Skammsýni ungliða Sjálfstæðisflokksins

Á Íslandi hefur þróast mikið og að mörgu leyti mjög merkilegt menningarlíf. Gríðarleg starfsemi tengist því. Að hætta öllum fjárstuðningi við Sinfóníuhljómsveit Íslands væri alvarlegt tilræði við menningarlífið á Íslandi. Hvað yrði næst? Einkavæðing og meiri einkavæðing?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt þjóðina langleiðina til glötunar. Hann kappkostar að grafa sem mest úr öllu viðreisnarstarfi eins og það sé einkamál hans. Ekki má endurskoða stjórnarskrána nema gegnum blind gleraugu einkavæðingarmanna í Sjálfstæðisflokknum. Ekki má breyta Stjórnarráðinu enda ruglar það allar hugmyndir þeirra um helmingaskiptastjórn við Framsóknarflokkinn sem byggst hefur á spillingu og blekkingum.

SUS mætti gjarna vera útlistað: Skammsýni ungliða Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir en án vondra hugmynda SUS!

Mosi


mbl.is SUS fagnar mögulegu verkfalli Sinfóníunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér

Alli (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég er sammála því að það hefði verið betra að nota peningana í mýkri mál í staðinn fyrir að hella þeim í steinsteypu.

Í mínum huga er þetta spurning um tímasetningu og forgangsröðun og betra hefði verið að fólk hefði verið ofar steinsteypunni í þessu máli.

Lúðvík Júlíusson, 6.10.2011 kl. 08:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í hálfa öld æfði og spilaði Sinfónían okkar í húsnæði sem alla tíð var vitað að yrði til bráðabirgða. Nú er húsið risið og nánast fullbúið. Vilja SUS menn að grafa enn undan rekstrargrundvelli þess?

Mjög líklegt er að bjartsýnustu hugmyndir verði að raunveruleika innan tíðar: Tónlistarhúsið er þegar orðið þekkt og komið á kortið. Nú má reikna með auknum straumi ferðamanna m.a. vegna starfseminnar í húsinu, einnig yfir vetrartímann sem ekki veitir af.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband