13.9.2011 | 06:45
Bjarni í basli
Bjarni er snöggur til þegar tækifæri gefst að vekja athygli á sér. Sennilega er hann í mjög erfiðri stöðu sem formaður flokks sem ber meginábyrgð á hruninu þegar karlinn í brúnni steinsvaf þó þjóðarskútan stefndi beint í brimgarðinn og steytti loks á skeri.
Auðvitað hafa tekjur ríkissjóðs dregist verulega saman eftir hrunið. Flestir eru sammála um að halda beri uppi þeirri samfélagsþjónustu sem nútímasamfélagið gerir kröfu um: heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngur og fleira séu viðeigandi. Verulegur ágreiningur er um leiðir að bæta ástandið. Vinstri menn vilja hækka skatta einkum hátekjumönnum sem íhaldið vill hlífa. Sumir vilja einkavæða sem mest en mjög dapurleg reynsla er af slíku á flestum sviðum. Sporin hræða enda hefur þurft að taka víða til eftir einkavæðingu bankanna sem verður Sjálfstæðisflokknum og Framsókn til ævarandi skammar í sögu fámennrar þjóðar.
Forystumenn þessara beggja flokka hafa aldrei beðið þjóðina afsökunar á hruninu. Þeim finnst sjálfsagt að líta á að þeir bæru enga ábyrgð samanber viðhorf þeirra til ákæru gegn Geir Haarde. Þjóðinni blæðir, ríkiskassinn tómur enda tekjurnar takmarkaðar.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þessari ríkisstjórn takist ætlunarverk sitt. Þar þarf engann Bjarna Benediktsson að meta slíkt. Hann er eins og hver annar fulltrúi þeirra braskara sem með fjárglæfrum komu okkur í þessa erfiðu stöðu.
Góðar stundir
Mosi
Staða ríkisfjármála grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þessari ríkisstjórn takist ætlunarverk sitt."
Hversu langan tíma ætlar þú að gefa ríkisstjórninni? Hversu nálægt gjaldþroti á ríkissjóður að koma þar til þú biður um kosningar?
Nú veit ég að þú ert gallharður Samfylkingarmaður (gleymir meira að segja að geta þess að Samfylkingin var líka í ríkisstjórn þegar hrunið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skall á), og munt sennilega styðja þinn flokk fram á ystu nöf, en það væri athyglisvert að vita hvort þú hafir einhver endimörk á stuðningi þínum við ríkisstjórnina. Hvort orðið "tíminn" hjá þér sé endanlegur eða óendanlegur.
Geir Ágústsson, 13.9.2011 kl. 07:26
Geir:
Telur þú að kosningar leysi fjárhagsvandræði ríkissjóðs? Getum við aukið tekjur sjóðsins?
Ætli nokkrum heilvita manni detti það í hug.
Til að leiðrétta misskilning þá hefi eg marga skoðanabræður innan Samfylkingarinnar en hefi verið skráður í VG og er ritari flokksdeildarinnar í Mosfellsbæ.
„Tíminn“ er afstæður. Hann getur þess vegna verið „dagur sem þúsund ár“ eins og segir í þjóðhátiðarsálmi Matthíasar.
Söguna skrifum við ekki með bundið fyrir augun. Við verðum að skoða allar heimildir og velta ýmsum steinum.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2011 kl. 09:38
"Getum við aukið tekjur sjóðsins?"
Er það lausnin?
Gefum okkur að svo sé (en í mínum huga er það vandamálið, en ekki lausnin).
Aukin skattheimta á sært hagkerfi eykur ekki tekjur ríkissjóðs.
Aukin skuldsetning ríkissjóðs er ekki sjálfbær, hvorki til lengri né skemmri tíma.
Ef kakan fær að vaxa, þá skilar minni sneið meiri skatttekjum en stækkandi sneið af minnkandi köku.
Þetta er eitthvað sem allir ættu að vita, en engu að síður staðreyndir sem eru viljandi hunsaðar af núverandi stjórnvöldum, af pólitískum ástæðum. Það er beinlínis pólitískur ásetningur ríkisstjórnarinnar að stækka ríkisvaldið. Að það kafsigli í leiðinni hagkerfinu er afleiðing þess pólitíska ásetningsins.
Með því að koma þess konar hugsunarhætti út úr ríkisstjórninni, þá er margt unnið. Kannanir sýna að kosningar í dag minnka verulega fjölda þeirra Alþingismanna sem hafa þann pólitíska ásetning að stækka ríkisvaldið. Svo já, kosningar gætu leyst fjárhagsvandræði ríkissjóðs.
Geir Ágústsson, 13.9.2011 kl. 09:55
Mikil er trú þín Geir!
Auðvitað hefði þurft að endurheimta það gríðarlega fé sem var stolið úr bönkunum og fallandi fyrirtækjum og þeim komið úr landi.
*Nafni þinn Haarde var steinsofandi í Stjórnarráðinu og vildi ekki neina samvinnu við Breta. Með því valdi hann versta kostinn til að koma í veg fyrir kollsteypuna.
Því miður hefi eg litla trú á stjórnarandstöðunni. Hún gasprar og glamrar, beitir forseta lýðveldisins sem n.k. blaðafulltrúa þegar rök skortir.
Og stjórnarandstöðunni er stýrt af fulltrúum braskaranna: Bjarna og Sigmundi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2011 kl. 10:15
Það er meira (fleiri) af eignafólki í stjórninni en í andstöðunni.
Steingrímur býr t.d. flottast af þeim öllum sem sitja á þingi.
Enn kemurðu að bönkunum, sem eru fyrirtæki eins og hvert annað. Heldurðu að það yrði farið á mál við USA ef að Coca Cola Worlwide færi á hausinn?
Það er gaman að þjarka um andstöðuna Moggann ofl, meðan stjórnin er jú með fréttablaðið (og RÚV í rassvasanum) DV, Eyjuna, Smuguna osfrv.
Villtu ekkert aðhald?
Ég held að þú gleymir einnig að Óli sat ekki á þingi f. hægri flokk og getur því X-D lítið "beitt" honum. Hann sér aftur á móti það sama og 75% þjóðarinnar að það er ekkert verið að rifa seglin á stjórnarheimilinu. Stöðugildin eru fleiri, vinaráðningarnar fleiri en meira að segja á uppgangstímum Sjalla og meðan peningarnir streyma í gæluverkefni og sendiráð um allan heim er stækkandi partu þjóðarinnar á vonarvöl.
Það er með ólíkindum að Össur gaspri um "hagsýnu húsmóðurina" meðan hann situr í utanríkisráðuneyti sem er að henda peningunum út um gluggann.
Það eru 120 manns í vinnu á íslendi fyrir sendiráð erlendis.
Við erum með sendiráð um allan heim með öllu því uppihaldi og dekri sem í kringumm .au er, allt N.B. í erlendum gjaldmiðlum. Þar er ekki verið að rifa seglin en svo á að gera það á spítulunum... bara ekki í umdæmi neins þingmanns í stjórninni.... abra einhverstaðar annarsstaða... og hvenær...., jú "SEINNA"!
Hvað hefur verið lagt í að stoppa bankana sem nú þenjast aftur út með ógnarrhraða... EKKI NEITT. Enda er það það sem Helferðarstjórnin gerir "best"
Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.