18.8.2011 | 19:49
Hvað gerði Sigurður Kári til að koma í veg fyrir kreppuna?
Sigurður Kári ásamt öllum Sjálfstæðisflokknum kom ekki í veg fyrir efnahagshrunið. Hann steinsvaf rétt eins og fleiri, vill ekkert vita um orsök en veltir sér upp úr meintum mistökum við að koma þjóðarskútunni aftur á flot.
Frjálshyggjan var æðsta boðorð forystu Sjálfstæðisflokksins sem Framsóknarflokkurinn var einnig blindur af. Fjármálaeftirlitið var aðeins til málamynda, bönkunum og öðrum fjárfestingafyrirtækjum var breytt í ræningjabæli. Braskaranir náðu að kaupa og yfirtaka hvert fyrirtækið á fætur öðru án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir hlutina. Þannig rændi braskaralýður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sparifé landsmanna í formi hlutabréfa sem og eignir lífeyrissjóða. Engar skynsamar reglur voru settar til að koma í veg fyrir að skammtímasjónarmið braskaranna náði að éta fyrirtækin að innan.
Hvenær Sigurður Kári og aðrir sauðir Sjálfstæðisflokksins átta sig á þessum staðreyndum er ekki gott að átta sig á. En þeir mættu játa alvarleg afglöp sín fyrir þjóðinni og fremur leggja hönd á plóginn að koma þjóðarskútunni aftur á flot með skynsamlegum ábendingum en með einhverjum ódýrum klisjum eins og þeirri fullyrðingu að ríkisstjórnin og Seðlabankinn sé að lengja kreppuna.
Í augum allra þeirra sem líta yfir farinn veg og átta sig á stöðu mála er Sigurður Kári eins og hver annar hræsnari sem gerir ekkert annað en að benda á flísinu í augum náungans en gleymir bjálkanum í eigin auga og jafnframt öllum Sjálfstæðisflokknum.
Mosi
Allt gert til að lengja kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Allt gert til að lengja kreppuna" Er einhver hissa á því?
Skýringin er hjá Jóhönnu og Steingrími J. Þjarma nógu mikið að "Mörlandanum" svo þeir kjósi ESB. og ekkert múður.
Þetta er allt með ráðum gert.... Hissa, nei.
Jóhanna (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:14
Hárrétt.
Heiðar (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:19
Þ.e.a.s. hárrétt hjá Guðjóni.
Heiðar (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:24
Guðjón: Í þessu samhengi skiptir það akkúrat engu máli hvað Sigurður Kári aðhafðist - eða aðhafðist ekki - fyrir hrun. Þó hann eigi langt í frá flekklausan feril að baki þá dregur það engan vegin úr sannleiksgildi orða hans.
Það er löngu orðið tímabært að þið fáu sem ennþá reynið að bera í bætifláka fyrir þessa skelfilegu ríkisstjórn áttið ykkur á því að það er ekki endalaust hægt að fela aðgerðarleysi, spillingu og vanhæfni núverandi stjórnvalda með því að tala bara í staðinn um aðgerðaleysi, spillingu og vanhæfni fyrri stjórnvalda.
Þessi málflutningur ykkar er ömurlegur: líkt og strútar stingið þið höfðinu í sandinn og lítið framhjá skelfilegum og aðkallandi vandamálum Íslensks þjóðfélags í dag ... og talið bara um hvað allir aðrir voru vondir hérna í fyrndinni.
Já, svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Svo sannarlega ...
Birgir (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:45
Guðjón Sigþór í dag erum við með manneskjur í Ríkisstjórn sem gerðu heldur ekkert... Í dag erum við með Ríkisstjórn sem laug öllu fögru til að komast til valda og um leið og valdið fékkst hófst áframhald á hruninu með því að það er reynt allt í dag til þess að hirða eignir Landsmanna...
Ykkur finnst þetta kannski allt í lagi vegna þess að það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er við völd og er að fremja þennan óskapnað á Þjóð sinni...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.8.2011 kl. 22:37
Birgir orðar þetta fullkomlega hér fyrir ofan. Þar fyrir utan skora ég á þig, Guðjón, að finna eina ræðu frá einhverjum þingmanni úr hvaða flokki sem er sem varaði við einhvers konar bankahruni eða dró stöðu bankanna í vafa fyrir hrun. Það var ekki eingöngu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem svaf á verðinum heldur alþingi allt.
Pétur Harðarson, 19.8.2011 kl. 01:33
Þakka athugasemdir. Til að nánari fróðleiks og áréttingar við athugasemdum við færslu mína er vert að skoða einkum tvö mál:
Annars vegar frumvarp til laga um einkavæðingu bankanna og hins vegar um heimild um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Í báðum þessum málum bókstaflega „hraunaði“ ríkisstjórn Davíðs Oddsonar yfir sjónarmið þáverandi stjórnarandstöðu sem varaði mjög við að þessi ál væru ekki til þess fallin að hafa góð áhrif nema síður væri. Á daginn komu einhver verstu mistök sem um getur. Basnkarnir lentu í höndunum á bröskurum með litla og jafnvel enga vitund um góða siði og venjur í viðskiptum. Kárahnjúkavirkjun framkallaði falska efnahagsuppbyggingu sem olli útflutningsatvinnuvegum sem ferðaþjónustu gríðarlegu tjóni. Á þeim sviðum var algjör kyrrstaða og jafnvel hrun fyrir mörg fyrirtæki.
Hlutafé almennings og lífeyrissjóða tapaðist nær algjörlega. Hvað segið þið við þessu herrar mínir og frúr sem vilja engu illu trúa á mistök Sjálfstæðisflokksinsi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.8.2011 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.