Brenglun

Ótrúlegt er að nokkirum heilvita manni detti svona fáranlegt í hug. Óskandi verður þetta stoppað enda frekleg móðgun við venjulegt fólk. En Frjálshyggjan vill leyfa allt til að græða á.

Ofbeldisleikir eru félagslega séð undarleg tegund tómstunda.Hvers vegna ekki að nota tímann, frelsið og tækifærin til að gera eitthvað annað mikilvægara?

Mosi


mbl.is Tölvuleikur um fjöldamorðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Guðjón: Ég tel, að þú sért eitthvað brenglaður sjálfur, ef þú heldur, að þetta hafi eitthvað með frjálshyggju að gera.

Vendetta, 12.10.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var það ekki óheft frjálshyggja sem kom okkur í klandur hérna um árið? Hún brenglaði margt því miður. Og er enn að valda skaða á sinn hátt.

Ætli það sé ekki æskilegast að hafa einhverjar skynsamlegar siðareglur til að tempra þá óspöku?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2011 kl. 20:31

3 identicon

Það virðist vera að það þurfi að hafa strangari leikreglur í heimi hér því allt óheft frelsi virðist bara opna dyr fyrir þá sem ekki kunna að nota og valta með óviðrðingu yfir allt heilbrigt og gott, bæði með græðgi og grimd. Græðgi margra hefur heldur engin takmörk og er ekki lengur hægt að kalla heilbrigt og þurfa margir að bera þungar byrgðar til að hjól ofurfjárfestana snúist nógu liðlega, (ofur tap og hrun þeirra lendir alltaf á skatgreiðendur). Grimdinn í tölvuleikjum er líka of mikil og þetta með morð á saklausu ungu fólki í leik er bara hrillilegt og ótrúlegt að fólk geti samþykkt

SiggiAd (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 20:54

4 Smámynd: Vendetta

Hvað hefur þessi tölvuleikur með frjálshyggju að gera, Guðjón?

Vendetta, 12.10.2011 kl. 21:15

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frjálshyggjan gekk út á að grafa undan öllu opinberu eftirliti með fjárglæframönnum. Þannig tókst þeim að athafna sig vel í bönkunum og öðrum fyrirtækjum og eta þau að innan án þess að nokkurt væri að gert. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu var breytt í Þyrnirósarhöll þar sem allir virtust sofa. Álagsprófið sem var opinberað um miðjan ágúst 2008 var dæmi um það og spurning hvort nokkur vakandi maður hafi komið að því.

Sama er að segja um þessa tölvuleiki: þar er ekkert heilagt sálarlausum óþokkum hvort sem er sársauki og tilfinningar þeirra sem ofbeldið beinist að kemur við sögu. Nú er spurning hvort þessi sami gaur eða annar sálarlaus hanni leiksem gengur út á að byskup nauðgar konum og jafnvel dóttur sinni?

Mjög sterkt samband er milli óheftrar frjálshyggju og þessara óheftra tölvuleikja sem byggja á glórulausu ofbeldi.

Vona eg að þú, Vendetta, áttir þig á þessu núna. Annars væri fróðlegt að vita hver það er sem stendur bak við þetta erlenda dulnefni. Hvernig væri að taka ofan síðhöttinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2011 kl. 19:11

6 Smámynd: Vendetta

Þú veizt greinilega ekkert um hvað frjálshyggja er. Frjálshyggja gengur ekki út á það að leyfa allt og banna ekkert, það er óheft frjálslyndi. Þú ruglar greinilega saman hugtökunum frjálslyndi og frjálshyggju. Síðan ertu að bera saman óskylda hluti, íslenzka bankahrunið og tölvuleiki.

Íslenzka bankahrunið varð vegna duglausra stjórnmálamanna og embættismanna (sem flestir eru enn við völd/í starfi) sem hvorki höfðu greind né dug til að setja bönkunum sömu reglur og tíðkuðust í nágrannalöndunum. Öllu frelsi fylgir ábyrgð.

Frjálshyggja er hugmyndafræði á mörgum stigum (ólíkt kommúnisma, sem hefur bara eitt stig: einræði og kúgun) gengur út á það að ríkisafskipti séu ekki meiri en þarf. Sú frjálshyggja sem ég aðhyllist er kölluð félagsleg frjálshyggja sem aðhyllist opinbera þjónustu (almannatryggingar, félagslega þjónustu og heilbrigðisþjónustu), en að atvinnulífið eigi að hafa eins góð kjör og við verður komið. Það þýðir ekki að það eigi ekki að vera reglur og eftirlit. Það sem skapar velferð eru framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki. Án þeirra verður engin velferð. Án þeirra fær ríkið engar raunverulegar tekjur. Þjónustufyrirtæki geta ekki haldið uppi heilli þjóð, heldur ekki ferðamannaþjónusta á Íslandi.

Fyrverandi ríkisstjórnir (líka sú sem Samfylkingin tók þátt í) fylgdu ekki frjálshyggju, heldur einkavinavæðingu og spillingu. Núverandi ríkisstjórn er allt annað en félagsleg. Ríkisstjórnin hefur sýnt sig að vera andfélagsleg hækja auðvaldsins.

Vendetta, 14.10.2011 kl. 11:40

7 Smámynd: Vendetta

Það getur verið, Guðjón, að þú sért einungis að hugsa um eina öfgagrein frjálshyggju, sem heitir laissez-faire liberalism, sem vill láta markaðsöflin um allt og helzt leggja allar stofnanir ríkisins niður (og sem ég aðhyllist alls ekki). En eins og ég hef bent á, þá er þessi stefna aðeins eitt (óraunhæft) afbrigði frjálshyggju og er ekki opinber stefna í neinu ríki svo ég viti til.

Og ég vil endurtaka það sem ég skrifaði í fyrri athugasemd: Íslenzka bankahrunið varð vegna duglausra stjórnmálamanna og embættismanna (sem flestir eru enn við völd/í starfi) sem hvorki höfðu greind né dug til að setja bönkunum sömu reglur og tíðkuðust í nágrannalöndunum.

Með því að einka(vina)væða bankana (sem ekki einu sinni fékkst fullt verð fyrir) og síðan þráast við að setja viðeigandi lög um bankastarfsemi er pólítísk spilling og er ekki birtingarmynd frjálshyggju. Frekar birtingarmynd pólítískrar heimsku og dugleysis. Hrunið varð rökrétt afleiðing. Allir alþingismenn sem sátu þingið á þessari öld og þögðu þunnu hljóði eru meðsekir. Ekkert síður en útrásarþjófarnir og klapplið þeirra.

Vendetta, 14.10.2011 kl. 11:52

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gamla frjálshyggjan sem Adam Smith byggði upp var rökrétt framhald af frumkapitalismanum sem rekja má til siðbótamannanna Kalvins og Luthers. Hún var í eðli sínu góð og gild. Síðan komu menn eins og Milton Friedmann sem hófu frelsishjalið upp í annað veldi, í Pentagon hermálaráðuneyti BNA, þeir nefna þetta einhverra vegna „Varnarmálaráðuneyti“ eins og það þyki fínna, undirbjó valdarán í Chile undir forystu hins miður þekkta Pinocets sem rændi völdum í stjórnarbyltingu. Þessi nútíma frjálshyggja sem þarna var praktíséruð var dýru verði keypt, rétt eins og tilraunin sem gerð var á Íslandi um aldamótin 2000 og ekki sér fyrir endann á. Ekki var nóg að fjármunir sem lágstéttirnar höfðu undir hondum sópað til auðmanna, heldur voru millistéttirnar einnig rændar auði sínum með ótrúlegri ágirnd á auð heillrar þjóðar. Akkúrat þetta er að gerast í íslensku þjóðfélagi í dag. Að vísu ekki með byltingu heldur ævintýramennsku sem er ákvörðun umdeildra ævintýrastjórnmálamanna.

Eg hefi trú á að ástandið batni en aðeins að í næstu kosningum sjái sem flestir gegnum lýðskrumið. Mikil hætta er á að popularismi komi nýjum ævintýra- og vandræðamönnum inn á Alþingi sem þeir eiga í raun ekkert erindi.

Góðar stundir.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband