23.1.2011 | 18:35
Hverjir voru flugumenn?
Flugumenn hafa verið á ferðinni a.m.k. 1000 ár í íslenskum heimildum. Þeir voru morðingjar sem myrtu á laun.
Eigi minnist eg þess að flugumenn hafi verið á ferðinni sem njósnarar eða í öðrum leynilegum sendiferðum nema sem laumumorðingjar.
Mosi
Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flugumenn eins og þeir í fréttinni eru það sem kallað er á ensku "saboteurs" eða stundum "insiders" eða "informers". Þeir þurfa alls ekki að ráðast á neinn, hvað þá myrða, en þeir eru alls staðar þar sem mótmæli eru annars vegar.
Í öllum pólítískum mótmælaaðgerðum (vinstrisinna eða stjórnleysingja) í t.d. Danmörku plantar danska löggan (PET) flugumönnum (óeinkennisklæddum lögreglumönnum), sem ýmist efna til óeirða í annars friðsömum mótmælum eða taka myndir af þátttakendum á laun. Það er ekkert ólíklegt, að íslenzka löggan geri það líka.
Dæmi um annars konar flugumenn á Íslandi nútímans voru FLugumennirnir í FL-Group, sem voru sendir út af örkinni af stjórn samkeppnislagabrjótsins Icelandair til að gera út af við Iceland Express, sem var ógn við einokunarveldi Icelandairs, sem höfðu fengið að einir um hituna í boði stjórnvalda áratugum saman.
Vendetta, 23.1.2011 kl. 20:32
Þakka þér Vendetta.
Veistu hvað þetta ítalska orð merkir? Það mun merkja blóðhefnd og átta eg mig ekki á þessu heiti þínu.
Flugumaður kemur fyrir í fornsögum, að mig minnir m.a. í Gísla sögu Súrssonar og merkir þar launmorðingja. Leit í Orðasafni Orðabókar HÍ www.lexis.hi.is leiðir í ljós að a.m.k. 25 dæmi eru orðtekin úr prentuðum íslenskum ritum. Þar er upprunaleg merking orðsins en þegar líða tekur á 19. öld er flugumaður farið að merkja „undirróðursmaður“ eða sá sem kemur af stað æsingum og auka glundroða jafnvel „njósnari“. Þannig er orð þetta útskýrt í Íslenskri orðabók sem Árni Böðvarsson og síðar Mörður Árnason ritstýrðu.
Upphafleg merking orðsins hefir vikið og er nú síðast nefnt í skýringum.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2011 kl. 22:12
Ég hef valið Vendetta, því að ég tel mig berjast fyrir réttlæti, þótt athugasemdir á bloggsíðum hrökkvi skammt.
Þessi breiðari merking á flugumanni er ágæt að geta haft við hendina. Það er nefnilega oft þannig að flugumanna verður vart áður en vissa er fyrir hvað þeir hafa nákvæmlega á samvizkunni. Alveg eins og orðið þvaghænsni getur haft margar merkingar (og líka flestar neikvæðar).
Í stað gömlu merkingarinnar á flugumanni er hægt að notast við heiti eins og leigumorðingi eða álíka, sem er mjög nákvæmt og fer ekki milli mála um hvers konar konar starfssamning er að ræða.
Vendetta, 24.1.2011 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.