Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það virðist vera þannig að allt sem viðkemur íþróttafólki sé frétt, sama hvað það er ómerkilegt, eins og þú bendir á. Ef t.d. konan mín fer út í búð í stuttu pilsi nærbuxnalaus, þá er öllum sama, en ef Venus Williams spilar tennis í húðlituðum nærbuxum, þá er það forsíðufrétt!

Vendetta, 12.2.2011 kl. 19:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eina fréttin í þessu var látin ósögð, sem er að einhver skuli vera svo heimskur að fara út á nærbrókunum einum fata í því veðri sem gekk yfir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.2.2011 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það er furðulegt fréttamatið.

Hvers vegna er ekki virk umræða um það hvernig unnt sé að koma viðskiptalífinu sem fyst í gott horf á nýjan leik, setja betri skynsamar og sanngjarnar reglur um völd í hlutafélögum o.s.frv.? Engin sem lítil umræða er t.d. um Magma málið og aðdraganda þess. Fyrir meira en mánuði sendi eg grein í Fréttablaðið um það mál og lásu tveir lögspekingar yfir. Ekki hefur sú grein fengið áheyrn þeirra sem Fréttablaðinu ráða. Kannski að í greininni sé komið við kaun einhvers.

Prentaðir fjölmiðlar á Íslandi eru í dag álíka niður komið og undir log 19. aldar. Þá voru það ritstjórar örfárra blaða sem réðu nánast öllu og höfnuðu birtingu grerna þó svo þar komu fram skynsamleg sjónarmið. Má þar benda á greinaskrif Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge í svonenfdu bankamáli. Hann gagnrýndi mjög seðlaútgáfu Landsbankans og tilfærði skynsamleg rök fyrir máli sínu. Á þau sjónarmið féllust ekki reykvísku blaðstjórarnir og var Eiríkur nánast þaggaður þó hann væri mjög virkur greinaskrifari.

Morgunblaðið er komið með mjög ískyggilega hægri slagsíðu og DV hefur lengi haft á sér æsingablaðs stimpil en hefur skánað töluvert. Á þeim bæ eru greinar mjög ítarlegar og ogt kennir óþarflega endurtekninga eins og blaðamenn tíðki mikið „copy and paste“ aðferðina að drýgja skrifin.

Kannski Bændablaðið sé orðið einna besti prentaði fjölmiðillinn á Íslandi nú um stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Vendetta

Nei, Guðjón, DV er enn þann dag í dag sorprit, ritstýrt af siðblindingjum og fjölskyldum þeirra. Blaðið er málpípa ríkisstjórnarinnar og öfgafemínistanna. Fyrir utan einskisverðu fréttirnar sem er fengið við Copy-Paste frá netinu (sennilega vegna þess að blaðið hefur ekki aðgang að áreiðanlegum fréttaveitum), þá eru jafnan birt í blaðinu lygar, skáldskapur, rógburður og persónuníð, enda treystir ritstjórnin á það að aðeins velefnaðir aðilar hafi ráð á því að fara í meiðyrðamál við blaðið. Það er bagalegt fyrir blað sem ætlar að fletta ofan af fjársvikum útrásarvíkinganna, að aðeins 5% lesenda (heykvíslahjörð Reynis Traustasonar) trúir því sem stendur í blaðinu, allt út af sorablaðamennsku á öllum öðrum sviðum.

Vendetta, 13.2.2011 kl. 13:40

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Orðið sorprit getur haft ýmsar merkingar:

1. óáræðanlegt æsinga blað. Dæmi Bild Zeitung, þýskt dagblað sem byggist á mikillri útbreiðslu og er ódýrt æsiblað.

2. klámfengið rit með vafasömu efni, dæmi Playboy.

3. rit sem stuðlar að æsingum byggða á fyrirlitningu á vissum eiginleikum eins og trú, menningu, kynferði o.s.frv. Dæmi (sögulegt): Völkische Beobachter, málgagn þýska nasistaflokksins.

Sjálfsagt má draga fram ýms fleiri dæmi.

Hvernig eigum við að skilgreina Helgarpóstinn, Mánudagsblaðið, Spegilinn? Allt þekkt blöð og tímarit sem voru vinsæl en alltaf umdeild á sínum tíma. Spegillinn byggði á gríni og gamansemi, Mánudagsblaðið í ritstjórn Agnars Bogasonar velti sér upp úr ýmsum spillingarmálum á kaldastríðstímanum, Helgarpósturinn er að mörgu leyti hliðstæður DV í dag.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2011 kl. 13:06

6 Smámynd: Vendetta

Spegillinn var mjög gott tímarit og mjög fyndið, amk. fram til 7. áratugsins þegar það fór á hausinn eða eitthvað. Í því var hnífskörp ádeila á stjórnmálamenn og önnur yfirvöld blandað með góðlátlegu gríni, með sérstaklega skemmtilegum teikningum. Þegar það lifnaði við aftur á 8. áratugnum var lítill sem enginn húmor og ekki mikil ádeila. Þannig er það oft með blöð sem rísa upp frá dauðum.

Það var vel hægt að kalla Mánudagsblaðið sorpblað, eða amk. æsifregnablað með hatursáróðri gegn öðrum þjóðum. En á þeim tíma sem það kom út var Morgunblaðið ekki trúverðugt, því að allar utanríkisfréttir voru Copy-Paste frá yfirvöldum í Washington DC. T.d. var ein forsíðufrétt árið 1973: "Salvador Allende fremur sjálfsmorð", þegar allir vissu, að flugumenn CIA hefðu skotinn hann til bana. Á þeim tíma mörkuðu Styrmir Gunnarsson og aðrir öfgamenn stefnu blaðsins. Blaðið snarbatnaði á allan hátt þegar Matthías Jóhannessen varð ritstjóri síðar meir. Ég þekki ekki vel til Helgarpóstsins, þar eð ég bjó ekki á landinu meðan hann kom út, en DV þekki ég því miður.

Ég þekki ekki Bild Zeitung, en ég þekki brezka dagblaðið The Sun, sem er álitið vera sorpblað, bæði vegna æsifrétt og líka vegna persónuníðs, þótt það komist ekki með tærnar þar sem DV hefur hælana hvað það varðar. 

Varðandi nazistablöð og nazistaáróður, hvort sem það var frá Þriðja ríkinu og undirlægjum þeirra, eða frá nýnazistum, þá er það sorp skv. skilgreiningu. Nýnazistar eru meðal heimskustu manna (og kvenna) sem til eru. (Sjá mynd).

Neo-Nazi

                                            Neo-Nazi

Vendetta, 14.2.2011 kl. 13:56

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér góða ábendingu. Hvernig ferðu að því að setja inn mynd?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2011 kl. 18:30

8 Smámynd: Vendetta

Það getur verið að þú getir sett mynd beint inn frá netinu með því að hægrismella og velja Copy, síðan Paste. En það heppnast ekki alltaf. Ef hins vegar þú ert með mynd á tölvunni þinni (t.d. sem jpg), þá er dálítið vesen að setja mynd inn í athugasemd. Það sem ég geri er að sækja myndina inn í bloggfærslu, sem er auðvelt. Síðan afrita ég þá mynd og lími hana inn í athugasemdina. Og hætti síðan við bloggfærsluna.

Vendetta, 15.2.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband