Jákvæðar fréttir

Eldgos hafa að jafnaði valdið mikillri skelfingu víðast hvar í heiminum, einkum þéttbýlum svæðum þar sem fólk hefur ekkert of mikið milli handanna. Oft fylgja eðjuflóð og aðrar hörmungar sem við Íslendingar höfum verið að mestu laus við.

Undantekning eru Móðuharðindin 1783-84. Þá gaus á 25 km langri sprungu á Síðuafrétti sem þeyttu um 120 milljónum tonnum af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið að því sem jarðfræðingar telja. Þá urðu langvarandi og afdrifarík áhrif ekki aðeins á Íslandi heldur einnig um alla Norðurálfu. Það kom fram í erindi Haraldar Briem sóttvarnarlæknis á Fræðaþingi landbúnaðarins á Hótel Sögu nú í morgun.

Fræðaþingið er áhugavert, salurinn var þéttsetinn af fólki fullu áhuga fyrir því sem er að gerast á svið landbúnaðar og tengslum manns við náttúru landsins.

Nú á síðustu misserum hafa dunið yfir þjóðina fregnir sem nánast eru um málefni þar sem eintóm og allt að því endalaus vandræði eru tengd. Loksins fáum við einhverjar jákvæðar fréttir sem í eðli sínu ættu að vekja hjá okkur von um að „ekki sé með öllu illt að ekki boði eitthvað gott“. Við búum í erfiðu landi og eigum að nýta okkur kosti landsgæða, ekki aðeins virkja fossa og sprænur upp um öll firnindi heldur einnig gríoðursetja skóga í fjallshlíðar og þar sem það á vel við til að stuðla að við höfum aðgang að fleiri náttúruauðlindum í framtíðinni en nú er.

Mosi


mbl.is Lítil áhrif eldgoss á heilsufar búfjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband