26.6.2011 | 20:00
Bráðabirgðalög strax!
Fyrrum var verkfallsréttur veittur fátæku verkafólki sem var að berjast fyrir rétti sínum. Núna á í hlut hópur fagfólks, flugmanna sem varla teljast vera á flæðiskeri staddur. Hvernig stendur á því að fremur fámennur hópur fagmanna geti haft þennan rétt þannig að bitni á mörg hundruðum jafnvel þúsundum farþega á degi hverjum?
Auðvitað ber að leysa þetta mál fljótt og vel. Flugmenn bera fyrir sig að ekkert hafi verið hlustað á sjónarmið þeirra. Ríkisvaldinu ber að leysa þetta mál á þann hátt að gefin verði út bráðabirgðalög, verkfallinu aflýst og deilumálinu vísað í gerðadóm. Deilumál sem þetta sem ekki virðast geta verið leyst á auðveldan hátt, eiga að vera beint í gerðardóm.
Verkföll eru gamaldags aðferð að bæta kjör sín og rétt. Aðrar aðferðir eru betri! Setjum bráðabirgðalög á verkfall flugmanna!
Mosi
Ekki rætt saman í flugdeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Setjum bráðabirgðalög á verkfall flugmanna!"
Nei.
Vendetta, 26.6.2011 kl. 20:11
Auðvitað eru bráðabirgðalög rétta lausnin. Verkföll eru vonlaus leið að leysa deilur.
Hver er rétta leiðin út úr klúðrinu?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.6.2011 kl. 20:28
Guðjón, kynntu þér málið aðeins betur. Þetta er ekki verkfall, heldur neita menn að vinna á frídögum og er fullkomnlega skiljanlegt þegar flugfélagið fer inní sumarið verulega undirmannað af ásettu ráði.
Gunnar (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 20:32
Það er ekki hægt að setja bráðabirgðalög á yfirvinnubann, aðeins verkfall. Samkvæmt vinnuréttarlöggjöfinni er engum skylt að vinna yfirvinnu. Aðeins heimilt.
Kolbrún Hilmars, 26.6.2011 kl. 22:07
Hvað breytist ef það koma lög?? EKKERT! Flugmenn halda áfram að hafa sína frídaga Og mæti samkvæmt þeirra vinnuskrá. Icelandair var varað við fyrir sumarið að fara ekki svona fáliðaðir í sumarvertíðina. En þeir gerdu ráð fyrir að menn myndu stökkva til og vinna heldur en að vera hjá fjölskyldunni. Reid sem blogga hér um eitthvað sem þeir vita um eiga að kveikja á heilanum Og kynna sér málin. Og Icelandair sendir nú rétt fyrir mánaðarmót uppsagnarbréf til yfir 100 flugmanna, menn með fjölskyldur og skuldbindingar, hvaða starfsmannastefna er það?
Guðjón (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 22:44
Gunnar:
Þú hefir kannski ekki áttað þig á að háannir í ferðaþjónustu er akkúrat NÚNA! Er tilgangurinn að reyna að ná árangri í skjóli þess að verið sé að koma í uppnám einum mesta vaxtasprota atvinnulífs Íslendinga um þessar mundir?
Við sem störfum í ferðaþjónustunni hugsum allt öðru vísi: Við viljum greiða götu þeirra sem vilja ferðast hingað til lands sem best, reynast þeim vel og að þau getin farið með sem bestar minningar héðan sem er auðvitað besta auglýsingin fyrir land og þjóð!
Af hverju að grafa undan ferðaþjónustunni á viðkvæmasta tímanum með umdeildum verkfallsaðgerðum? Er það kannski einhver önnur sjónarmið sem standa að baki? Af hverju ekki að vísa deilumáli sem þessu í gerðadóm? Er það ekki vænleg aðferð að leysa málá skynsamlegan og farsælan hátt?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.6.2011 kl. 22:57
Guðjón:
Þú hefur greinilega ekki áttað þig á því að þetta er yfirvinnubann - ekki verkfall.
Heldur þú að það sé tilviljun að t.d. kennarar hafa aldrei farið í verkfall að sumri til? Heldur þú kannski að með því hafi kennarar viljað "greiða götu" nemenda sem best, reynast þeim vel og óskað þeim sem bestra minninga í veganesti út í lífið?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 23:18
Mosi, yfirvinnubann er ekki heldur hægt að senda til gerðardóms.
Þegar yfirvinnubann hefur verið sett á af verkalýðsfélagi er starfsmönnum óheimilt að vinna yfirvinnu þótt þeir kunni að vera til þess reiðubúnir. Gerðardómur getur ekki hnekkt þeirri ákvörðun.
Icelandair verður að bíta í það súra epli að semja - eða ráða fleiri flugmenn.
Kolbrún Hilmars, 26.6.2011 kl. 23:39
Það er fullt af flugmönnum (og fjölskyldum þeirra) sem eru einmitt "á flæðiskeri staddir" marga mánuði á ári, ár eftir ár, vegna þeirrar stefnu Icelandair að reka félagið undirmannað! Það er líka dýrt fyrir þjóðfélagið að hafa þessa menn á atvinnuleysisbótum. Þetta er eitt aðalbaráttumál flugmanna. Það er því frekar við starfshætti Icelandair að sakast ef einfalt yfirvinnubann kemur niður á ferðaþjónustu landsins.
Ólafía (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 23:50
Nákvæmlega Ólafía.
Mosi þú þarft aðeins að rífa hausinn uppúr sandnum og horfa lengra en nefið nær og kynna þér málin betur áður en að setja eitthvað svona fram. Umfjöllun um þetta í fjölmiðlum hefur verið mjög léleg og lítið komið þar fram um hvað málið í raun og veru snýst
Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 07:26
Það er með þetta eins og svo margt annað sem fjölmiðlar fjalla um, tómt klúður.
Það er fáránlegt að flugleiðir skuli ekki fara fullmanaðir í aðal vertíð ársinns. Hvernig geta flugleiðamenn ætlast til liðlegheita þegar þeir hafa nú þegar sagt upp stórum hópi flugmanna?
En það að flugmenn þurfi ár eftir ár, að selja frídaga sína að sumri, þegar allir vilja vera sem mest heima með sínu fólki er algerlega óásættanlegt.
Svo er það kannski spurning hvað veldur því að fyrirtækið mannar ekki allar stöður, fá þeir ekki flugmenn í allar stöður? Það er nú svo komið að íslenskir flugmenn eru láglaunaflugmenn Evrópu, og margir hafa farið til starfa hjá erlendum flugfélögum, bara svona vangaveltur.
Kv.
Bjössi (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 13:26
Nú hefir samist milli deiluaðila og því friðnum borgið.
Þegar Þjóðverjar voru að endurreisa samfélag sitt eftir hörmulegar afleiðingar heimstyrjaldarinnar var kappkostað að koma í veg fyrir vinnudeilur. Þá voru gerðadómum beitt enda oft ekki alltaf á valdi deiluaðila að finna góða lausn þegar svo stendur á.
Allir tapa á verkföllum og sérstaklega þeir sem taka þátt í þeim. Oft lenda þeir sem ekki eru aðilar að vinnudeilu mjög illa úr vinnudeilum.
Kannski verkföll séu dáldið gamaldags, yfirvinnubann kannski næst þar á eftir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2011 kl. 18:27
Guðjón: Það var enginn í verkfalli. Þú virðist enn ekki hafa náð því.
En þegar verkfall er boðað, þá er það ekki að ástæðulausu. Verkfall er það eina sem launþegar hafa til að standa vörð um réttindi sín, þegar vinnuveitendur (eða yfirvöld) sýna ósanngirni. Verkfallsvopnið er líka það eina sem vinnuveitendur finna fyrir, því að það bitnar á pyngju þeirra. Vinnuveitendurnir hafa mikið fleiri vopn og nota þau óspart: Brottrekstur/lock-out, uppsagnir, launalækkanir, stöðulækkanir.
Auðvitað er bezt, ef aðilar vinnumarkaðsins geta komizt hjá vinnustöðvun, en það er ósanngjarnt, að launþegar skuli alltaf þurfa að láta í minni pokann. Kannski þurfum við alvöru vinstri stjórn í staðinn fyrir núverandi, sem er vægast sagt hækja auðvaldsins.
Ef Icelandair færi á hausinn, þá myndi ég ekki fella eitt einasta tár.
Vendetta, 1.7.2011 kl. 19:04
Icelandair er og hefur alltaf verið, það sem afgreiðslustúlkan í New York sagði við vini mína sem flugu heim með þeim.
Þannig var mál með vexti að ein af þessum vinnudeilum sem alltaf verða hjá félaginu vegna óbilgirni stjórnenda þess, var í gangi. Fólkið kom snemma til innritunar, en þegar þau einhverjum klst. seinna komu út í vélina, kom í ljós að annað þeirra hafði fengið sæti fremst og hitt aftast í vélinni. Flugfreyjan sagði vélina stappfulla og ekkert hægt að gera í málinu.
Vini mínum líkaði ekki við þessi vinnubrögð, og hafði í gegn með meiriháttar veseni og látum að hafa samband við innritunina í síma, því ekki fékk hann að fara til baka. Hann hafði upp á stúlkunni sem hafði innritað þau og spurði hverju sætti, þau hefðu komið fyrst og horft á flestalla hina innritaða á eftir sér.
Heyrðu vinur sagði hún, við gerum bara það sem við viljum, við hverju býstu hjá svona skítakompaníi. Þetta segir töluvert um móralinn þó hann kunni að hafa breyst eitthvað, sem mér sýnist þó ekki. Að vísu er allangt síðan þetta var, en það er ótrúlegt hversu þjarmað er alltaf að starfsfólki þarna. Ég þekki marga sem vinna þar, en engan sem er fullkomnlega ánægður.
Að halda fólki í einhverskonar gíslingu af því það hefur ekki efni á að missa jobbið eru líklega verstu skilyrði sem hægt er að bjóða uppá og þannig hafa Flugleiðir eða Icelandair hegðað sér í áratugi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.7.2011 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.