Til hamingju Íslendingar!

Erfiðistu og flóknustu mál sem koma fyrir Alþingi eru viðskiptasamningar á borð við þá sem tengjast stóriðju. Frumvarp til þingsályktunar um að heimila ríkisstjórn að gera samning við stórfyrirtæki er kannski ekki nema ein setning. Fylgiskjölin geta skipt tugum á þúsundum síðna þar sem eru mjög flóknir samningar á oft erfiðri ensku sem hafa komið okkur síðar í koll.

Ef Íslendingar bæru þá gæfu að geta tengst betur Evrópuríkjunum eftir að hafa fullnægt skilyrðum Maastricht samningunum, þá væri það kontór í Brussel sem myndi sjá um þessi erfiðu mál. Þar væru kontóristarnir með tékklista yfir það sem fyrirtæki þyrftu að uppfylla til að koma á fót mengandi stóriðju. Þar væri ekki nóg að vera með samninga um landsafnot og aðgang að raforku, heldur einnig að hafa tryggt sér mengunarkvóta. Það hafa þessi fyrirtæki fengið ókeypis í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins! Kannski þeir hafi fengið að njóta sérstakra umbuna fyrir slíkt en það er algengt að stórfyrirtæki umbuni þeim sem hafa sérstakan skilning á sjónarmiðum þeirra.

Áliðnaðurinn er að gjörbreytast. Í BNA eru menn að vakna við vondan draum við að öskuhaugar eru að fyllast og umhverfisfræðingar hafa bent á hve endurvinnsla í Evrópuríkjunum gengur vel. Í ruslinu leynast verðmæti sem unnt er að nýta aftur og aftur eins og einnota álumbúðir. Rafmagnsverð fer hækkandi í heiminum nema í hugum þeirra sem vilja semja við álbræðslurnar á Íslandi.

Við getum óskað okkur til hamingju góðir hálsar yfir þeirri skynsemi sem þeir Alkóamenn hafa sýnt okkur. Þeir vilja reka þessa forréttingu með hagnað en kannski að þeir sem gráta mest núna vilji semja um rafmagnsverð sem er ekki í neinu skynsömu samræmi við kostnað við að framleiða orkuna og dreifa henni.

Trú þeirra á einfaldri atvinnuuppbyggingu var mikil en hún var byggð á sandi sem nú er rokinn út í veður og vind. Þeir standa berstrípaðir gagnvart þeim einföldu staðreyndum að atvinnu er unnt að byggja upp á margfalt fleiri stoðum en þeim sem tengjast álbræðslum.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Bakkadraumur var villuljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Erfiustu og flóknustu mál sem koma fyrir sitjandi þing er HVERT EINASTA MÁL enda er þingið nánast ekki starfshæft.

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Eins og margsinnis hefur verið sýnt frammá er "umhverfisvænt" ekki það sama og gott fyrir umhverfið, t.d. Prius

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 18:49

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Það er orðið mig algengt í allri umræðu nú um stundir að íslensku þjóðinni sé skipt upp í tvö lið til þrjú lið,  ólíkar þjóðir jafnvel sem geta ekki með nokkru móti skilið hvora aðra.

Er þjóðin orðinn skipt orðið í þrjá hópa þá ríku, þeir sem vinna við framleiðslu og undirtöðuatvinnuveganna og svo þriðja hópinn sem að mestu stendur saman af listamönnum á ríkisstyrkjum og hóp ríkistarfsmanna, félagsfræðinga og kennara sem kallaður er 101 kaffihúsahópur sem telja sig sjálfskipaða sérfræðinga í þjóðmálum sem sjaldan hafa komið út fyrir Litlu kaffistofnunar. Áhyggjur þeirra hafa mest verið hækkandi verð á kaffihúsum í þeim samdrætti sem þjóðin stendur fyrir, en að atvinnuuppbyggingu hafa þeir ekkert vit á né hvað þjóðin þarf á að halda til að geta lifað í þessu landi.

Rauða Ljónið, 18.10.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þetta vera meira og minna útúrsnúningur. Álbræðslur verða ekki fleiri á Íslandi enda virðast álbræðslumenn ekki telja sig færa að greiða framleiðslukostnað raforku.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 20:00

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Mosi það er enginn álbræðsla til á íslandi færðu rök fyrir því þar og sannaðu mál þitt þú veist vel að kostnaðar eining á raforku sem almenningur greiði er 1.96 á einingu af upp settu afli á meða stóriðjan greiðir 2.40 á einingu til LV.

Rauða Ljónið, 18.10.2011 kl. 20:33

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er hægt að þverfóta fyrir álbræðlum á Íslandi. Eru ekki þrjár slíkar forréttingar starfandi og auk þess vísir að tveim til viðbótar?

Í þingmáli frá 7. áratugnum nefndist forréttingin álbræðslan í Straumsvík en ekki álverið í Straumsvík. Er eitthvað fínna að tala um álver fremur en álbræðslu? Minnir það orð kannski á síldarbræðslu eða eitthvað annað?

Varðandi upplýsingar um tekjur Landsvirkjunar þá eru þær að finna í ársreikningum Landsvirkjunar á heimasíðu þess fyrirtækis. Tel eg mig ekki þurfa að sanna eða afsanna þau reikningsskil. Hvar hefur þú þessar tölur 1.96 og 2.40. Þú tekur greinilega ekki tillit til þess að í hvorugu tilfella er reiknað með dreifingu. Tekjur LV eru væntanlega miðaðar við afhendingarstað orku, í spennustöð stóriðju en aðveitustöð flutningsaðila eða almenningsveitna. Síðan bætist hár dreifingarkostnaður til almennings sem er jafnvel hærri en heildsöluverðið.

Það er unnt að blekkja endalaust með talnaþrasi ef skýringa vanta.

Góðar stundir!

GJ

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband