Glórulítil persónudýrkun?

Í heila öld hefur mikil dýrkun verið tengd persónu Jóns Sigurðssonar (1811-1879). Auðvitað átti hann marga kosti, reyndist afburðamaður á svið fræða og stjórnmála. En var það ekki hin unga borgarastétt kaupmanna, efnamanna, hægri stjórnmálamanna og embættismanna sem hófu persónu Jóns Sigurðssonar til skýjanna um og eftir aldamótin 1900?

Sú klíka sem tengdist valdakerfi landshöfðinga reyndist síðar mynda kjarnann í þeim hóp manna sem ákváðu að gera Jón Sigurðsson að sínum manni, sinni hetju. Ekki var það vegna þess að þessir menn vildu taka sér JS til fyrirmyndar, öllu fremur var þetta framkvæmt fremur í þeim tilgangi til þess að hefja sjálfa sig upp á hærri stall.

Fjölmargt hefur ekki verið rannsakað í sögu þjóðar um aldamótin 1900. Um það leyti er íslensk borgarastétt var að taka frumkvæðið við af dönskum yfirvöldum, var mikilvægur áfangi stofnun Stjórnarráðs sem og ýmsar tækniframfarir á borð við samgöngur og verslun að ógleymdri atvinnusögu.

Líklegt er að Jón Sigurðsson sé margsinnis búinn að snúa sér í gröfinni enda var hann alla tíð ekki sérlega hrifinn af persónudýrkun, hvorki gagnvart öðrum og þaðan af síður að vilja hefja sig á stall upp fyrir aðra. Það gleymist stundum að hann var fyrst og fremst maður, maður sem átti sína drauma, sínar væntingar sem sumar brugðust eins og gengur. Hann var eftir niðurlægingu Dana eftir Slésvíkurstríðin 1864 sárlega misboðið, Danir reyndu að svelta hann til hlíðni og hann hverfur úr þessari veröld nánast gjaldþrota án þess að nein af hans pólitísku markmiðum höfðu náðst.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Hugsjónir Jóns að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka þessa grein þína Mosi ,ég gæti ekki verið meira sammála/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 17.6.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband