Meinloka prófessorsins

Nú var eg að hlusta á dr. Pétur líffræðing og fyrrum prófessor við Kaupmannahafnarskóla í Kilju Egils Helgasonar. Þessi þáttur er að vanda mjög góður en hefur þó þann augljósa galla að ekki er möguleiki á að leiðrétta meinlokur sem kunna að koma þar fram, eins og hjá dr. Pétri um meinta nitureitrun Þingvallavatns vegna barrtrjáa.

Lífríkið í Þingvallavatni er við bestu heilsu að best er vitað og vatnið tært eins og best verði á kosið.

Nú hefur dr.Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við Hvanneyrarháskóla komist að þveröfurgri niðurstöðu við dr.Pétur enda er ekki að sjá að minnsta hætta stafi af barrtrjánum lífríki vatnsins. Svo er máli vaxið að dr. Pétur miðar sínar fullyrðingar við allt aðra jarðvegsgerð en algengust er á Íslandi. Hér á landi er jarðvegur mjög niturrýr vegna þess hve gjóskuefni eru ríkjandi í jarðveginum hérlendis. Þannig kemst Bjarni Diðrik að þeirri niðurstöðu að barrtré hafi fullt í fangi að halda í niturbúskapinn en er ekki aflögufær að miðla honum út frá sér eins og dr. Pétur heldur fram.

Um þetta fróðlega efni er vikið að í fróðlegri grein um Þingvallaskóg í síðasta Skógræktarriti. Það ætti að vera aðgengilegt á öllum betri bókasöfnum landsins sem og fást keypt hjá Skógræktsrfélagi Íslands.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband