Samsæringskenningar

Ein samsæriskenningin gengur út á að Bandaríkjamenn vilja gjarnan samræma starfsemi utanríkisstefnu sína við starfsemi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eins og lengi tíðkaðist. Evrópu ríkin voru eðlilega ekki sátt við þetta enda tengdist sjóðirinn oft grimmdarlegri hernaðarstefnu BNA sem ekki byggðist alltaf á skynsamlegum ákvörðunum. Þannig voru afskipti BNA gagnvart ríkjum Suður Ameríku vægast sagt oft furðuleg og ómannúðleg. Nixon forseti studdi einræðisherra víða í álfunni og utanríkisráðherra hans, dr.Kissinger lék tveim skjöldum.

Nú er spurning hvort bandarísk yfirvöld hyggist grípa þetta einstaka tækifæri þegar  Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er kærður fyrir meinta misgjörning gagnvart konunni sem kærði. Bandarísk yfirvöld rýja manninn trausti og fara sem háðulegast með hann, e.t.v. með það í huga að brjóta hann niður. Er það auðvitað mjög furðulegt enda hafa BNA fullyrtu að þeir væru málsvarar mannréttinda í heiminum. Einkum var þessu haldið fram á dögum kalda stríðsins.

Sönnun bandarískra yfirvalda getur verið mjög erfiðleikum bundið, sérstaklega þegar engin vitni voru að atburðinum, né neitt annað sem styður fullyrðingar konunnar. Enginn er sekur nema fullgild sönnun sé fyrir hendi á meintum glæp.

Það er ámælisvert að farið er með þennan mann eins og stórhættulegan glæpamann, rétt eins og um raðmorðingja eða mafíósa væri að ræða.

En við bíðum eftir hvernig þessi mál þróast. Kannski þetta sé allt misskilningur, kannski fjárkúgun gagnvart  Dominique Strauss-Kahn. Hann hefur verið megin andstæðingur Sarkozy Frakklandsforseta og líklegt er að hann hefði sigrað hann í næstu kosningum ef þetta einkennilega mál hefði ekki komið upp.

Mosi


mbl.is Óafsakanlegt ef satt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband