6.10.2011 | 13:02
Stjórn Bankasýslu segi af sér!
Greinilegt er að markmið stjórnar Bankasýslunnar hafi verið að styrkja hagsmuni Framsóknarflokksins með því að ráða mann sem tók þátt í undirbúningi umdeildrar einkavæðingar á ríkisbönkunum.
Ef stjórn Bankasýslu ríkisins segir ekki sjálf af sér ætti að leysa hana þegar frá störfum og ógilda annarlega ákvörðun hennar við ráðningu í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta starf á ekki að vera á vegum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka, heldur að vera hafið yfir pólitískt hagsmunapot sem átti meginþáttinn í bankahruninu.
Við megum ekki við fleiri áföllum eftir bankahrunið og miklir hagsmunir eru fyrir þjóðina að landinu verði aldrei aftur stjórnað af fámennri klíku valdamanna sem hafa hagsmuni heildarinnar ekki í fyrirúmi.
Góðar stundir.
Mosi
Segir ráðninguna hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páll á bara að ganga í Vinstri Græna eða Samfylkinguna þá er málið dautt valdarklíka þar sér um það.
Rauða Ljónið, 6.10.2011 kl. 13:32
Heldur Rauða ljónið að VG/Samfylkingin sé jafnspillt og Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Ónei.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 13:38
Þetta mál er orðið hið undarlegasta. Ég hélt fyrst þegar fréttir bárust af ráðningu Páls að hann hafi verið hæfastur og að við værum á leið út úr flokksskýrteinaráðningum. En það er vist ekki nóg að ríkisstjórn hafi góðan ásetning, embættismannakerfið hefur ekki sveigt af leið.
Það er misskilningur hjá rauða ljóninu að það drepi málið ef Páll gengur í VG eða Samfylkinguna. Það var ekki sú "klíka" sem skapaði vandann, var það? Ég sé rauða ljónið og andstæðinga ríkisstjórnarinnar fyrir mér argandi af illsku og við það að fara á límingunum ef "hæfasti umsækjandinn" hefði slysast til að vera VG eða Samfylkingarmaður og hvað þá ef svo hefði komið í ljós að hann var alls ekki hæfastur og umsóknarferlið allt unnið aftur á bak og í nafni einhvers fyrirtækis út í bæ.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 14:10
Vinstri Grænir Samfylkinguna hafa þá ekki ráðin ein né neinn úr sýnum röðum í ráðuneytin það þá ný og óskrifuð saga eða goðsögn.
Rauða Ljónið, 6.10.2011 kl. 15:26
Var einhver að halda því fram Rauða Ljón? Er ekki eðlilegt að ráðherrar hafi sitt fólk í kringum sig í ráðuneytunum, frekar en einhverja arfleifð frá fyrri ráðherrum, sem eru kannski í hjarta sínu andsnúið stefnu ráðherrans?
Ég er þeirrar skoðunar að leggja eigi niður stöður ráðuneytisstjóra í núverandi mynd og ráðherrar komi með sinn ráðuneytisstjóra með sér, sem nokkurskonar aðstoðarráðherra, og sá hverfi svo á braut um leið og ráðherrann.
Það er glórulaus stjórnsýsla að ráðuneytisstjórinn, yfirverkstjórinn í ráðuneytinu, sé pólitískur andstæðingur ráðherra og viðkomandi ríkisstjórnar, skipaður einhverjum áratugum fyrr.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.