Skaflinn í Gunnlaugsskarði

Skaflinn í Gunnlaugsskarði sést ekki hvar sem er úr Reykjavík.

Fyrir um 20 árum um miðjan september var viðtal við Pál í sjónvarpinu þar sem hann var að skoða Gunnlaugsskarðið gaumgæfilega gegnum sjónauka frá Veðurstofunni. Nú er það svo að skaflinn sést ekki hvar sem er úr Reykjavík, einna síst austarlega en betur því vestar sem staðið er.

Daginn eftir fór eg að skoða þetta og ekki stóðst þetta. Í ljós komu leifar skaflsins, sem eg taldi vera nálægt 300 metra norður suður en um 40 metra breiðan.

Nú vil eg taka fram að eg ber mikla virðingu fyrir Páli enda er hann okkar einn fremsti og best máli farinn veðurfræðingur okkar.

Landslagi háttar nefnilega þar sem Kistufellið skagar fram úr Esjunni að dálítil hvilft gengur austar en bein lína frá hábungu Esju í Kistufell. Þannig skagar vesturhorn Kistufellsins fyrir þessa hvilft þannig að skaflinn hverfur þeim sem á horfa, standi þeir of austarlega.

Þegar um raunvísindi er að ræða þarf að beita öruggari og nákvæmari mælitækjum en sjónauka einum saman. Fara þarf reglulega á staðinn til mælinga og að sannreyna hvort skaflinn sé raunverulega horfinn. Þarna gengur ekki ágiskanir eða það sem maður telur sig vita vel.

Þá hafa flugmenn vakandi augu með ýmsu sem þeir verða varir við í náttúrunni. Upplýsinga mætti afla t.d. hjá flugmönnum Flugfélagsins sem fljúga margsinnis á dag fram hjá Esjunni.

Vinsamlegast

GJ


mbl.is Örlög skaflsins enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband