Auðveldara er að gagnrýna en að benda á raunhæfa leið

Oft hafa ýmsir gagnrýnt það sem þeim þykir fara miður. Gagnrýni getur verið gagnleg, sé hún sett fram með sanngirni og raunsæi.

Gordon Brown, sá sami og beitti á okkur Íslendinga umdeildum hermdarverkalögum þegar honum tókst ekki að ná sambandi við ríkisstjórn Geirs Haarde hérna um árið, gagnrýnir nú valdamestu leiðtoga Evrópu, án þess að benda á hvar mistökin liggja. Alltaf hefur verið auðvelt að sjá flísina í auga grannans en ekki bjálkann í eigin auga.

Raunverulegur vandi EBE um þessar mundir er fyrst og fremst efnahagsvandi í Suðurlöndum. Þar hafa stjórnmálamenn sofið á verðinum rétt eins og ríkisstjórn Geirs Haarde hérna um árið. Í stað þess að skera á vandann, er allt látið drabbast niður og enginn vill bera ábyrgð, rétt eins og gerðist hér á landi.

Það er með öllu óskiljanlegt að þetta sé notað aftur og aftur í umræðum m.a. í áróðursskyni að hvetja okkur að ganga ekki skrefið til fulls: að vinna saman með öðrum þjóðum Evrópu að sameiginlegri framtíð. Við höfum þegar gegnum ESE undirritað 25 af 33 samningum EBE gegnum EFTA og ESE.

Í skilmálum EBE eru ákvæði um þegar ríki geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, verði settar takmarkanir á þau með ýms mál. Þannig ættu ríki sem geta ekki sjálf séð um að fjármál sín séu í lagi og að framfylgja lögum, t.d. að takmarka spillingu, verði ekki heimilt lengur t.d. að hafa sameiginlegan gjaldmiðil.

Evran er mjög merkur og mikilsverður áfangi til greiðari og hagkvæmari viðskipta milli þjóða, rétt eins og Bandaríkjadalurinn og Sterlingspundið enska hafa haft í alllangan tíma. Til þess að Evran blífi, verður að koma í veg fyrir að unnt sé að grafa undan henni með lakri fjármálastjórn og spillingu sem því miður er víða mikil, einnig hér á landi.

Mosi


mbl.is „Evru-ríkin misstu af tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, það er ótrúlegt hvernig þessi 16 fyrrum fullvalda ríki létu glepjast til að taka upp þennan þýzka gjaldmiðil, sem evran jú er. Þau hefðu alveg eins getað tekið upp Deutsche Mark og afleiðingarnar hefðu orðið alveg jafn hræðilegar. Allir heilvita menn gátu þegar séð árið 1999, hvað þessi hugmynd með evruna var ömurlega heimskuleg.

Jú, Ísland á samleið með öðrum Evrópuríkjum, en ekki innan ESB. ESB er öskuhaugur undir stjórn embættismannaklíku, þar sem fyrrum fullvalda ríki enda lífdaga sína.

Vendetta, 8.8.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér en ekki get eg verið sammála.

Evran var mjög merkileg tilraun sem eg vona að hafi ekki mistekist. Kannski að aðhald og eftirlit með fjármálalífi nokkurra ríkja hafi mátt vera betra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.8.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband