Jón Baldvin er glöggur

Þegar Jón Baldvin lætur frá sér grein eða flytur má, þá er lesið gaumgæfilega og hlustað á Jón. Hann er glöggur rýnir, sér víða hvar athygli ber að gefa. Það verða líklega margir sem vilja hlusta á Jón sem er menntaður hagfræðingur. Miður er að námskeiðið er aðeins ætlað félögum Samfylkingar en líklegt er að margir fleiri sem utan Samfylkingar eru vildu fylgjast með.

Nú vekur forvitni hvaða þætti Jón staldrar einna mest við. Aðdragandi hrunsins var ámælisverð stjórnum banka og fyrirtækja undir takmarkalausri Frjálshyggju. Gríðarleg skuldsetning og valdagræðgi í skjóli veðsettra hlutabréfa var fyrst og fremst meginástæða hrunsins. Sparnaður þúsunda Íslendinga varð að engu og eignir lífeyrissjóða í hlutafélögunum varð allt í einu einskis virði. Enginn virtist hafa minnstu efasemdir, hvorki hagfræðingar, stjórnmálamenn né lögfræðingarnir í Sjálfstæðisflokknum.

Kaldhæðnislegt er, að það var Jón Baldvin sem bauð Davíð Oddssyni helmingaskipta ríkisstjórn fyrir rúmum 20 árum og þáverandi ríkisstjórn var þar með úr sögunni. Ekki leið á löngu að Frjálshyggjan varð allsráðandi í efnahagslífi þjóðarinnar. Og það var sama Samfylking sem var einnig í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar þjóðarskútan var í ólgusjó undir lok september 2008 og strandaði með brauki og bramli!

Hver þáttur Samfylkingar var í hruninu skal ósagt látið. En var formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún jafnsofandi og kapteinninn í brúnni Geir Haarde ásamt öðrum í áhöfninni?

Það verður fróðleg útlistun Jóns Baldvins á hruninu og aðdraganda þess.

Mosi


mbl.is Námskeið um Rannsóknarskýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið alla góða vætti að hjálpa Jóni Baldvin að skilja hversu fáránlegt þetta einkanámskeið hans er, í lýðræðis og réttlætis-samhengi!

Ég trúði því einu sinni að Jón Baldvin vildi bæta og jafna kjör, en þarna fór sú von veg allrar veraldar, að þessi maður sé raunverulegur lýðræðissinni.

Gangi honum sem best í lífinu, þó ég skilji ekki hvernig honum á að takast það, miðað við einræðis-tilburðina hjá honum með sín einræðis-vinnubrögð í lýðræðisríki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega gengur Jóni gott til, þekki eg hann rétt. Hins vegar hefur hann oft átt þátt í umfangsmiklum hrókéringum og nægir t.d. að nefna uppákomuna þegar Viðeyjarstjórninni var komið á fót með Dabba. Árið 1967 klauf Jón Alþýðubandalagið og síðar Alþýðuflokkinn ásamt föður sínum. Þá voru spennandi tímar enda allt of margir sem voru fastir í Kalda stríðinu: með eða móti Bandaríkjamönnum sem áttu í grimmdarlegu og umdeildu stríði í Víetnam og með eða móti Rússum sem brutu niður lýðræðið og frelsið í Tékkó um líkt leyti.

Andrúmsloftið var vægast sagt lævi blandið í heiminum: Flestir vildu einfalda sér raunveruleikann með því að skipa sér með Bandaríkjamönnum eða Rússum og vera síðan á móti hinum. Þetta var ekki hægt. Bandaríkjamenn voru ekki kommúnistunum í Rússíá betri því þeir voru potturinn og pannan að baki einræðisstjóra í ýmsum löndum, m.a. Grikklandi, Suður-Ameríku og jafnvel Afríku. Hryllileg var uppreisn Pinocet gegn Allende í Chile haustið 1973.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband