Fylgjast menn ekkert með?

Hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar á Íslandi síðan 1989 ef undan er skilin fremur dapurleg tilraun eftir að Einar Guðfinnsson leyfði hvalveiðar að nýju undir lok janúar 2009. Var það vægast sagt mjög umdeild ákvörðun sem erfitt var að hnekkja að leyfa að láta reyna á. Í ljós kom að þessar veiðar skiluðu ekki þeim árangri sem að var stefnt og er mjög líklegt að bullandi tap hafi orðið á þeim.

Nú hafa elstu hvalveiðiskipin verið dregin að landi og ekki líklegt að þeim verði siglt meir. Líklega enda þau lífdaga sína að verða mikilvægir safngripir um sögu hvalveiða á Íslandi en mjög góður vísir að slíku safni má sjá í Ferstiklu. Mætti hvetja sem flesta að skoða þá sýningu auk þess að lesa rit Trausta Einarssonar um sögu hvalveiða á Íslandi sem kom út fyrir um 20 árum og ætti að vera til á öllum betri bókasöfnum.

Æskilegt væri að leiðrétta þessa bandarísku umhverfismenn og að þeir ættu að kynna sér betur stöðu mála áður en þeir hlaupa á sig. Það er alvarlegur hlutur að hvetja til viðskiptaþvingana af misskilningi. Þeir ættu að gera sþér grein fyrir því að þeir gætu bakað sér skaðabótaábyrgð ef sannast að þeir hafi dregið sjálfan bandaríkjaforseta á tálar og vélað hann til slíkra aðgerða.

Mosi


mbl.is Vilja viðskiptaþvinganir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

„ ........ að hnekkja að leyfa að láta reyna á." Hvað þýðir þetta ? Á þetta að vera svona ? Ég amk skil þetta ekki.

Og svo : 

„Þeir ættu að gera sþér grein fyrir því að þeir gætu bakað sér skaðabótaábyrgð ef sannast að þeir hafi dregið sjálfan bandaríkjaforseta á tálar ....."

Ég efast um að þetta sé rétt. Ég man ekki eftir öðrum dæmum frá seinni árum en Monicu Lewinsky sem þetta beinlínis sannaðist á en held ekki að hún hafi þurft að borga neinar skaðabætur, eða var það?

Hólmgeir Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Snorri Hansson

Við eigum að halda fast um réttinn til að nýta öll auðæfi hafsins. Alls ekki láta aðrar þjóðir skipa okkur fyrir verkum.

Snorri Hansson, 9.9.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband