Hvenær kemur að uppgjöri?

Ljóst er að Bandaríki Norður Ameríku BNA hafa lengi lifað um efni fram og safnað gríðarlegum skuldum. Sama gerðu útrásarvíkingarnir, dekurdrengirnir í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Hvenær kemur að uppgjöri er ekki auðvelt að spá um. Fall dekurdrengjanna okkar olli okkur Íslendingum gríðarlegu tjóni sem við verðum lengi að súpa seyðið af. Kannski verður fall bandaríska efnahagsrisans enn meira áfall fyrir heimsbyggðina en hrun kommúnismans á sínum tíma sem lengi var séð fyrir.

Óskandi er að fall kapítalismans í BNA hafi sem minnst áhrif á okkar efnahag. Nóg er komið af svo góðu fyrir okkur. En búast má við að brátt kemur að því að afdrifaríkum tímapunkti og ekki verði aftur snúið.

Eigum við ekki að halda okkur fremur við gömlu góðu lífsviðhorfin að eyða ekki meiru en aflað er? Því miður hafa allt of margir ekki áttað sig á því. Lán og enn meiri lán er vís leið til glötunar. Lán verðurr að endurgreiða enda er í þeim fólgið ekkert annað en ráðstöfun á fyrirfram tekjum sem kunna að bregðast! Því miður áttuðu útrásarvarganir sig ekki á þessum einföldu staðreyndum og drógu þjóðina með sér í botnlaust skuldafenið. Dramb er falli næst!

Mosi


mbl.is Hvetja Bandríkin til þess að forðast greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband