13.9.2011 | 06:12
Stóriðjan greiðir brot af verði til almenningsveitna
Í upphafi stóriðju á Íslandi var samið um 3 mills eða $ 0.003 fyrir kwst. Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ofbauð svona lágt verð og uppi voru efasemdir á þeim bæ um að það væri nægjanlegt fyrir afborgunum og vöxtum af láni sjóðsins til byggingar Búrfellsvirkjunar. Um þetta var hart barist og reis sú deila einna hæst fyrir um 30 árum í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar.
En snúum okkur að nútímanum:
Á heimasíðu Landsvirkjunar eru athyglisverðar upplýsingar sem ekki hafa verið birtar áður:
Meðaltekjur af raforkusölu til stóriðjunnar eru tæpir 27 bandaríkjadalir fyrir MW stundina. Við erum að borga 12-15 krónur fyrir kwst þannig að stóriðjan borgar nálægt kr. 3.000 fyrir MWst eða um 3 kr fyrir kwst. en afhending raforkunnar fer fram í aðveitustöð við verksmiðju. Orkuverðið til heimila skiptist nokkurn veginn jafnt milli Landsvirkjunar og dreifiaðila.
Þarna er augljóst að þessi gríðarlegi munur leiðir til þess að tekjur Landsvirkjunar eru enn sem komið er að mestu frá almenningsveitum.
Rök stóriðjumanna eru þau, að rafmagnsnotkunin er nánast stöðug en ekki rokkandi eins og er í heimilisrafmagnsnotkun.
Við gætum selt gróðurhúsabændum umtalsvert magn af raforku á lægra verði en til almenningsveitna. Þar væri væntanlega um nokkuð stöðugt magn þó svo að árstíðasveiflur eru á. Gufuaflsvirkjanir eru heppilegar til að mæta slíkum sveiflum enda skerpist á gufuaflinu á vetrum. Ástæða þess er að kólnun frá yfirborði jarðar dregst verulega saman en eykst á vorin og yfir sumarið.
Hvers vegna ekki sé gerður samningur við gróðurhúsabændur um einhver megavött er óskiljanlegur.
Meðal sumra stjórmálamanna ríkir enn sú skoðun að halda beri leynd yfir orkuverði enda skaði það hagsmuni Landsvirkjunar. Kannski þau viðhorf tengist spillingu sem sennilega hefur viðgengist enda ekkert því til fyrirstöðu að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi fengið háar fjárhæðir fyrrum í kosningasjóði sína fyrir einstakan skilning á sjónarmiðum erlendra orkukaupenda fyrir ódýrri orku. Hver man ekki eftir áróðursherferð Finns Ingólfssonar fyrrum iðnaðarráðherra Iceland: lowest energy prices.
Góðar stundir
Mosi
Landsvirkjun undirritar viljayfirlýsingar um orkusölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.