Á hverju eiga forhertir glæpamenn von?

Kannski er kaldhæðnislegt að tala um að ýmsum hefði þótt æskilegt að senda helvítis mannfýluna Breivik beint inn í eilífðina með kúlu í hausinn fremur en að handtaka hann. Ýmsir lögreglumenn, t.d. í BNA hefðu að öllum líkindum ekki hikað við að skjóta þetta úrhrak á færi enda eiga þeir oft í erfiðri glímu við forherta skúrka.

Vonandi verður ekki einhver annar skúrkur til að endurtaka svona glæfraspil.

Ef fjöldamorðinginn hefði verið felldur, hefði gríðarleg vinna og þar með fjármunir sparast. Nú sitja Norðmenn uppi með afkastamesta fjöldamorðinga ekki aðeins á Norðurlöndunum heldur í allri Norður Evrópu. Sennilega verður að leita til fyrrum herforinga Serbíu sem ábyrgð ber á fleiri mannslífum meðal núlifandi alvarlegra afbrotamanna innan Evrópu.

Nú ku Breivik sitja í gæsluvarðhaldi við góðan kost í nýreistu lúxúsfangelsi. Sennilega finnst mörgum þeim sem eiga við sárt að binda um þessar mundir, þessum afbrotamanni vera sýnd fullmikil miskunn sem hann sýndi ekki neinum. En það er nú svo að dýrara er fyrir samfélagið að hýsa glæpamenn í fangelsi en áður var, að nú mætti halda að þeim sé ekkert minna samboðið eins og dvöl og uppihald á dýrustu hótelum.

Hvað skyldi hafa orðið um vatnið og brauðið? Þótti það ekki fullboðlegt þessum úrhrökum samfélagsins?

Mosi 


mbl.is Höfðu næstum skotið Breivik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband