Hvað á Bjarni við?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af íslensku þjóðinn. Hvernig má skilja þetta?

Á þeim tveim árum sem liðin eru frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hrökklaðist loksions frá völdum hefir meginmarkmið Sjálfstæðísflokksins að gera þessari ríkisstjórn eins erfitt og mögulegt hefir verið. Þannig er vart það nauðsynlegt þingmál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki reynt að tefja og koma í veg fyrir. Eitt síðasta „afreksverk“ Sjálfstæðisflokksins var að beita Hæstarétti sínum til að fella úrt gildi lýðræðislega kosningu til Stjórnlagaþings sem fram fór á eins mögulega hagkvæman hátt og talið var.

Oft bylur í tómri tunnu. Um það má segja um Sjálfstæðisflokkinn enda er hann venjulegu fólki gjörsamlega ónýtur með öllu.

Óskandi er að sem flestir átti sig á stöðu mála og hvers eðli Sjálfstæðisflokkurinn sem ekkert gerði til að koma í veg fyrir bankahrunið. Braskaranir voru látnir óáreittir svo þeir gætu stolið sem mestu frá þjóðinni en skilið skuldirnar eftir!

Mosi


mbl.is Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðjón. Ég hitti fyrir kunnan athafnamann um daginn. Þetta er einn af þessum mönnum sem hafa haldið lúfinu í þessari guðsvoluðu þjóð. Hann sagði: Veist þú að ég er löngu búinn að átta mig á því að því menntaðra sem fólk er, því vitlausara er það. Mér datt þetta svona í hug þegar ég las skrifin þín. Þú ert einn af þessum sem hefur áskriftáf launununum þínum hjá þjóðinni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið erum við ósammála nú eins og oft Mosi, ekkert má vera rétt þegar svona mal eru rædd !!!,það engum einum að kenna,þessi kreppa,en eru ekki hrifin að þessari velferðastjórn þinni,ekki er ég það og meina það!!!!/Kveðja og góðar óskir til þín og þinna

Haraldur Haraldsson, 1.2.2011 kl. 18:08

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðjón hvað gerði Samfylkingin til að koma í veg fyrir hrunið...

Hvað er Samfylkingin búin að vera að gera síðan hrunið varð annað en að reyna að troða því öllu á herðar okkar skattgreiðenda og láta líta út liggur við að ég segi eins og það séu skattgreiðendur sem séu sökudólgar en ekki þeir sem að áttu þessa einkabanka og rændu...

Samfylkingin var í Ríkisstjórn fyrir fall og það virðist gleymast....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.2.2011 kl. 19:08

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðisflokkurinn réð bæði Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Á báðum bæjunum virðist vera að mernn hafi steinsofið á verðinum. Fjármálaeftirlitið gaf meira að segja út yfirlýsingu 14.8.2008 að allir íslensku bankarnir með tölu hefðu staðist álagspróf. Ekki liðu nema 6-7 vikur að þeir voru allir nálægt gjaldþroti.

Hvað þýðir þetta?

Tillaga að svari: Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa viðhaft neinar ráðstafanir til að forða þjóðinni við bankahrunið mikla.

Í dag vill sami flokkur halda því fram að allt sé öðrum að kenna. Er eitthvað vit í þessu? Af hverju leggst forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á árarnar með ríkisstjórninni að koma efnahagslífinu aftur af stað?

Hugsanlegt svar: Hugmyndir Sjálfstæðisflokks um endurreisn efnahagslífs eru því miður um of tengdar stóriðju sem ekki eru sérstaklega raunhæfar. Aðild að EBE er allt í einu ekki lengur æskileg að þeirra áliti þó svo þeir virðast hafa verið sammála um tíma.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 19:24

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mosi greyið reyndu að hætta þessu "blame game". Allir orðnir afskaplega þreyttir á þessu. Við þína rullu má bæta að Samfylkingin hafði Viðskiptaráðuneytið og það var sameiginleg yfirlýsing Sjálfstæðis- og Samfylkingar um að Íslensku bankarnir stæðust álagspróf. Það sem gerðist hér, gerðist allstaðar í vestrænum heimi. Við öll létum bankakerfið verða að stóru skrímsli og sérhagkerfi á alþjóðlegum nótum, vernduðu bankaleynd og undir skjóli viðskiptafrelsis. Hugmyndin um frjálsa markaðinn er góð og má ekki henda en við þurfum að efla reglugerðir og eftirlit. Vilt þú í raun hafa Ísland eins og við stefnum nú? Gerirðu þér grein fyrir tapinu á velferðarábatanum? Allt fast í höftum og með skattkerfi sem drepur allt niður í stað þess að efla. Skattkerfi sem er sniðið eftir hugmyndafræði sem ekki gengur upp í stað þess að miða að því að hámarka tekjur og hagvöxt? Það sem Ísland þarf núna er að losna við þessa stjórn áður en allir skattgreiðendur sem skipta mestu máli eru flúnir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband