Hefur minnihlutinn alltaf rétt fyrir sér?

Undarleg var niðurstaða Hæstaréttar á ógildingu kosninganna til Stjórnlagaþings. Greinilegt er að meirihluti þjóðarinnar vill halda sérstakt Stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Kosturinn við þá leið er að þá er þingið ekki að þvælast fyrir, pólitískum sjónarmiðum ýtt til hliðar, alla vega um stund.

Hæstiréttur getur stutt sig við að 25% þjóðarinnar vildi þessa niðurstöðu.

Þegar barrtrén voru felld á 4 hekturum kringum Valhöll og þingstaðinn á Þingvelli voru það 4% þjóðarinnar sem vildu barrtrén burt. En yfirgnæfandi meirihluti vildi leyfa barrtrjánum að standa. Hver réð nema fulltrúar þessara 4% þjóðarinnar. Um þetta mál má lesa í nýjasta Skógræktarritinu.

Svona er lýðræðíð praktísérað á Íslandi, það er því miður ekki meirihlutinn sem má alltaf ráða, heldur er minnihlutinn oft ákveðnari og stundum tekur hann undarlegar og ekki alltaf vel ígrundaðar ákvarðanir og grípur fram fyrir hendurnar á meirihlutanum og framkvæmir áður en flestir hafi áttað sig á staðreyndum.

Mosi


mbl.is Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Lýðræði hvað? Við erum mjög langt frá því hér á þessu bananaskerinu.

Úrsúla Jünemann, 15.2.2011 kl. 20:16

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Satt að segja finnst mér þessi atriði -- voru þau nema 6? -- sem Hæstiréttur tíndi til sem röksemd fyrir að ógilda kosningar til stjórnlagaþings vera hreinasti tittlingaskítur. Hins vegar var þessi fyrirhugaða samkunda fyrirfram ónýt. Þarna var of mikið af kverúlöntum og lýðskrumurum og ef marka má almannavitorð um pólitískar skoðanir „þingmanna“ fyrirséð pólitísk slagsíða á niðurstöðu „þingsins“. Þar fyrir utan átti þingið bara að leggja tillögu(r) að nýrri stjórnarskrá fyrir Alþingi -- og hvaða afgreiðslu hefði tillagan fengið þar? -- Skársta lausnin á að velja á stjórnlagaþing væri slembiúrtak úr þjóðskrá, valið af tölvu.

Sigurður Hreiðar, 16.2.2011 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband