Hver skipuleggur?

Þegar mótmælt var aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde komu mótmælendur á eigin forsendum með potta, pönnur og annað til að slá með. Nú endurtekur sig sagan að einhver hagsmunaaðili útvegar tugi tunna til að berja í. Hvaða aðili skyldi þetta vera? Og hverju er verið að mótmæla?

Mér finnst mótmæli vera góð og gild svo framarlega sem einhverjar góðar forsendur eru fyrir þeim og eins að þau fari fram án skrílsláta. Mótmælin við þingsetninguna voru fljótlega orðin að ómerkilegum skrílslátum sem eru engum til sóma.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Stilla upp tunnum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru kannski ekki nógu góð ástæða að minna en fjórðungur landsins styðji ríkisstjórnina apakötturinn þinn. Það er alveg eftir þér og þínum að lofsama mótmæli þegar það er ykkur til góðs en tala þau niður þegar aðrir standa fyrir þeim.

Rúnar (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 19:00

2 identicon

Þú hlítur að hafa fest hausinn á þér upp í rassgatinu á þér Rúnar minn

Bergur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 19:05

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rúnar: Svona á ekki að mótmæla. Í viðtölum við tvo mótmælendur núna á Austurvelli í kvöldfréttum sjónvarpsins var fullyrt að mótmælin bærust gegn þeim sem ábyrgð bera á skuldum heimilanna. Eru það ekki bankarnir sem ábyrgðina bera?

Af hverju ekki að mótmæla við aðalstöðvar bankanna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2011 kl. 19:10

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Talsmátinn á nafnleysingjunum hér að ofan bendir ekki til þess að greind þeirra bjóði upp á skilning á spurningunni og inntaki hennar, Guðjón.

hilmar jónsson, 3.10.2011 kl. 19:35

5 Smámynd: Óskar

Það ætti að standa bara XD á tunnunum en þessir aumingjar eru vanir að drulla á AMX, kasta eggjum og rífa kjaft á blogginu nafnlaust.

Óskar, 3.10.2011 kl. 19:45

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Guðjón! Ég man ekki betur en hópur manna undir stjórn vinsæls söngvara hafi skipulagt umrædd mótmæli. Er það misskilningur eða rangmini hjá mér. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 3.10.2011 kl. 19:52

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér dettur í hug Vindhanar þegar ég sé vinstri menn hneykslast á mótmælum núna,öðruvísi mér áðurbrá.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.10.2011 kl. 19:53

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þeir sem eru að mótmæla vaxtaokrinu, verðbólgunni og eignaupptöku bankanna eiga að beina mótmælum að réttum aðilum. Alþingi er ekki rétti vettvangurinn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2011 kl. 19:57

9 identicon

Ef ég man þetta rétt þá hefur þessi fyrgreindur vinsæli söngvari viðurkennt í viðtali að mótmælin sem hann "stýrði" voru skipulögð af einum stjórnmálaflokknum, þeim flokki sem var til við samruna fjögura flokka og má því með sanni nefna fjórflokk.

Maður veltir fyrir sér afhverju fréttamenn fjölluðu ekki meira um þessa játningu söngvarans.  Er það kannski máli hjá fjölmiðlum hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut?

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 20:11

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta eru grænar tunnur í lit hverjar?

Rauða Ljónið, 3.10.2011 kl. 20:31

11 identicon

Mosi er augljóslega mosavaxinn eyrna á milli, það vita allir um þátt vinstri grænna í mótmælunum gegn Ríkisstjórn Geirs H Haarde.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 20:49

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir Við fengu m þetta í beinni útsendingu þegar Steingrímu J dró Aálfheiði Ingadóttir æpand og öskrandi frá lögtreglumanni sem hún hreinlegs réðist á með óbótaskömmum. Enda er óbeit VG á lögum og reglu löngu ljós Ég þekki til lögregluþjónsins og efast ekki um heiðarleika hans. Og ég man fljónvarpsskotið frá fg atviki. Verið ávallt æært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 4.10.2011 kl. 00:03

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú endurtekur sig sagan að einhver hagsmunaaðili útvegar tugi tunna til að berja í. Hvaða aðili skyldi þetta vera?

Það voru einfaldlega "Tunnurnar" sem gerðu það, en þeim hópi tilheyra meðal annars nokkrar valinkunnar grasrótarkonur. Þú gerir alltof mikið úr þessu með því að tala um skipulag. Þetta er ekki eitthvað sem er þaulskipulagt. Það er einfaldlega boðað til tunnumótmæla, einhver útvegar tunnur (það er auðvelt, það fellur mikið af þeim til afgangs hjá ýmsum fyrirtækjum), einhver annar útvegar sendibíl til að flytja þær á staðinn, enn aðrir mæta á völlinn til að bera þær að girðingu. (Ég var þar á meðal í gær.) Svo mætir fólk bara og trommar, eða með aðra hljóðgjafa sem það notar til að framkalla hávaða. Ég var til dæmis með dómaraflautu og loftlúður.

Það þarf ekkert að skipuleggja þegar allir vita hvað þarf að gera. Við göngum einfaldlega til verks, og látum þetta gerast. Svo að verki loknu setjumst við niður á og ræðum aðgerðirnar, hvað heppnaðist vel, hvað mátti betur fara, og hver eru næstu skref. Ólíkt stjórnvöldum þá gleymist lærdómur reynslunnar ekki á milli aðgerða, heldur nýtist til að gera þær betur heppnaðar og farsælli í hvert skipti. Það þarf ekki að setja neitt í neina nefnd til að ná árangri hér. Þvert á móti!

Það er þessi sjálfsprottni anarkíski samtakamáttur sem dauðskelfir þá sem kunna ekkert nema að taka við skipunum að ofan og segja já og amen.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 15:03

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð pæling Mosi. 

Þeir bregðast ekki nafnleysingjarnir frekar en venjulega í málfari og almennri kurteisi. Það þyrfti að safna þeim saman fyrir næstu mótmæli og nota þá til ásláttar. Það næst örugglega holari og betri hljómur með því að berja á þeim tóma hausana, en holar tunnurnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband