Hluthafar almenningshlutafélaga rísi upp!

Einu sinni átti eg hlutabréf í Landsbanka að nafnvirði 100.000 en seldi þegar mér leist ekkert of vel á flumbruganginn hjá stórnendum bankans.

Hins vegar tapaði eg miklu í Atorku, Kaupþingi og Existu sem eru nú talin vera einskis virði eftir hrunið. Allt voru þetta almenningshlutafélög.

Til stjórnenda almenningshlutafélaga ber að leggja auknar skyldur:

Þeir eiga að stýra fyrirtækjunum með langtímamarkmið í huga, leggja fyrir í varasjóði til að mæta erfiðleikum þegar á móti blæs. Þeim ber að sýna hófsemi í kaupkröfum sínum og þar með gott frumkvæði. Þannig er unnt að byggja upp gagnkvæmt traust.

Við sem töpuðum sparnaði okkar eigum að taka okkur þetta mikilvæga framtak okkur til fyrirmyndar. Við getum hafið málsókn gegn stjórnendum fyrirtækjanna m.a. á þeim forsendum að þeir hafi ekki stýrt fyrirtækjunum með hag hlutafjáreigenda að leiðarljósi. Þetta kann að vera erfitt að sanna en mikilvægt af þeim ástæðum að þessi almenningsfyrirtæki verði rannsökuð ofan í kjölinn.

Þetta kann að vera erfitt með sum eins og bankana og Atorku sem voru afhent kröfuhöfum en ekki sett í gjaldþrot. Þrotabú hefur mjög rúmar heimildir að rannsaka bókhaldsgögn og þar með aðdraganda að því að allt lenti í vitleysu. Þrotabúið getur velt hverjum steini og jafnvel rifta aftur í tímann umdeildum gjörningum. Í stjórn Atorku voru 2 hæstaréttarlögmenn sem hafa væntanlega gert sér grein fyrir þessari ábyrgð sinni og með ákvörðunum komið í veg fyrir að bókhaldið og líkleg fjármálaóreiða kæmi í ljós. Kannski það hafi verið þeim í hag að kröfuhöfum var afhent forréttingin án þess lífeyrissjóðir landsmanna og litlu hluthafarnir gætu gert ráðstafanir við hagsmunagæslu sína.

Landsbankinn er enn í eigu íslenska ríkisins og það kann að vera ástæða þess að Ólafur Kristinsson hdl telji von um að koma ábyrgð á stjórnendur bankans.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Margir styðja hópmálsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband