Hvað varð um „símapeningana“?

Þegar Síminn var einkavæddur hérna um árið þá átti að byggja „Hátæknisjúkrahús“, Sundabraut og fjármagna ýmsar verklegar opinberar framkvæmdir.

Ekkert af þessu hefur orðið að raunveruleika. Var þetta blekking í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Og hvað varð af öllum þeim gríðarlegu fjármunum sem áttu að fást fyrir einkavæðingu Símans? Var þeim stolið? Hverjir stálu? Eða var Síminn einkavæddur án þess að nokkur raunveruleg verðmæti voru afhent eigenda hans: Ríkissjóði sem er í eigu okkar allra.

Mér finnst Kristján Möller mega gera betur opinberlega grein fyrir hvar þessi verðmæti kunna að leynast?

Eða er hann kominn í hlutverk lýðskrumarans sem kappkostar að afla sér fylgis og vinsælda með óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum sem sýna skynsemi?

Mosi


mbl.is Undrast ummæli Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefur komið fram...þeir voru aldrei greiddir..

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef rétt reynist að aldrei hafi verið greitt fyrir Símann þá er spurning hvort ekki sé rétt að reyna að rifta þessum samningi þó seint sé. Hafi Kristján Möller vitað um þetta og ekkert gert til að fá greiðsluna greidda sem þáverandi samgönguráðherra, þá er hann í mínum augum eins og hver annar ómerkilegur lýðskrumari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.8.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta voru litlir 50 milljarðar ef ég man rétt. Skyldi það vera að þeir hafi verið settir í Landsbankann til ávöxtunar?

Eggert Guðmundsson, 4.8.2011 kl. 19:47

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já hvar eru þessir peningar?

Það þarf að kafa ofan í þessi mál. Þetta gengur ekki lengur svona.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.8.2011 kl. 20:46

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég held að helmingurinn sem var greiddur í evrum hafi verið notaðir til að greiða niður erlend lán.  Hinn helmingurinn var settur í Seðlabanka Íslands til ávöxtunnar og .. þessi frétt útskýrir þetta betur.

Lúðvík Júlíusson, 4.8.2011 kl. 22:10

6 Smámynd: HP Foss

Ef Kristján Möller hefur fengið þessa peninga, þá hafa þeir farið á Siglufjörð.

kv-Helgi

HP Foss, 5.8.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband