6.3.2011 | 19:01
Hvað kostar svona ævintýramennska?
Alla síðustu viku var vitað að gera mætti ráð fyrir versnandi veðri þegar líða tæki að helgi. Samt fara menn á vit ævintýranna, að vísu vel búnir að eigin sögn, en hvernig færi ef eitthvað færi úrskeiðis og öðru vísi verði en að er stefnt.
Fyrir um áratug var skipulögð ferð á vegum þáverandi stærstu ferðaskrifstofu landsmanna, Samvínnuferða-Landsýn með ferðahóp þvert yfir Vatnajökul. Vitað var um að veður færi versnandi og fyrirsjáanlegt snarvitlaust veður á fjöllum og jöklum þó um hásumar væri. Ferðahópurinn lenti í miklum hrakningum, eftirmál urðu og málaferli. Ferðaskrifstofan varð gjaldþrota og voru margir sem söknuðu þessa fyrirtækis. En fyrirhyggjan virðist hafa verið takmörkuð eða jafnvel engin.
Björgunarsveitir byggja fjárhagslega afkomu sína á umdeildri sölu flugelda sem bæði hafa mikla slysahættu í för með sér sem og mjög mengandi. Í öllum siðmenntuðum löndum eru björgunarsveitir með taxta fyrir aðstoð sem tryggir þeim að fá fyrir útlagðan kostnað og jafnvel eitthvað meira. Hérna á Íslandi er sami hugsunarhátturinn eins og hjá verstu afglöpum: þetta reddast!
Svona var staðið að einkavæðingu bankanna, sama kæruleysið og hugsunaleysið án þess að gera sér minnstu hugmynd um mögulega afleiðingu ef eitthvað fer úrskeiðis.
Æskilegt er að björgunarsveitir geri aðstoð upp fjárhagslega og semdi þeim aðilum reikning sem málið varðar eins og venja er erlendis.
Mosi
Sækja skíðamenn á jökul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Bretlandi þar sem ég þekki til, er prinsipmál að taka aldrei fyrir björgun, hvorki á landi né sjó.
Á Grænlandi er ekki möguleiki að hafa "ókeypis" kerfi vegna fámennis og míkillar notkunar þyrlna við björgun en þar er skylda fyrir útlendinga að kaupa sér tryggingu.
Gott væri að heyra hvaða lönd taka fyrir björgun og hver taxtinn er.
Daði
Daði Kolbeinsson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:16
Þetta kostar amk ekki meira en þær æfingar sem björgunarsveitirnar okkar stunda hvort eð er all flestar helgar.
Kalli (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.