvaf á verðinum við að afhenda braskaralýð bankana. Meira að segja voru kaupendum bankanna veittur ríflegur afsláttur.

Gott væri að Pétur H. Blöndal sem er sagður vera afburða góður stærðfræðingur  reiknaði út annars vegar hvað bankahrunið kostaði íslensku þjóðina annars vegar. Hins vegar hvaða tekjur ríkissjóður hafði af sölunni. Líklegt er að tekjuhliðin sé mjög vanmetin en tapið jafnvel enn meira.

Einkavæðingin reyndist okkur rándýr.

Góðar stundir með Jóhönnu og Steingrím í Stjórnarráðinu!


mbl.is Agndofa yfir ríkisstjórnarkaplinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað": í hvert skipti sem einhver gagnrýnir þína heittelskuðu ríkisstjórn þá byrjar þú eins og hlýðinn rakki að dreifa málinu á dreif með því að fara að tala um eitthvað allt allt annað en verið er að gagnrýna. Sérstaklega vinsælt trikk hjá þér að byrja að henda drullu í þann sem gagnrýnir fyrir eitthvað úr fortíðinni. Á þann veg reynir þú að koma í veg fyrir alla heilbrigða umræðu og réttmæta gagnrýni á sitjandi stjórnvöld.

Í einu orði sagt: ömurlegt. Gerir þú þér virkilega enga grein fyrir því að fólk sem hugsar, talar og skrifar eins og þú gerir ekkert annað en að standa í veginum fyrir framförinni og leiðinni út úr kreppunni? Að þið eruð að breytast í verstu óvini íslenskrar þjóðar? Nei, sjálfsagt gerirðu það ekki ...

Það eina jákvæða er að þeir eru orðnir býsna fáir sem taka mark á þér og þínum líkum. Blessunarlega.

Birgir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 16:03

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg held nu ad tad seu nu fleiri en Bjørn Bjarna sem eru ordnir gattadir a tessari SVOKØLLUDU NORRÆNU VELFERDARSTJORN(tad er liklega eitt af stærri rangnefnum Islandssøgunar ad kalla hana tad)svik og lygi er teirra adals merki kiktu bara a lofordin vid verkalidshreifinguna 3 ssinnum hafa taug lofad 3 ssinnum hafa taug svikid taug lofgord em taug gafu nu zydast gagnvart øryrkjum og atvinnulausumNu var eg svo vitlaus ad trua teim skøtuhjum eins og stor hluti tjodarinnar,en aldrei kem eg til ad treysta samfylkingunni fyrir minu atkvædi aftur og tar er vist lika meiri hluti tjodarinnar sammala um ad gera ekki aftur

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.1.2012 kl. 16:36

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er því miður ekki hægt að kenna einum flokki um einkavæðinguna og hrunið, hvað þá einum manni. 

Kvótakerfið var sett á í upphafi til að stjórna fiskveiðum, koma í veg fyrir ofveiði og hámarka verð fyrir aflann.  Menn greindi hins vegar á um leiðir. 

Frá 26.maí.83  til 30 apríl 1991 var Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og kom á stjórnun fiskveiða.  Hann sat m.a. í ríkisstjórnum með krötunum Jóni Baldvin Hannibalssyni, Jóni Sigurðssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur.  Man ekki til þess að þessi kratahópur hafi beitt sér sérstaklega í umræddu fiskveiðikerfi. 

Ruglið um veðsetningu, framsal og brask var síðari tíma bastarður og afleliðing lögfræðilegra krókaleiða framhjá allri heilbrigðri skynsemi.

Sjávarútvegsráðherrar á eftir Halldóri, hafa ekki komið fram með neinar markverðar breytingar á kerfinu, en þeir eru:

Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisfl.
Davíð Oddsson Sálfstæðisfl.
Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisfl.
Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisfl.
Steingrímur J. Sigfússon VG
Jón Bjarnason VG

Kratar hafa oft verið í ríkisstjórnum s.l. tvo áratugi og hafa því haft ótal tækifæri til að setja mark sitt á kvótakerfið.

Einkavæðingin markaði fjárhagslegar hamfarir innanlands og þar komu margir að, - úr öllum flokkum. 

Það hentar hins vegar ekki krötum að halda því mikið á lofti.  Það er hins vegar all sérstætt í ljósi sögunnar, hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus. 

Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingsrinnar velja að fara fram með í þessu máli.  Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.

http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html 

"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."

Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?

http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25

Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991.
  • Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og (frá 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
  • Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, samstarfsráðherra Norðurlandanna og (til 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra

Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, sem eru í núverandi ríkisstjórn?

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið.  Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut. 

Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni. 

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995)
  • Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993) iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
  • Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra
  • Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
  • Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
  • Halldór Blöndal, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Eiður Guðnason, (til 14.06.1993) umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
  • Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?

Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.

Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri.  Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.

Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið? 

Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata

Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð.  Þegar sagan er skoðuð samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.

Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
 

Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt. 

Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna í dag, sem skipta máli, ekki hvaða kennitölu flokkarnir bera núna.

Sumir stjórnmálamenn hafa haft þann leiða sið, að skipta reglulega um nafn á stjórnmálaafli því sem þeir aðhyllast.  Það er gert til að freista þess að byrja með hreint borð.  En það er sama hvaða hreinsimeðul þeir nota og hve mikið þeir skrúppa sitt pólitíska dekk, skrokk og brú, það eru alltaf líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á farinu.

Benedikt V. Warén, 2.1.2012 kl. 17:22

4 Smámynd: Elle_

Stórskrýtinn pistill og kemur máli Péturs og ICESAVE EKKI NEITT VIÐ.

Elle_, 2.1.2012 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Birgir:

Telur þú Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn skuli vera hafna yfir gagnrýni?

Ef þú telur svo vera, þá er afstaða þín skiljanleg. Það eru siðferðislegablindir menn sem vilja ekki leggja ábyrgð vegna hrunsins á þessa flokka. Kvótabraskið er undanfari bankahrunsins og því orsakasamhengið augljóst. Það er því gjörsamlega út í hött að fullyrða að ekki megi líta á samhengi þessara staðreynda.

Annars mun sagan skera síðar úr um þetta. Samtíðin er ekki alltaf rétti vettvangurinn til að meta hluti en samhengið milli kvótabrasksins og einkavæðingar bankanna fellur eins og flís við rass.

Þið málssvarar hrunmanna eigið ekki góðan málstað að verja. Þið grípið því til hvers hálmstrá sem verður á vegi ykkar í þeirri von að unnt sé klína einhverjum skít í stjórnarflokkana. Þeir hafa reynst okkur litlu körlunum vel, betur en ykkar menn í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sem voru iðnir við það að lækka skatta á hátekjufólki en hækka hlutfallslega byrðarnar á okkur þrælunum.

Þorsteinn: eg átta mig ekki á því hvert þú ert að fara. Auðvitað eigum við að hámarka lífsgæðin okkar og hafa þau eins og best gerist í heiminum og eru Norðurlöndin til fyrirmyndar.

Benedikt: Þakka þér fyrir yfirlitið. Þarna má sjá skýrt hverjir það voru sem ábyrgð báru pólítískt á kvótakerfinu enis og það þróaðist.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2012 kl. 18:03

6 Smámynd: Elle_

Og guð hjálpi okkur bara að fá Steingrím ICESAVE aftur í málið.  Og Össur.  Menn sem hafa logið og svikið í gegnum allt málið.  Og viljað koma kúgunarsamningi yfir okkur.  ÓHÆFIR OG VANHÆFIR. 

Elle_, 2.1.2012 kl. 18:08

7 identicon

Guðjón: Hef ég einhverntíman sagt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu hafnir yfir gagnrýni? Nei. Hef ég einhverntíman gerst málsvari hrunmanna? Nei. Geturðu einhversstaðar fundið rökstuðning fyrir þessum fullyrðingum þínum annars staðar en í þínum eigin sjúka hugarheimi? NEI!

Þú ert einfaldlega að beita sama aumkunarverða yfirklórinu á mig eins og á alla þá sem gagnrýna ríkisstjórnina! Þú svarar nefninlega ALDREI málefnalega eða skorinort neinni gagnrýni sem er sett fram hérna: ef bent er á eitthvað sem miður fer hjá ríkisstjórninni þá snýrðu þér alltaf undan og ferð að tala illa um þann sem setur gagnrýnina fram!

Dæmi #1: Pétur Blöndal gagnrýnir ráðherrakapalinn, og þú ferð að blaðra um kvótakerfið og kalla Pétur "braskara". Svarar hinsvegar engu um það sem Pétur var að gagnrýna.

Dæmi #2: Ég bendi á þennan leiðinlega sið þinn að svara alltaf þeim sem eru þér ósammála með einhverju skítkasti sem kemur málinu ekki við. Þú svarar með því að kalla mig siðblindan málsvara hrunamanna ... sem gerir ekkert annað en renna enn frekari stoðum undir það sem ég skrifaði.

Ég læt þessu lokið. Það er ekki hægt að eiga orðastað við menn eins og þig: menn sem eru með hausinn svo kyrfilega læstan og lokaðan að sannleikurinn á hvergi færi á að smjúga inn. Aumkunarvert.

Ég stend hinsvegar fyllilega við það sem ég skrifaði að fólk sem hugsar eins og þú - í ÖLLUM stjórnmálaflokkum - er stærsta vandamál Íslands í dag.

Birgir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 18:43

8 Smámynd: Elle_

Ég tek undir með Birgi að ofan.  Guðjón ver alltaf Jóhönnuflokksruglið sama hvað það verður ógeðslegt og ólýðræðislegt.  Og gagnrýnir flokkspólitískt og ómálefnalega. 

Elle_, 2.1.2012 kl. 18:51

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðjón, þú er alveg með þetta á hreinu. 

Það var verið að bæta umgengnina um auðlindina í sjónum og einhverjir misindismenn sáu sér leik að því að að braska með kerfið og nýta það sem féþúfu, vegna þess að lög voru ekki nægjanlega skýr.  Þetta er að þínu mati, glæpur þeirra sem settu upp fiskveiði og fiskverndurnarkerfið, ekki þeirra sem finna misfellurnar í lögum og nýta sér til vafasamra viðskipta.

Vegagerðin lagar vegi og gerir þá þannig úr garði (flesta) að þeir fara betur með bíla, spara eldsneyti og stytta leiðir.  Nokkrir misindismenn virða ekki hraðatakmarkanir og/eða keyra drukknir.  Það eru auðvita í þínu samhengi við Vegagerðina að sakast, ekki þá sem sannarlega eru að fara í kringum lög og almenna skinsemi.

Benedikt V. Warén, 5.1.2012 kl. 17:01

10 identicon

Sæll.

Hvað var svona hræðilegt við þessa einkavæðingu? Hefði verið betra að hafa bankana í eigu ríkisins? Eignarhald ríkis á nánast hvaða fyrirtækjum sem er er slæmt og geymir sagan fullt af slíkum dæmum. Hver er reynsla þjóða A-Evrópu af sósíalisma og ríkisrekstri? Lestu þér til. Sovétríkin heitnu fóru t.d. á hausinn, glasnost kom ekki til bara upp úr þurru og orsakaði ekki hrun þeirra.

Kreppa okkar tíma sýnir að hið opinbera í hinum vestræna heimi er of stórt og stórt ríkisvald er ávísun á lakari lífsgæði, meira atvinnuleysi og lægri laun en hægt væri undir smærra ríkisvaldi.

Einkavæðingin og rekstur bankanna eru tvö óskyld mál. Þú ruglar í sífellu saman óskyldum málum. Það að bjarga þeim ber vott um sósíalisma, ríkisafskipti, (og kannski líka mikilmennskubrjálæði stjórnmálamanna). Hvaða munur er á banka og t.d. hárgreiðslustofu eða fatahreinsun? Af hverju má banki ekki fara á hausinn en hárgreiðslustofa má rúlla? Seðlabankinn átti ekki að skipta sér að neinu, raunar vil ég láta leggja niður Seðlabankann og taka upp gullfót.

Átti ríkið að skipta sér að rekstri bankanna? Áttu stjórnmálamenn að skipa eigendum og stjórnendum bankanna fyrir verkum? Ef svarið við þeirri spurningu er já ætlum við heldur betur að umsnúa hér öllu. Eftirliti ríkisins, FME, var raunar svo vel háttað að bankarnir fengu heilbrigðisvottorð 6 vikum fyrir hrun. Gott dæmi um það hve vel hið opinbera stendur sig, eins og vanalega.

Enn bíð ég eftir því að Sérstakur saksóknari taki mál endurskoðenda bankanna til almennilegrar skoðunar. Af hverju talar enginn um þeirra þátt?

Svona undir lokin: Hvað orsakaði bankahrunið? Veit einhver það sem les þetta blogg? Nei, einkavæðing bankanna er ekki rétt svar því bankahrun átti sér líka stað erlendis og því gengur sú skýring ekki. Smá vísbending: Ríkið orsakaði hrunið en hvernig?

Helgi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband