6.10.2011 | 23:33
Umdeildur þingmaður
Einar Guðfinnsson er einn af umdeildustu þingmönnum Sjhálfstæðisflokksins. Hans verður sennilega einna lengst minnst fyrir að hafa skilið eftir sig tímasprengju í ráðherrastólnum áður en hann yfirgaf hann snemma árs 2009: Hann leyfði umdeildar hvalveiðar án þess að taka slíka ákvörðun við aðra hvort sem var við ríkisstjórn eða Alþingi.
Hvalveiðar hafa ekki neina viðskiptalega þýðingu lengur fyrir íslenska þjóðarbúið. Mikil breyting sem áður var. Hins vegar hefur þessi leyfisveiting valdið ferðaþjónustu landsins sennileg mun meiri skaða en efnislegur ávinningur hvalveiða. Er ferðaþjónusta þó einn mikilsverðasti, varanlegasti og verðmætast vaxtabroddurinn í íslensku atvinnulífi.
Þessi þingmaður hefur lengi verið iðinn við að krýna sig til riddara af ýmsu tilefni. Nú á að efna til andófs og tortryggni gegn Efnahagsbandalagi Evrópu en kvótakóngum er EBE mjög mikill þyrnir í augum. Kannski að innan EBE leynist mun farsælli lausn en Einar Guðfinnsson og félagar telji sig hafa tök á. Auðvitað er langur vegur þangað til Ísland sé komið alla leið þangað. Þannig fullgildum við ekki einu einasta meginskilyrði um inngöngu sem komið er, nefnilega að hafa hallalaus fjárlög, skuldir innan tiltekinna marka og að verðbólga sé ekki hætti en ásættanlegt er.
Einar er popularisti. Hann sækir atkvæði sín til Vestfjarða þar sem kjósendum er mjög umhugað um útgerðarhagsmuni. Einar er glúrinn að stilla strengi sína við þær væntingar sem hann telur sig sækja fylgi sitt til. En kannski þetta sé allt meira og minna blekkingarleikur. Leikur kattarins að músinni.
Óskandi er að sem flestir sjái gegnum glansinn og glamuryrðin.
Góðar stundir!
Mosi
Erfiðustu kaflarnir ekki opnaðir á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hins vegar hefur þessi leyfisveiting valdið ferðaþjónustu landsins sennileg mun meiri skaða en efnislegur ávinningur hvalveiða.
Hefur þú einhverjar tölur til að sýna fram á það? ég leyfir mér að stórefast um, að það að leyfa veiðar á örfáum hvölum geri ferðaþjónustunni mikinn skaða(og nei ég hef ekki tölur til að sýna fram á það annað en það sem hefur komið í fjölmiðlum að ferðaþjónusta er að aukast með ári hverju!).
Þú verður líka að taka inn í það að fyrir hvern veiddan hval er meiri fiskur í sjónum til að veiða, þar skilar sér hagnaður...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2011 kl. 00:18
umdeildur bloggari sem hefur sýna hentisemi með sannleikann
Magnús Ágústsson, 7.10.2011 kl. 05:53
"Hann leyfði umdeildar hvalveiðar án þess að taka slíka ákvörðun við aðra hvort sem var við ríkisstjórn eða Alþingi."
Þetta er alrangt hjá þér. Hann hafði samþykki Alþingis á bak við sig í þessu. Þú þarft að kynna þér málin, áður en þú fjallar um þau.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2011 kl. 08:30
Halldór: Þau fyrirtæki sem hafa verið tengd hvalaskoðun telja sig hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni m.a. vegna hrefnuveiða í Faxaflóa.
Magnús: Tek undir orð þín að Einar Guðfinnsspon hefir lengi verið umdeildur.
Gunnar: Hvalveiðar hafa alltaf verið umdeildar og þó svo að einhver samþykkt í formi þingsályktunar þá hefði Einar átt að bera undir alla ríkisstjórnina tillögu um hvalveiðar. Með þessu sýndi hann af sér ámælisvert ábyrgðarleysi gagnvart öðrum, já alveg óskiljanlegt kæruleysi enda var hann ekki að storka aðeins innlendum aðilum heldur einnig Bandaríkjamönnum og það er alveg óþarfi að haga sér eins og grjótkastara í glerhúsi.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.10.2011 kl. 18:39
Ríkisstjórnin var ÖLL samþykk hvalveiðum og yfirgnævandi meirihluti Alþingis einnig. Hvað er umdeilt við það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2011 kl. 08:52
Gunnar: Vonandi áttrðu þig á því að margar ákvarðanir ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins voru vægast sagt mjög umdeildar. Ákvörðun Einars Guðfinnssonar um að leyfa hvalveiðar var mikil bíræfni sem hann tók ákvörðun um á eigin forsendum án þess að bera hana undir ríkisstjórnina alla. Ekki trúi eg að ráðherrar Samfylkingar hafi verið sáttir um þessa ákvörðun, alla vega vildu þeir ekki kannast við hana þannig að það eru töluverðar ýkjur hjá þér að fullyrða að öll ríkisstjórnin hafi staðið að baki glæfralegri ákvörðun Einars.
Vitað er að hvalveiðar eru umdeildar ekki aðeins á Íslandi heldur nánast öllum þeim löndum sem við höfum samskipti við. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er sáralítill og jafnvel veldur tjóni t.d. vegna ferðaþjónustu sem þið álkallarnir viljið helst ekki viðurkenna sem alvöru atvinnuveg.
Góðar stundir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.10.2011 kl. 19:00
Þair einu sem voru á móti þessu voru afturhaldsseggirnir í VG, auk einhverra undanvillinga þaðan í Samfylkingunni
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2011 kl. 21:12
Þú ert ekkert sérstaklega málefnalegur Gunnar. Þú ættir að kynna þér þessi mál betur áður en þú ferð að bulla um eitthvað sem þú virðist hafa takmarkaða þekkingu á.
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.10.2011 kl. 10:14
Bíuddu nú við!!! Getur þú sagt þetta?
Það er augljóst að þú veist minna en ekkert um málið. Þú heldur því t.a.m. fram Samfylkingin hafa átt ráðherra í ríkisstjórn, þegar Einar K. fór eftir lögum um hvalveiðar frá árinu 1949 og leyfði hvalveiðar að nýju árið 2006. Fyrir lá samþykki Alþingis frá árinu 1999.
Populistarnir í vinstristjórninni hafa ekki reynt að breyta þessari samþykkt frá 1999, enda þora þeir það ekki í trássi við yfirgnævandi vilja þjóðarinnar, eins og margoft hefur komið fram í skjoðanakönnunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2011 kl. 10:58
Hvalveiðar hafa verið mjög umdeildar og skipta okkur litlu sem engu fjárhagslegu máli. Og við eigum erfitt með að komast upp með þær vegna vökulla augna „stóra bróður“ í Ameríku.
Er rétt að fórna meiri hagsmunum fyrir þá minni? Á að grafa undan ferðaþjónustunni og útflutningi á fiskafurðum? Að minni hyggju er það heimska! Gildir einu hvort Alþingi hafi samþykkt eitthvað rugl fyrir 12 árum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.10.2011 kl. 11:21
Þetta er kjaftæði, Guðjón. Ferðaþjónusta eykst ár frá ári. Umfang hvalaskoðunar líka.'utflutningur á fiskafurðum hefur ekki skaðast hingað til. Hvað er vandamálið? Og hvalveiðar verða ekki umdeildar við það eitt að einhverjir örfáir segi það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2011 kl. 12:26
Hvað er vandamálið? spyr þú Gunnar. Er ekki ástæða að taka hótanir þeirra fyrir „westan“ alvarlega þegar erindi um viðskiptabann gagnvart Íslendingum vegna hvalveiða er komið á borð bandaríkjaforseta?
Mér hefur alltaf fundist karlar eins og þú sýna mikla léttúð í hinum ýmsu málefnum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2011 kl. 14:04
Samtök fiskútflytjendi hafa gefið það út að þau hafi ekki áhyggjur af þessum hótunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2011 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.