13.5.2011 | 22:39
Margt óljóst í fréttinni
Hvernig getur einhver óprúttinn aðili komið auglýsingu á framfæri á vefmiðli á bjöguðu máli og komið grunlausu fólki að senda sér stórfé?
Eitthvað mjög ámælisvert er við allt þetta: Vefmiðill sem býður upp á ókeypis auglýsingaþjónustu, getur hann orðið skaðabótaskyldur undir vissum kringumstæðum?
Sjálfsagt hefðu flestir ekið til Keflavíkur til að sækja hvolpinn en ekki látið fé af hendi án þess að hafa einhverja tryggingu fyrir efndum. Kannski má kenna kæruleysi viðkomandi um, léttúð er því miður oft fylgifiskur þegar fólk sýnir ekki af sér tortryggni í viðskiptum.
Af hverju segir í frétt að ekki sé unnt að kæra svikahrappa þar sem þeir eru erlendir? Er með gagnályktun að túlka þannig að aðeins sé unnt að kæra íslenska ríkisborgara undir svona kringumstæðum? Einhvers staðar liggja greiðir þræðir að svikahröppunum. Þeir vita um þennan vefmiðil þar sem auglýsingin er birt, líklega má rekja IP tölu tölvunnar þaðan sem auglýsingin er send, þeir hafa hugmynd um Keflavík/Reykjanesbæ og þeir virðast reyna fyrir sér að þýða orðsendingu á íslensku í því skyni að blekkja og svíkja út fé. Eru þeir e.t.v. staddir á Íslandi, kannski í spillingunni í Keflavík? Og hvernig fór peningasendingin fram? Aðferð við að koma peningasendingunni, í hvaða gjaldmiðli, hvar var viðtökustaðurinn: bankareikningur, bankanúmer o.s.frv.? Og eftir fréttinni höfðu viðkomandi símasamband. Þau eiga að vera unnt að rekja hvar sími er staðsettur.
Það hljóta að vera mörg hálmstráin til að hafa upp á þeim sem svíkur út fé á þennan hátt. Eða er þetta frétt sem aðeins kemur fram þegar gúrkutíð er? Frétt sem er kannski samin af einhverjum sér til skemmtunar?
Margt óljóst er í fréttinni. Þórbergur Þórðarson nefndi fyrirbærið skalla þegar lesandi er skilinn eftir í tómarúmi þar sem aðeins er minnst á örfá atriði sem máli skipta.
Mosi
Hvolpasvindlarar frá Kamerún | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.