25.2.2011 | 14:45
Reynslusaga úr „öskunni“
Fyrir nær 40 árum var undirritaður starfandi í öskunni. Af verkamannavinnu var um nokkuð vellaunaða vinnu að ræða en stundum gat reynt á. Sumarið 1973 var eg við þennan starfa og um jól, áramót og páska veturinn eftir. Margir kynlegir kvistir voru þarna starfandi sem eðlilegt er, sérstaklega var gamall kall sem ók eldgömlum öskubíl og hafði hann það verkefni að sækja rusl í nágrenni Reykjavíkur. Hafði hann styrák með sér og var eg nokkrar vikur með karli. Lengst var farið austur í Skíðaskála og losa eina eða tvær tunnur. Eðlilega voru þetta eiginlega meira skemmtiferðir með gamla kallinum í gamla öskubílnum. Hann var skrafhreyfinn þegar sá gállinn var á honum en það þurfti dáldið til að losa um tunguhaftið. Þegar þeim áfanga var náð, varð mikill orðaflaumur og frásagnagleðin mikil. Alltaf þurfti að gæta vel að því að láta karlinn ekki masa um of þegar snúið var til baka úr þessum leiðöngrum því þegar kom aftur í bæinn var hann ekkert að tefja sig á rauðum ljósum, hann ók óhikað áfram og varð oft mjótt á mununum. En hver vildi lenda í árekstri við eldgamlan öskubíl?
Lengst af var eg í vinnuflokki Páls Magnússonar, föður Sæma rokk, yndæliskall sem vildi öllum vel. Hann lagði sig fram að allt gengi sem fljótast og vel. Vinnutími var frá rétt upp úr hálf átta á morgnana og eitthvað framyfir 11. Þá var öskubíllinn orðinn fullur og þá var farið í mat. Aftur var hafist handa upp úr hálftvö þegar bíllinn hafði losað ruslið uppi í Gufunesi. Unnið var þá oftast þangað til bíllinn var aftur orðinn troðfullur en þó aldrei lengur en til hálfsex. Á föstudögum var unnið fram að hádegi en þá var stykkið eins og karlarnir kölluðu svæðið sitt fullklárað.
Oft þurfti að fara langt niður í djúpa kjallara eftir troðfullum tunnum. Urðu stundum 2 að toga tryllurnar upp með tunnunum sem voru yfirleitt gamlar olíutunnur. Þetta var erfitt körlunum einkum á vetrum þegar snjór og hált var. En aldrei minnist eg þess að einhvern tíma hafi orðið slys. Einu sinni gerðist það að karlinn sem hífði tunnurnar til að losa þær, ranghvolfdi í sér augun, reikaði um eins og dauðadrukkinn væri og féll svo niður á jörðina. Mér kom þetta mjög spánskt fyrir nsjónir en þarna var eg vitni að þegar flogaveikissjúklingur fær kast. Félagar hans voru meðvitaðir um þetta og veittu honum þá aðstoð sem nauðsynleg þótti sem einkum var fólgin í því að draga hann upp á gangstéttina eða vegarbrún svo hann væri ekki í hættu vegna bifreiða.
Á þessum árum hefði auðveldlega verið unnt að koma að margskyns hagræðingu. T.d. voru hús mörg hver mjög vitlaust hönnuð með hliðsjón af sorpmálum. Í stað þess að hafa ruslatunnurnar sem næst gangstéttinni voru þær fyrir fegurðar sakir hafðar að húsabaki og jafnvel niður í djupum kjöllurum og allt of bröttum tröppum. Arkitektar í dag eru væntanlega betur meðvitaðri um svona atriði. Þá koma staðlar auðvitað vel að gagni.
Hagræðing í sorpmálum er af því góða sem allir ættu að vera sammála um.
Góðar stundir
Mosi
Mæla metrana að sorptunnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég var smástrákur í Þingholtunum á 7. áratugnum voru öskubílarnir þannig, að það rúmuðust tvær tunnur á lyftaranum. Bílstjórinn sat alltaf inni í bílnum og þegar öskukallinn ýtti á hnapp á hliðinni á bílnum kom merki til bílstjórans um að hífa upp lyftarann, sem hann og gerði.
Ég og félagar mínir laumuðumst oft til að ýta á hnappinn þegar enginn tók eftir. En það varð að vanda til verkanna og skipuleggja vel. Við biðum eftir því nákvæma augnabliki, þegar full tunna var kominn upp á lyftarann aðeins að hálfu leyti þannig að þegar lyftarinn fór óvænt upp, datt tunnan í götuna. Svona krafðist mikillar útsjónarsemi. En ég er alveg hættur þessu núna.
Anars verð ég að segja, að ég myndi ekki vilja vera öskukall á þessum árum. Ég er viss um að margir hafi eyðilagt á sér hryggsúluna við að rúlla þessum olíutunnum fram og aftur. Hvers vegna borgarráði datt aldrei í hug að athuga með aðrar lausnir eins og nú tíðkast, plasttunnur á hjólum var auðvitað í takt við allt annað í þjóðfélaginu. Tímabilið frá 1948 - 1971 var tími stöðnunar, þegar engar framfarir áttu sér stað á neinum sviðum.
Vendetta, 25.2.2011 kl. 16:31
Stöðnunartímabil getur alltaf verið dáldið krítískt að skilgreina. Út frá uppbyggingu framleiðslutækja er þetta alveg hárrétt: Nýsköpunin lagði áherslu á að koma atvinnuvegunum af stað: keyptir nýir togarar og traktorar en um miðja öldina og upp úr er áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja byggðar. Sumir vilja meina að fyrstu 15-20 árin hafi sementsverksmiðjan framleitt handónýtt sement, eins og allar alkalískemmdirnar benda til en það er önnur saga. Á þessum árum var töluvert umleikis, fyrst vegna stríðsgróða og Marschall auðsins, síðar hermangið eftir 1951. Á þessum árum er fótunum komið undir rannsóknarstarf t.d. á Keldum og víðar sem átti eftir að hafa áhrif. Með nýjum vélum fer nútíma framleiðsla af stað, vegagerð eflist, flugvellir og hafnir byggðar. Þannig að allt tal um stöðnun er dáldið erfitt að fullyrða hvenær stöðnun er og hvenær ekki.
Sennilega verður minnst á stöðnun á þessu tímabili: þegar líður á 1.áratug þessarar aldar og fyrstu ár þess næsta. Það væri arfavitlaust hjá sagnfræðingum framtíðar að fullyrða að svona er þetta með vinstri stjórnir. Slík fullyrðing nær ekki nokkurri átt. Stöðnunin er auðvitað vegna hrunsins í fjármálalífinu sem bókstaflega lamaði allt.
Skemmtilegar pælingar. Góðar stundir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2011 kl. 17:37
Það kom innsláttarvilla hjá mér: Ég ætlaði að skrifa að tímabilið 1958 - 1971 hefði verið tímabil stöðnunar ekki 1948 - 1971.
Vendetta, 25.2.2011 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.