13.5.2011 | 23:00
Hvaða hyski er þetta sem veður uppi?
Við Íslendingar erum sífellt að finna meir fyrir ágengni svika, pretta og ofbeldis. Óaldarlýður veður uppi og hvernig getur venjulegur borgari varist?
Mögulegt er að sá sem er þolandi í þessu máli hafi aðhafst eitthvað sem þessi ofbeldishóp hefur ekki líkað, eða sýnt af sér athafnaleysi þegar hann átti að taka þátt í einhverju umdeildu sem hann var ekki tilbúinn að taka þátt í.
Mjög áleitin spurning er hvort nokkur ástæða sé að leyna nöfnum ofbeldismanna sem þessum og hvort ekki ætti að leyfa fjölmiðlum myndbirtingu af þessum þokkapiltum. Sumir hafa þegar verið bæði nafngreindir og myndir birtar.
Nærgætni í þessa átt hefur fyrst og fremst verið hugsuð gagnvart nánustu aðstandendum fremur en gerendunum sjálfum. Þeim stendur sjálfsagt á sama hvort þeir séu nafngreindir eða ekki, kannski jafnvel stoltir yfir gjörðum sínum.
Eitt er víst: með bankahruninu hefur glæpahópum vaxið fiskur um hrygg. Spurning er hvort þeir séu jafnvel byrjaðir að stunda grjótkast að heimili ráðherra, eitthvað sem engum hefur áður dottið í hug slíkt fólskuverk. Alvarlegt siðrof hefur orðið.
Lögreglan okkar er fáliðuð. Það er hvorki auðvelt starf né eftirsóknarvert að vera í sporum lögeglumanna að koma lögum yfir þessa ofbeldismenn. En lögreglan hefur margsýnt að hún getur unnið sitt starf með mikillri prýði og með mikkillri þrautseigju en þarf að fá auknar heimildir til að fylgjast betur með þessum glæpalýð til að uppræta glæpina.
Mosi
Héldu manni nauðugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2011 kl. 08:34 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mosi minn! Glæpalýðurinn í höfuðborginni er að ná yfirhöndinni! Fólk er hætt að þora að vitna um augljósa glæpi vegna hótana glæpalýðsins! Við nálgumst botninn óðfluga! Góð færsla hjá þér, sem stundum fyrr!
Björn Birgisson, 13.5.2011 kl. 23:25
þessir glæpahópar sjá bráðum ekki börnin okkar í friði. Meiriparturinn sem situr í fangelsum okkar eru af erlendu bergi komnir og svo verðum við að framfleita þeim. Lögreglan verðu að fá þann mannafla sem hún þarf til að það sé hægt að sporna við þessum óþjóða lýð...Svo er flóttamenn að koma og heimta hæli hér og ljúga því til að þeir hefi verið pintaðir í heimalandinu,ef svo hefði verið hefðu þeir aldrei sloppið,svo miki' þekki ég til.
Vilhjálmur Stefánsson, 13.5.2011 kl. 23:29
Merkilegt er að ekki er sama hver í hlut á: Þessir óeirðarmenn geta haldið áfram að leika lausum hala. Nýverið hafnaði Hæstiréttur kröfu lögreglunnar að halda nokkrum mönnum bak við lás og slá meðan mál þeirra væru rannsökuð, dæmd í framhaldi og þeim síðan vísað úr landi. Nei, þeir áttu að fá að ganga lausir, brjóta aftur af sér o.s.frv. o.s.frv. og ekki nóg með það: ekki mátti birta nöfn þeirra. Sjá nánar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=7364
Athygli vekur að þetta er ekki eini dómurinn!
Á sama tíma er lekið út að mikilvæg persóna af frönsku bergin brotin er nafngreind. Allur heimurinn fær að vita að Strauss-Kahn er gleðimaður mikill og er eftir hverju pilsi. Frami hans er gjöreyðilagður og jafnvel þó svo að engar sannair liggja frammi, aðeins yfirlýsingar.
Svona er lífið. Er von að Villta vestrið virðist vera í hugum margra. Kannski tilefni sé fyrir marga að verða sér úti um byssu og hafa undir koddanum þegar lögreglunni er jafnvel gert erfitt að gegna skyldu sinni.
Við erum á tímamótum, því miður.
Góðar stundir
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2011 kl. 22:17
Hvar stendur að þetta hafi verið útlendingar? Það er ekkert í fréttinni sem gefur til kynna að allir þrír hafi ekki verið Íslendingar. Enda eru flestallir glæpamenn á Íslandi alíslenzkir. Hluti glæpamanna í útlöndum eru líka Íslendingar. Engan rasisma, takk!
Che, 27.5.2011 kl. 13:59
Vilhjálmur: Þetta ofbeldishyski voru RAMMÍSLENZKIR glæpamenn: Ríkharður Ríkharðsson og Davíð Freyr Rúnarsson. Hvað varstu að þvæla um útlendinga?
Þú skrifar líka þessa ræpu: "Meiriparturinn sem situr í fangelsum okkar eru af erlendu bergi komnir ..."
Þetta er haugalygi og þú veizt það. Rasisti!
Che, 27.5.2011 kl. 17:27
Svona svona góði: Það er ekki gott að vera að æsa sig upp úr öllu valdi, það þjónar engum tilgangi. Við verðum að vona að réttlætið sigri að lokum. Lögreglan vinnur sína vinnu, kannski hægt en bítandi.
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2011 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.