Einfeldni öfgamanna

Það kom að því að öfgamenn grípa til sama örþrifaráðsins: að náttúruhamfarir séu hefnd einhvers yfirnáttúrulegs refsiglaðs guðs. Þetta nær ekki nokkurri átt en svona þekktust víða um lönd nákvæmlega sömu viðhorf, meira að segja hér á landi. Jón Steingrímsson eldklerkur taldi svo vera á dögum Móðuharðinda en hann var auðvitað gegntekinn heittrúarstefnu þeirri sem nefnd hefur verið píetismi og hafði gríðarmikil áhrif í Evrópu á 18.öld. Þá voru raunvísindi í bernsku og engin eðlisfræðileg fullnægjandi skýring fyrir hendi hvernig náttúruhamfarir áttu sér stað, oft með hræðilegum afleiðingum.

Við fyrirgefum gömlu mönnunum sem vissu ekki betur. Hins vegar er ámælisvert að nú á tímum vaði uppi þeir sem með lævíslegum aðferðum reyna að koma svona skýringum á framfæri. Það eru fyrst og fremst einfaldar sálir sem kannski eru ekki of vel menntaðar sem eru opnar fyrir svona þvættingi.

Japönum er enginn greiði gerður með svona aðferðum. Þeir eru hörkuduglegir og úræðagóðir, rétt eins og við Íslendingar og fleiri þjóðir. Þeir þurfa núna talsverða aðstoð við að koma í lag því sem aflaga hefur farið og kannski koma atvinnulífi aftur af stað á hörmungarsvæðunum.

Mosi


mbl.is Telja jarðskjálftann refsingu guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég var einu sinni giftur náttúruhamförum. Núna veit ég að þetta var allt Guði að kenna...

Óskar Arnórsson, 16.3.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband