Nóg komið af sköttum

Mörgum fannst nóg um að fjármagnstekjuskattur væri hækkaður úr 10 í 20%. Meira að segja útrásarbröskurunum fannst þessi 10% vera of há tala að með bolabrögðum komu þeir sér undan að greiða hann. Aðferðafræðin var einföld: Með því að stofna fyrirtæki á Tunglinu eða Tortóla færðu þeir gróðann þangað sem enginn skattur var reiknaður.

Væri ekki nær að gera rástafanir fyrir slíkum undanskotum fremur en að hvetja til slíks?

Braskaralýðurinn sér við því að borga 30% skattinn fyrst þeir tímdu ekki að borga 10% skattinn.

Þessi 30% skattur bitnar helst á eldri borgurunum sem og sparifjáreigendum. Hann er ranglátur enda hefur fólk verið margskattað til að afla sparnaðarins, tekjuskattur, útsvör o.s.frv.

Kannski mætti binda gjaldskrá við tekjur viðkomandi: hátekjufólk borgi meira fyrir samfélagsþjónustu: heilbrigðisþjónustu, póstþjónustu, síma, vatnsskatt, fasteignagjöld o.s.frv.

Aukin skattheimta kann ekki góðri lukku að stjórna.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Einfaldast í byrjun að hafa ákveðin höfuðstóll til fjármagnstekna undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Tek heilshugar undir það sem þú segir um að varasjóður venjulegra samfélagsþegna er það sem eftir er þegar búið er að margskattleggja þær tekjur sem sjóðurinn byggist á.

Hafðu það gott í Suðursveitinni Guðjón minn, er ekki grenjandi rigning austur þar?

Sigurður Hreiðar, 31.8.2011 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Sigurður

Er núna á Geirlandi við Kirkjubæjarklaustur. Jújúþað rigndi heilan helling í Skaftafelli eftir hádegi í dag en var þurrt við Jökulsárlón. Þar var svo mikið af sel að við lá að þar væru fleiri forvitnir selir en forvitið og áhugasamt ferðafólk.

Við verðum að fá einhverja lágmarksfjárhæð fría frá þessum voðalegu ofursköttum, t.d. sparnað að 4-5 milljónum ser eru engin ósköp. Hægt að þrauka á vöxtunum af þeirri fjárhæð. Annað mætti skattleggja fyrir hunda sem manna fótum!

Góðar stundir

Guðjón

Guðjón Sigþór Jensson, 31.8.2011 kl. 20:03

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

annað hvort ert þú óheyrilega sparsamur eða þú veist um einhverja ávöxtunarleið sem liggur mér ekki í augum uppi.

Mánaðar vextir af 5 milljónum af bestu bankavöxtum sem mér er kunnugt um þessa stundina (3,15%, MP banki 60+) gefur ekki nema um 13 þúsund krónur. Það duga´r mér ekki einu sinni fyrir fasteignagjöldum þó ég fengi það óskert, = engan fjármagnstekjuskatt. Ég vil halda við það lágmark sem ég stakk upp á í mínu bloggi: fyrstu 30 milljónirnar án fjármagnstekjuskatts.

Það væri samt ekki nema 78 þús á mánuði í vexti og enginn verður feitur af því.

Sigurður Hreiðar, 1.9.2011 kl. 13:41

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrirgefðu seint svar Sigurður: nei það held eg ekki, ætli helstu útgjöld mín séu ekki svipað og annarra: matur og drykkur, fasteignagjöld, orka, sími og auðvitað skattarnir!

Miðað við reynsluna af fjármálasukkinu þá hefi eg helst minnst vilja vita af sparnaði. Best af öllu er að taka upp gömlu þumalputtaregluna að eyða sem mestu sjálfur áður en útrásarvargar gamlir sem nýir eyði sparnaðinum okkar.

Margeir Pétursson var lengi vel stærsti hluthafinn í Jarðborunum. Þegar Þorsteinn Vilhelmsson varð á vegi hans með rúma 3 milljarða hlut af kvótabraski, skiptust þeir á hlutabréfum og kvótaféð Þorsteins varð stofninn að MP bankanum. Ætli sá banki eigi ekki eftir að leggja upp laupana sem aðrir þar sem stefnt er beint í brotsjóinn og strandið?

Bestu kveðjur

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband