31.12.2011 | 18:52
Stjórnin styrkist
Þessi breyting á ábyggilega eftir að styrkja núverandi ríkisstjórn. Allt tal um annað eru vonir nokkurra stjórnarandstæðinga sem sjá allt til foráttu sem ríkisstjórnin hefru verið að vinna að. Fáar ríkisstjórnir hafa átt við jafnmikla erfiðleika og sú sem nú situr. Þar eru efnahagserfiðleikarnir mestir, arfur frá fyrri ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins. Sennilega hefði tekið mun lengri tíma að koma Þjóðarskútunni aftur á flot hefðu Sjallanir verið enn í ríkisstjórn. Enginn hefði verið gerður ábyrgur og engar sakamálarannsóknir settar af stað enda flestir sem tewngdust hruninu voru einnig tengdir Sjálfstæðisflokknum.
Við skulum minnast þess, að núverandi ríkisstjórn hugðist fækka ráðuneytum. Og það lág fyrir allan tímann. Það er ekki létt verk að sameina ráðuneyti og til þess þarf víðsýni og mikil vinna. Formaður VG telur sig geta tekist á við þetta verkefni og einginn heilvita maður sem þekki Steingrím vænir hann um neitt annað en að hann vinni að þessu máli að heilindum. Allt tal um eitthvað annað er alveg út í hött.
Jón Bjarnason er vandaður maður en hann er ekki líklegri en Steingrímur að geta komið þessu erfiða verkefni að sameina ráðuneyti. Þar reynir á fjölda álitamála sem Steingrímur er líklegri öðrum fremur að koma farsællega í höfn.
Góðar stundir.
Mun veikari eftir breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er von að þú hrósir SJS. Hann og Svavar Gestsson lönduðu stórkostlegum icesave samningum. Hann SJS hefur aldrei gert neitt af heilindum Hann hugsar eingöngu um rassgatið á sjálfum sér.Að treysta honum til að sameina ráðuneyti er alveg arfa vitlaust.Svo ættuð þið kommarnir að hætta að væla um hvað allt sé erfitt,þið báðuð um að fá að taka við þessu.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 31.12.2011 kl. 20:12
Heyrðu Marteinn:
Bæði Steingrímur og Jóhanna hafa staðið dyggan vörð um velferðarsamfélagið. Bæði hafa þau lagt megináherslu á að okkar samfélag mætti vera hliðstætt og best er á Norðurlöndunum. Ef þú ert íhaldsmaður og hátekjumaður skil eg gremju þína. Þeir vilja ekki tekjujöfnun með hátekjusköttum og rífa niður samfélagið. Þeir vilja ekki taka þátt í þjóðfélagsrekstrinum, vilja mergsjúga samfélagið með einkavæðingu og hirða gróðann.
En sért þú lágtekjumaður en kýst íhaldið eða Framsókn, þá ertu að vaða reyk.
Góðar stundir með Jóhönnu og Steingrím í Stjórnarráðinu!
Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2011 kl. 21:36
Síðasti nagli hefur verið rekinn í lok ríkisstjórnarlíkkkistu Jóhönnu og Steingríms.Þessi líkkistunagli er Oddný G Harðardóttir.Steingrímur hefur með kjaftablaðri og handapati getað logið sig út úr hlutunum.Oddrný reynir það eflaust en hún getur það ekki.Hún er mannleysa sem lætur sig hafa það að taka ráðherrastöðu en lætur það svo út úr sér að hún búist alveg við því að sér verði hent út hvenær sem einræðisskötuhjúunum þóknast, þótt þau hafi ekkert sagt henni um það,bara hent henni í réðherrastólinn sísvona.Hún er skömm Suðurnesja sem ekkert hefur gert fyrir Suðurkjördæmi nema illt eitt.Hún er búinn og fer aldrei inn á þing aftur.Stjórnin hangir kannski í mánuð í viðbót.Hún er þegar sprunginn vegna þess að utanríkisráðherrann segir að henda verði forsætisráðherranum út, og hún neitar að fara.Þessi stjórn hyglar sjálfri sér en kjöldregur ellilífeyrisþega og öryrkja.Ég er ellilífeyrisþegi sem hef stundum bjálfast til að kjósa þau skötuhjúinn en mun aldrei gera það aftur og svo er örugglega um flesta.Til andskotans með þau. Og þig líka.
Sigurgeir Jónsson, 31.12.2011 kl. 22:17
Sigurgeir: Ekki finnst mér líklegt að þú hafir verið í góðu skapi þegar þú ritar hugsun þína. Þú lítur á þingmenn sem kjördæmapotara og það er ekki sérlega heppilegt. Þingmenn eiga að sinna hagsmunum allra landsmanna, bæði þinna og minna.
Þessi ríkisstjórn hefur haft mjög erfitt. Hún tekur við erfiðistu byrðum sem nokkur önnur ríkisstjórn hefur skilið eftir sig. Svonefnt góðæri var framkallað með blekkingum og rekið á lánum. Hvaða hagsýnn bóndi myndi taka himinhá lán til þess eins að nota fjármunina til hluta sem hann þarf ekki á að halda og hefur enga arðsemi af? Þetta var gert fram að bankahruni og verst af öllu í mjög stórum stíl. Eru 110% bankalánin gleymd? Framsóknarflokkurinn tók það upp í stefnu sína í einkavæðingu hugljómun sinni. Flest þessara lána voru notuð í aukna neyslu og lúxús.
Ríkisstjórn Jóhönnu hefur kappkostað að halda í velferðarkerfið eftir megni, hækkað skatta á hátekjumenn en hlífa þeim tekjuminni. Ríkisstjórn Davíðs, Halldórs og Geirs hlífði hátekjumönnum og lækkaði skatta þeirra verulega. Vonandi saknarðu ekki þeirra tíma nema þú sért hátekjumaður og villt sem minnst taka þátt í rekstri samfélagsins?
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2012 kl. 08:59
Þú talar um kjördæmapot, Guðjón .Ef hægt er að ásaka eitthvert eða einhver kjör5dæmi um kjördæmapot, eð sanka öllu til sín, þá er það Reykjavík og höfuðborgarsvæðið.íbúar höfuðborgarsvæðisins draga allt til sín alla innflutningsverslun allar ríkisstofnanir alla stjórn landsins og gína yfir stjórn alþjóðaflugvallarins og allri starfsemi, þótt landi flugvallarins hafi beinlínis verið rænta.Landið er ekki eitt kjördæmi og ég trúi því ekki að íbúar landsbyggðarinnar sem búa á 99% landsins muni afhenda þeim sem búa á þessu eina prósenti, valdið yfir hinum sem búa á 99 prósentunum.Oddný var kosin til að gæta hagsmuna Suðurkjördæmis en hún verður ekki kosin aftur það er ég viss um.En auðvitað á að færa höfuðstaðinn til þess að koma stjórn landsins í eðlilegt horf.Framtíð landsins liggur í landinu öllu ekki smábletti kringum Seltjarnarnesið.Jóhanna gerir ekkert annað en að ljúga og hefur Oddnýu sér til aðstoðar í lygunum.Fari þær til fjandans, en ég efast um að hann taki við þeim.Gleðilegt ár.
Sigurgeir Jónsson, 1.1.2012 kl. 11:36
Þú talar stöðugt um hátekjumenn Guðjón.Ég er með 260.000 í laun með því að vinna með því sem ég fæ frá tyggingastofnun.Hvað hefur þú sem ríkisstarfsmaður.Og hvenær ætlið þið obinberir starfsmenn að fara að borga í ykkar lífeyrissjóð með tilliti til þess hvað þíð fáið úr honum.Finnst þér það eðlilegt að við hin séum látin borga í lífeyrissjóð fyrir ykkur, í formi skatta.Laun ykkar eru í dag ekki lægri en gerist á almennum markaði.Landsbyggðin á ekki að sætta sig við það að borga afætum í R.vík.En Oddný mun þjóna afætunum.Hún er ekki þingmaður Suðurkjördæmis nema í orði, frekar en Margrét Tryggvadóttir sem laug sig inn á þing eins og allt ríkisstjórnarliðið, sem nú er.
Sigurgeir Jónsson, 1.1.2012 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.