Rætur vandans?

Lögreglumenn hafa miðað við erfið, oft hættuleg og ekki síst krefjandi starfsskilyrði ekkert of há grunnlaun. Lögreglumönnum hefur fækkað og ekki orðið nein fjölgun með hliðsjón af þróun íbúafjölgunar og vaxandi verkefna. Mikil yfirvinna oft á tíðum ómanneskjuleg lyftir heildarlaununum dálítið upp. Lögreglumenn eiga því skilning þjóðarinnar fyllilega skildar og að rétt er að betur verði komið á móts við kröfur þeirra.

Um miðja síðustu öld voru starfskjör kennara, hjúkrunarfólks, presta, lögreglumanna og póstmanna mjög áþekk. Launakjör þessara ríkisstarfsmanna voru eftir launalögunum 1945 sem voru nálægt þriðjung og allt að 40% af ráðherralaunum. Þingmenn voru einungis launaðir meðan þing var og laun þeirra áþekk töxtum verkamanna. Síðan virðist eins og andskotinn hafi komið öllu í rugl. Hátekjumenn hafa skarað vel að sínum hagsmunum.

Fyrir um 35-40 árum fór fram starfsmat hjá opinberum starfsmönnum eftir erlendri fyrirmynd og lengi síðan var það endurtekið nokkrum sinnum með breyttum forsendum. Í upphaflega starfsmatinu var kannað hversu mikið reyndi á lestrarkunnáttu og skriftarkunnáttu. Þetta átti sinn þátt í að póstmenn drógust langt aftur í launum eftir starfsmati enda niðurstaðan rökstudd með því að þó menn kynnu að lesa væri kannski ekki jafn þörf fyrir skriftarkunnáttu!

Vitað er að menntun lögreglumanna er að mörgu leyti áfátt. Lögregluskólinn er barn síns tíma og þyrfti að ganga gegnum endurnýjun og tengjast betur öðrum skólum í skólakerfi landsins. Ljóst er að menntun lögreglumanna þyrfti að vera mun fjölbreyttari og taka á fleiri sviðum. Þar gæti hundurinn verið grafinn.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er líka til önnur hlið á þessu máli.

Vendetta, 24.9.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband